Morgunblaðið - 28.03.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.03.2013, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 Tap íslensku bank- anna á inngripum breskra yfirvalda 8. október 2008 með beitingu hryðjuverka- lagana er áætlað sam- tals 237 milljarðar. Breska ríkið sendi herskip á Íslandsmið í þorskastríðinu, þeir ætluðu að brjóta á bak aftur Íslendinga. Fyrsta og eina skiptið sem NATO- ríki hefur sent her til að þvinga fram vilja sinn við annað NATO- ríki, það mistókst eins og kunnugt er. Breska fjármálaráðneytið gaf út tilskipum hinn 8. október 2008 sem frysti eignir og lausafé ís- lensku bankana í London og tengt fé íslenska ríkisins sem kynni að vera í breskum bönkum. Breska þingið staðfesti svo frystinguna nokkrum dögum seinna. Í gögnum á vef breska þingsins er litið svo á að umrædda heimild sé almennt ekki hægt að nota á móti öðru ríki nema Bretar séu í stríði við það eða ríkið sé á lista öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem vand- ræðaþjóð. Hvorugt átti við þegar þessi þvingun var sett á. Bretar afléttu þessari þvingun svo um mitt ár 2009, þegar þeir töldu sig hafa fengið hagsmuni sína vernd- aða í „Svavars“ samningum við Ís- lendinga. Rétt er að taka það fram að nefnd á vegum breska þings gerði alvarlega at- hugasemd við þessa framkvæmd. Hinn 8. október 2008, lokuðu Bretar tveimur íslenskum bönkum í London Heritable Bank í eigu Landsbanka og Sin- ger & Friedlander í eigu Kaupþings. Var þetta gert sama dag og Bresk stjórnvöld kynntu GBP 250 milljarða lausafjár- aðstoð við alla aðra breska banka, voru HB og SF einu bresku bank- arnir sem fengu ekki aðstoð stjórnvalda og þeir einu sem voru settir á hausinn þó að þeir ættu fyrir skuldum. Nú næstum 5 árum síðar er uppgjöri að vera lokið á þessum bönkum, 100% greiddust upp í forgangsskuldir og um 90% upp í almennar skuldir, það þrátt fyrir mjög dýran slitaferil og brunaútsölu á sumum eignum. Bankarnir voru sem sagt góðir fyrir skuldum sínum. Tap Landsbankans var um 102 milljarðar og tap Kaupþings var um 125 milljarðar. Hollendingar í samstarfi við Breta hjálpuðu svo til og stóðu fyrir því að Ísland fengi ekki hjálp hjá Alþjóðabankanum, IMF. Mjög mikið samráð var á milli Breta og Hollendinga um að eiga við Ís- lendinga og komu sendimenn þeirra oft saman hingað til að eiga við íslensk stjórnvöld. Bresk stjórnvöld voru í mjög vondum málum hinn 8. október 2008, Gordon Brown forsætisráð- herra var gagnrýndur harkalega fyrir að vera ekki nægilega harður við Íslendinga. Brown þurfti að svara þann sama dag fyrir hvernig bresk sveitarfélög sem höfðu inn- eignir í Icesave ættu að borga laun þegar allt lausaféð væri fast í Icesave. Brown og Darling fjár- málaráðherra ákváðu að sparka fast í Íslendinga, loka þeim tveim bresku bönkum sem voru í ís- lenskri eigu og gera samning við Hollendinga sem fæli í sér að hol- lenski bankinn ING fengi á silf- urbakka alla 531.000 viðskiptavini íslensku bankanna, þetta var gjöf milli vina að upphæð um 400 millj- ónir punda eða um 70 milljarðar íslenskra króna sem hollenski ING bankinn fékk fyrir 1 milljarð ISK greiðslu. Á þessum tíma var ING með um 1 milljón við- skiptavina sem hafði tekið þá mörg ár að ná í við mikinn til- kostnað. ING veitti ekki af þessum við- skiptum og hagnaði frá breska ríkinu, nokkrum dögum síðar þurfti ING að fá 10 milljarða neyðarlán frá hollenska ríkinu. Hollensk yfirvöld voru líka