Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiJanuary 2013Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 24.01.2013, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.01.2013, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 þær heilbrigðisógnir sem herja á þró- unarlönd. Einnig hvað ylli því að ekki hafa orðið meiri framfarir á síðari ár- um. Ég held að þetta viðhorf mitt stýrist að einhverju leyti af sterkri réttlætiskennd,“ segir Gunnhildur. Í Malaví starfaði hún með tveimur öðrum íslenskum hjúkrunarfræð- ingum; Benediktu Guðrúnu Svav- arsdóttur og Guðbjörgu Bergmunds- dóttur. Þar unnu þær á lítilli heilsugæslustöð í umsjá lúthersku kirkjunnar í þorpinu Madisi. Sinntu þar almennum heilsugæslustörfum. Voru utan þess svæðis þar sem Þró- unarsamvinnustofnun Íslands hefur helst látið til sín taka. Það er í Mon- key Bay, þar sem Íslendingar hafa m.a. reist sjúkrahús sem þjónar íbú- um svæðisins. Sjö verkefni í Mið-Afríkulýðveldinu Í Mið-Afríkulýðveldinu starfrækja Læknar án landamæra alls sjö verk- efni með samtals 75 alþjóðlegum starfsmönnum og tæplega 1.300 úr hópi innfæddra. Sinnt er bæði al- mennri sem sérhæfðri heilbrigð- isþjónustu. Og viðfangsefnin vantar ekki. Tölur yfir ungbarna- og mæðra- dauða í landinu eru með því hæsta sem þekkist í heiminum og fara þess- ar tölur í mörgum tilfellum langt yfir svokallaðan neyðarþröskuld sem oft er rætt um, að sögn Gunnhildar. Meðalaldur fólks í landinu er aðeins um 48 ár og aðeins örfá lönd eru neð- ar á listanum. „Þeir sjúkdómar sem helst draga fólk til dauða þarna eru, eins sorg- lega og það hljómar, flestir fyr- irbyggjanlegir eða læknanlegir, hafi fólk aðgang að sæmilegri heilbrigð- isþjónustu. Læknar án landamæra einbeita sér því að því að meðhöndla og fyrirbyggja malaríu, niðurgangs- sjúkdóma og loftvegssýkingar og tryggja að sem flestir hafi aðgang að grunnbólusetningum. Einnig er lögð áhersla á þjónustu við HIV- og berklasmitaða sjúklinga og varnir gegn þeim sjúkdómum. Aðstoð við konur á meðgöngu og í fæðingu er einnig stór hluti af okkar vinnu.“ Uppreisn og átök Samtökin Læknar án landamæra voru stofnuð í París árið 1971 af frönskum læknum sem höfðu unnið fyrir Rauða krossinn í Biafrastr- íðinu. Hugsjón þeirra var að stofna samtök sem stjórnuðust eingöngu af þörfum bágstaddra, án pólitískra áhrifa. Þetta hefur verið leiðarljósið æ síðan og í dag reka Læknar án landamæra um 400 verkefni í 68 löndum. Undir merkjum samtak- anna starfa um 2.500 manns; læknar, hjúkrunarfræðingar, verkfræðingar, viðskiptafræðingar, sálfræðingar og fleiri – auk 25.000 starfsmanna sem eru ráðnir í sínum heimalöndum. Rétt fyrir jól upphófust átök í Mið- Afríkulýðveldinu milli uppreisnar- manna og herliðs forsetans. Upp- reisnarmennirnir hafa það að mark- miði að koma forsetanum frá völdum og taka þar með stjórn landsins í sín- ar hendur. Herlið frá Kongó og Tsjad kom til landsins til að aðstoða mið-afríska herinn í baráttunni gegn uppreisnarliðinu. Nú er vopnalé í landinu en framhaldið óljóst. Átökin hafa leitt til þess að þúsundir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og leita skjóls inni í skógum, án húsa- skjóls, öruggs drykkjarvatns og fjarri allri heilbrigðisþjónustu. Eru í raun flóttamenn í eigin landi. Yfirmaður í apóteki „Nokkur tonn af lyfjum hafa verið flutt til landsins til þess að dreifa til heilbrigðisstofnana sem enn eru starfandi. Heilbrigðisstarfsfólk er auðvitað meðal þeirra sem hafa flúið átökin og því ekki sjálfgefið að ein- hver sé til að reka þá takmörkuðu þjónustu sem enn er í landinu,“ segir Gunnhildur sem starfaði á sjúkra- húsi í bænum Boguila, sem er í norð- vesturhluta landsins. Sjúkrahúsið hafa Læknar án landamæra rekið sl. sex ár, en þar eru 115 rúm á 6 deild- um: það er lyfjadeild, skurðdeild, barnadeild, gjörgæsla, fæðing- ardeild ásamt berkla- og HIV-deild. Heilsugæslan sem rekin er á sama stað tekur við allt að 70 sjúklingum daglega. „Þarna var ég yfirmaður apóteks- ins sem sá sjúkrahúsi og heilsugæslu fyrir lyfjum, ásamt því að við dreifð- um lyfjum heilsugæslunnar á svæð- inu. Verkefni mín fólust aðallega í birgðastjórnun og að fyrirbyggja þjófnað á lyfjum.“ ðarþröskuldinn Mið-Afríkulýðveldið Tungumál: Sangó (opinbert), franska, og ýmis frumbyggjamál Höfuðborg: Bangví Forseti: François Bozizé Forsætisráðherra: Elie Doté Flatarmál: 622.984 km² Mannfjöldi: 3.683.538 (2003) Þjóðarlén: .cf Bangví Tsjad Súdan Lýðveldið Kongó Kamerún V-Kongó Angóla Namibía Tansanía Líbýa Níger Nígera Alsír Egyptaland Sádí- Arabía Eþíópía Kenía Sambía Mósamb. MadagaskarBotsv. Simb. S-Afríka Fólk sem starfar á vegum Lækna án landamæra er ráðið til þriggja, sex, níu eða tólf mánaða í senn. Segist Gunnhildur nú í biðstöðu eftir næsta verkefni. „Eftir því hefur verið leitað að ég fari aftur út og sinni þá neyðar- aðstoð í höfuðborginni Bangui. Skjótt skipast þó veður í lofti í þessum störfum og gæti allt eins verið að ég færi eitthvað allt annað. Það verður spennandi að sjá. Og lífssýn manns breytist í svona verkefnum. Maður verður að átta sig á raunheiminum. Gæta þess að bera aðstæðurnar ekki saman við þann veruleika sem maður þekkir heima á örugga Íslandi. Sú neyð og öm- urleiki sem er áberandi í þessum löndum er áminning um ástæð- una fyrir starfinu. Við erum þarna til að bæta aðstæður fólks sem ekki býr við sömu lífsgæði og við. Íslendingar vita ekki hvað þeir búa í góðu samfélagi og hafa það í raun gott,“ segir Gunnhildur. Áminning um ástæðu starfsins AFTUR TIL STARFA Í AFRÍKU Hjálp Læknar án landamæra eru sendir til starfa um allan heim. eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. F ÍT O N / S ÍA Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar

x

Morgunblaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
110
Assigiiaat ilaat:
55339
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
3
Saqqummersinneqarpoq:
1913-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Saqqummerfia:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-Massakkut)
Haraldur Johannessen (2009-Massakkut)
Saqqummersitsisoq:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-Massakkut)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsori:
Ilassut:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 19. tölublað (24.01.2013)
https://timarit.is/issue/370843

Link til denne side: 17
https://timarit.is/page/6038534

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

19. tölublað (24.01.2013)

Iliuutsit: