Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 44

Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 44
42 HELGAFELL ar afburðasnjallar og bera athyglisgáfu hans gott vitni. Stunduen getur hann lýst íbúum heils byggðarlags í eld- snöggri svipoiynd og uoi leið er secn maður sjái þjóðina alla fyrir sér: ,,Það er líka eitt einkennilegt við fólk þarna að austan. Það er svefninn á andlitinu á því. Það er eins og það sé alltaf að berjast við að vakna“. I túlkun séra Árna á einstaklingum og heilum byggðarlögum gætir bæði hreinlyndis í hugsun, en einnig æði oft cniskunnar- leysis í orðui.m, svo að mörgum hefur sviðið undan minna. 1 landi kunnings- skaparins og ættarkenndanna eru menn ákaflega kvikusárir fyrir hinu talaða og skráða orði, og þess vegna leitar öll gagnrýni, sönn og login, fangstaðar á mönnum á bak. Ævisaga séra Árna Þórarinssonar hefur vald- ið miklu hneyksli í sumum byggðarlög- um, sem þykjast hafa orðið sérstak- lega hart úti, og Snæfellingar enda orðnir ,,heimsfrægir“ eftir útkomu ævi- sögunnar, svo talað sé í stíl prófasts- ins. En þótt séra Árni sé oft tannhvass, stundum illyrmislegur í dómum um menn og heilar sveitir, þá er öll rætni og rógur honum fjarri. Honum er mjög sýnt að draga fram kosti og lesti á mönnum, skipta ljósi og skugga sam- kvæmt sanngirni sinni og réttlætis- kennd, skýra orsakir þess sem miður fer, en hann drepur aldrei simjöri í brestina. Trú séra Árna Þórarinssonar var vangaveltulaus rétttrúnaður í alþýðleg- um stíl, svo sem hann átti kyn til. Það var trú smalans á Miðfelli. Þegar hann var sendur til að leita kinda lagðist hann á bæn og kindurnar fundust. Hann stöðvaði ljónstygga hesta með bæn. Þennan trúarhita sótti hann til móður sinnar, sem ,,vakti stundum á bæn heilar nætur, þegar ekkert var til að éta“. Hann læknaði sjúka með bænum. En séra Árni var ekki aðeins trúmaður í kristilegum skilningi. Trú- arlíf hans var allt blandið þeirri forn- eskju, sem eldri er öllum kristindómi, og í því efni er hann studdur djúpum rótum í íslenzkri alþýðutrú. Almættis- verk eru daglegir viðburðir í lífi hans. Hann gengur Haffjarðará, sem átti að vera ófær samkværrt lögum guðs og náttúrunnar, en hún nær honum ekki í skóvörp. Þegar landlæknisheimilið dottar undir furðusögum prófastsins rumskar læknisfrúin lítið eitt, þegar kennimaður Snæfellinga sér ,, 500 drauga“ alla í senn. Hann á margar glettingar við sjálfan myrkrahöfðingj- ann og ber sigur af hólmi, forðar sókn- arbörnum sínum undan tálsnörum Sat- ans jafnvel á dögum kreppunnar. Skrásetjari ævisögunnar, Þórbergur Þórðarson, skrifar í lok síðasta bindis fallega minningargrein um Árna Þór- arinsson. Svo hlédrægur er hann þar, að vart verður séð af orðum hans, hvern þátt hann á í gerð ritsins. Svo lítur út sem Þórbergur Þórðarson hafi alls staðar þar sem þess var kostur lát- ið frásagnarblæ prófastsins njóta sín, þótt ritið sé að öðru leyti markað hand- bragði og stílgáfu Þórbergs. Líklegast er, að samvinna prests og skrásetjara hafi verið svo náin, að víða sé pgerlegt að greina í sundur hlut hvors um sig i hinni ytri gerð þess. En eitt er þó víst: ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar hefði aldrei orðið sú sem hún er ef handtaka Þórbergs Þórðarsonar hefði ekki við notið. Sumir hafa furðað sig á því, að Þórbergur Þórðarson, sem stendur sjálfur í stórskuld við íslenzku þjóðina um framhald sinnar eigm sjálfsævisögu, skyldi verja átta árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.