mjög neikvæð í garð íslenskra aðila, útibú Landsbankans í Hollandi var sett í gjaldþrot og fjárhag þess rústað. Áhugaverð staða er komin upp núna, þrotabú Landsbankans er búið að greiða Bretum og Hol- lendingum fyrstu Icesave- greiðsluna í ISK (íslenskum gjald- eyri) eða um 10 milljarða, þær heimildir sem ég hef eru að þessar krónur liggi enn hér í íslenskum banka. Þrotabú Landsbankans áformar að borga samtals út af Icesave yfir 40 milljarða í ISK. Ástæða þess að þrotabúið greiðir í ISK er einfaldlega sú að þeir eiga eignir í ISK og eru að nota þær til að greiða kröfuhöfum hlutfalls- lega. Eins og málin standa þá er eina leið Breta og Hollendinga til að fá þessa ISK til sín í sinni eigin mynt að fara í gjaldeyrisuppboð Seðlabanka íslands, myndu þeir þurfa að taka á sig um 40% afföll. Þrotabú Landsbanks á eftir að greiða Bretum og Hollendingum 670 milljarða, þar af munu um 40 milljarðar verða borgaðir í ISK. Sanngjarnt væri að borga þessar eftirstöðvar 670 milljarða í ISK. Væri það gert, myndi það leiða til um 40% affalla, þýddi það í reynd 268 milljarða lækkun á ISK kröfu Breta og Hollendinga. Væri það sanngjörn niðurstaða í ljósi þess tjóns sem þeir aðilar hafa valdið þrotabúinu. Hægt væri að koma þessu í kring annaðhvort með því að setja skilaskyldu á gjaldeyri á þrotabú Landsbankans sem þar með yrði að greiða eftirstöðvar Icesave- kröfunnar í ISK eða með því að Tryggingarsjóður innstæðueig- enda og fjárfesta tæki að sér að borga eftirstöðvar Icesave í ISK og innleysa til sín kröfu Breta og Hollendinga. Bretar og Hollend- ingar geta svo farið í biðröðina í Seðlabanka Íslands og keypt gjaldeyri á uppboði eins og aðrir. Hvernig væri að íslensk stjórn- völd gengju fram með hörku til að gæta hagsmuna Íslands? Snjóhengjan og bresku hryðjuverkalögin Eftir Holberg Másson » Tap íslensku bank- anna á inngripum breskra yfirvalda 8. október 2008 með beit- ingu hryðjuverkalagana er áætlað samtals 237 milljarðar. Holberg Másson Höfundur er framkvæmdastjóri. Listi yfir eignir Kaupþings og Landsbanka í UK og NL (Tölur í milljónum EURO og milljörðum ISK) Landsbanki Icesave UK+NL 6.900 343.306 34.155 Heritable Bank UK 1.273 26.000 300 48.000 6.302 Kaupþing EDGE UK 2.875 160.000 14.231 Singer &Friedlander UK 3.235 2.070 575 94.875 16.013 Samtals 14.283 531.376 875 142.875 70.701 213.576 Eig nir í M EU RO Fjö ldi við sk ipt av ina Eig ið fé ba nk an a Eig ið fé ba nk an a í ISK Ve rð mæ ti v ið- sk ipt av ina ISK He ild ar tap ma . IS K Ágætu aðildarsinnar. Mörgum ykkar er þessi misserin tíðrætt um lýðræðið. Það sé lýð- ræðislegt að leyfa landsmönnum að sjá samning við ESB áður en kosið verði um hvort Ísland gangi í ESB eða ekki. Það er í sjálfu sér merkilegt og gæti verið efni í sérstakan pistil því ekki höfðuð þið hátt um lýðræðið þegar ákveðið var að hefja aðild- arviðræður án umboðs þjóðarinnar í júlí 2009. Ein helsta gulrót ykkar aðildar- sinna á þá sem efins eru þessa dag- ana er að við þurfum að sjá samning- inn (án þess að geta um að aðlögun fari fram á sama tíma), við munum fá svo góðan samning og miklar und- anþágur. Helst má stundum skilja að við þurfum einungis að taka upp þær reglur og gefa eftir það sem okkur langar og haga öllu öðru eftir því sem okkur hentar hverju sinni. Eftir að fjárhagserfiðleikarnir hófust í ESB hefur einhverra hluta vegna farið minna fyrir staðhæfingum um stöð- ugleika og óbrigðulleika sambandsins og hvernig ekkert hrun hefði hér orð- ið hefðum við verið hluti af því, en meira talað um að nauð- synlegt sé að kíkja í pakkann. Það er hins vegar önnur saga. Ég gæti bent á at- huganir sem sýna svart á hvítu að Ísland fær engar varanlegar und- anþágur heldur gæti það mögulega fengið tímabundnar sérlausnir sem Evrópusambandið gæti afnumið hvenær sem er, Finnland sem þarf að sækja um til sambandsins á 5 ára fresti að fá að greiða úr eigin ríkissjóði stuðning til harðbýlla svæða og fleira í þeim dúr. Ég gæti skrifað langa grein um vand- ræði þau sem við blasa í ESB og þá sérstaklega á evrusvæðinu, ásamt því að ég gæti bent á, fyrir utan þessi vandræði evrunnar, að upptaka henn- ar er engin lausn við hagstjórn- arvanda Íslands þar sem hagstjórnin þarf að vera komin í lag áður en mögulegt er að taka upp evru. Jafn- framt gæti ég bent á að aðild að ESB hefði engu breytt um bankahrunið hér á landi eins og sést vel á Kýpur þessa dagana, afar ólíklegt er að mat- vælaverð lækki við inngöngu og að samningaviðræðurnar svokölluðu eru aðlögunarviðræður en ekki aðildar- viðræður. Ég ætla hins vegar ekki að gera það en í staðinn spyrja einfaldrar spurningar: Af hverju ættum við að þurfa undanþágur og sérlausnir ef ESB hentar okkur svona vel? Hefur einhver velt því fyrir sér? Eru þeir aðildarsinnar sem halda því statt og stöðugt fram að við þurfum nauðsyn- lega að „kíkja í pakkann“ og sjá hvað er í boði, ekki með því að segja að ESB henti okkur alls ekki? Því hvers vegna ættum við annars að þurfa að sjá hvaða undanþágur eru í boði frá Evrópusambandinu? Það er annað sem ég velti fyrir mér varðandi þenn- an samning og undanþágurnar allar, en það er hvaða rök ættu eiginlega að vera fyrir því að Ísland fengi ein- hverjar undanþágur sem öðrum að- ildarríkjum bjóðast ekki. Mig langar að biðja ykkur aðildarsinnar að líta á málið ekki út frá Íslandi heldur út frá aðildarríkjum ESB. Þessi ríki hafa gengist undir allar reglur og lög ESB án þess að fá varanlegar undanþágur. Ætti þessum ríkjum að finnast sann- gjarnt og sætta sig við að Ísland fengi einhvern allt annan pakka en þau fengu? Ef eitthvert ríki myndi sækja um að verða hluti af Íslandi, fyndist okkur ekki eðlilegt að það ríki tæki þá upp öll lög og reglur Íslands frekar en að það fengi einhverjar undan- þágur sem íslenska ríkinu byðust ekki? Staðreyndin er nefnilega óhjá- kvæmilega sú að það eru engar var- anlegar undanþágur í boði og það er enginn pakki í boði. Það sem er í boði er ESB, óinnpakkað og nákvæmlega eins og það kemur fyrir. Það er því al- ger óþarfi að halda þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort halda eigi aðild- arviðræðum áfram. Það er aðeins ein spurning sem þarf að spyrja og hún er þessi: Vilt þú að Ísland verði hluti af ESB, með öllu sem fylgir? Bréf til aðildarsinna Eftir Sigríði Ólafsdóttur » Af hverju ættum við að þurfa und- anþágur og sérlausnir ef ESB hentar okkur svona vel? Sigríður Ólafsdóttir Höfundur er sauðfjárbóndi. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá .... Hafðu samband –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 8. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Brúðkaupsblaðið Föstudaginn 12. apríl kemur út Brúðkaupsblað Morgunblaðsins Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun og hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir verða meðal efnis í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.