Morgunblaðið - 28.03.2013, Síða 31

Morgunblaðið - 28.03.2013, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2013 ✝ Haukur Steins-son fæddist í Reykjavík 27. sept- ember 1933. Hann lést á heimili sínu 16. mars 2013. Foreldrar hans voru Jóhann Torfi Steinsson frá Hvammi í Dýra- firði, vélstjóri í Reykjavík, f. 6. júní 1887, d. 11. nóv. 1966 og k.h. Esther Judith Steinsson, f. Lovstedt, frá Borg- undarhólmi, húsfreyja í Reykja- vík, f. 23. júní 1898, d. 24. apríl 1972. Hálfsystir Hauks frá fyrra hjónabandi Jóhanns með Ólafíu Hólm Ólafsdóttur er Ólafía Jó- hannsdóttir, f. 1. mars 1915, d. 20. sept. 1998. Alsystkini eru Örn Steinsson, f. 26. maí 1921, d. 1. mars 2009, Inger Steinsson, f. 8. apríl 1924, d. 25. apríl 1936, Steinar Steinsson, f. 14. okt. 1926, Aage Steinsson, f. 14. okt. f. 22. des. 1999, c) Anna Sjöfn Ár- sælsdóttir, f. 2. des. 2003. 2) Hanna Lára, f. 27. des. 1964, MA, MS í félagsráðgjöf frá HÍ, búsett í Reykjavík. Fyrrverandi maki: Þorsteinn Kristmannsson, f. 25. feb. 1963, flugstjóri. Börn þeirra: a) Haukur Þorsteinsson, f. 23. jan. 1997, b) Kristmann Þorsteinsson, f. 27. maí 1999. 3) Kristján Jóhann, f. 2. mars 1973, flugþjónn. Haukur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1953 og prófi í tannlækn- ingum (Cand.odont.) frá Georg- August-Universität í Göttingen, Þýskalandi, sumarið 1959. Hann starfaði fyrst sem aðstoðart- annlæknir í Kaupmannahöfn frá júlí 1959 til des. 1960 og hjá Gunnari Þormar í Reykjavík frá des. 1960 til des. 1962. Hann rak eigin tannlæknastofu í Reykja- vík frá des. 1962, sinnti jafn- framt tannlæknaþjónustu við heilsugæslustöðina í Búðardal 1979-89 og var einnig skólatann- læknir í Hagaskóla 1987-94. Útför Hauks hefur farið fram í kyrrþey. 1926, Helgi Steins- son, f. 27. des. 1928, d. 4. ágúst 2000, Harry, f. 27. sept. 1933, d. 17. jan. 2003. Haukur kvæntist 26. apríl 1958 Önnu Kristjánsdóttur, f. 22. maí 1934, hús- freyju í Reykjavík, stúdent frá MR 1954. For.: Kristján Guðlaugsson, hæstarétt- arlögmaður í Reykjavík, f. 9. sept. 1906, d. 12. nóv. 1982 og k.h. Bergþóra Brynjúlfsdóttir, húsfreyja, f. 11. apríl 1908, d. 8. mars 1987. Börn þeirra eru: 1) Katla, f. 7. nóv. 1960, BS í við- skiptafræði frá HÍ, búsett á Eg- ilsstöðum. Maki: Ársæll Þor- steinsson, f. 15. des. 1960, vélaverkfræðingur, starfar hjá Mannviti. Börn þeirra: a) Sunna Björk Ársælsdóttir, f., d. 5. júní 1997, b) Andri Snær Ársælsson, Mig langar til að skrifa nokkur orð um ástkæran föður minn. Hann var einstakur maður. Það sem var einkennandi við hann var einkum ótrúleg hógværð og hann fann til með þeim sem minna mega sín. Hann starfaði við tann- lækningar fram á síðasta dag og ekki var gróðahyggju fyrir að fara hjá honum. Sjálf fór ég að vinna hjá honum sem „klínikdama“ þegar ég var 11 ára gömul og gerði það í mörg ár með námi. Í nokkur ár sinnti hann Búðardal og þar vorum við feðgin saman í nokkur skipti. Einnig var hann eitt sumar á Seyðisfirði og svo á Vopnafirði. Þá var hann um tíma skólatannlæknir í Hagaskóla fyrir utan að vera ætíð með sína eigin stofu að Þingholtsstræti 23. Hann fékk stundum beiðni frá félagsmálayfirvöldum um að sinna þeim sem þurftu á tannviðgerðum að halda. Ég held að hann hafi aldrei rukkað Tryggingastofnun um þessa þjónustu. Pabbi var sannkallaður dellu- kall. Fyrsta dellan sem ég man eftir var gróðurhúsið í garðinum á Skildinganesinu. Hann byggði það og rósarækt var hans aðaláhug- mál í nokkur ár. Þá tók brauð- gerðin við. Það urðu auðvitað að vera fullkomin brauð. Þegar hann var búinn að fá nóg af því þá var það kökubaksturinn sem hann er frægur fyrir. Það dugði ekkert annað en að baka frægar þýskar tertur sem maður kaupir á fínustu kaffihúsum í Þýskalandi, þar sem lærði tannlækningar. Fyrir nokkrum árum fóru for- eldrar mínir til Póllands og þá sat pabbi vikum saman við tölvuna með stór heyrnartól að læra pólsku svo hann gæti talað við leigubílstjórana. Og ekki má gleyma að hann var snillingur í að finna út hótel og ferðir. Í hvert sinn sem ég fór á ráðstefnur í útlöndum þá sá hann um að panta flug og hótel og var jafnvel búinn að finna út úr lest- arferðum, strætóferðum og veit- ingastöðum. Stundum þegar ég mætti á hótel beið eftir mér ávaxtakarfa og kampavín. Ég vann lengi sem flugfreyja í gamla daga og eitt sinn var pabbi á ráðstefnu í New York og við rölt- um um borgina á Valentínusar- deginum og hann keypti handa mér fallegt hálsmen með stórum krossi. Svo borðuðum við á veit- ingastaðnum „Windows of the world“ sem var í öðrum turninum sem féll og það voru teknar mynd- ir af okkur sem ég geymi í albúmi. Minningarnar eru endalausar. Hann var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda, en ætlaðist aldr- ei til neins af neinum fyrir sjálfan sig. Annað sem var ótrúlegur mannkostur við hann var að það var gott að sitja í þögn með hon- um. Svo var hin hliðin á honum að hann var ákaflega fróður, fylgdist vel með öllu og samræður við hann voru ótrúlega skemmtilegar. Við vorum ekki alltaf sammála, en það skipti engu máli. Við skildum hvort annað og gerðum oft grín hvort að skoðunum annars. Þó að faðir minn hafi yfirgefið þennan heim mjög snögglega þá vissi hann hvað var í vændum, þó hann hafi aldrei verið á spítala, og þetta var það sem hann vildi, að deyja í svefni heima hjá sér. Hanna Lára Steinsson. Skólavörðuholtið er einn af merkilegustu stöðum Reykjavík- ur. Þar stóð Skólavarðan forðum og þar er Leifsstyttan sem Am- eríkumenn gáfu þjóðinni til minn- ingar um landafundina. Undir holtinu eru fallegar götur og skjól- sæl hverfi. Í lok kreppunnar og í heimsstyrjöldinni síðari ólust þarna upp nokkur ungmenni sem síðan hafa átt langa samleið. Eitt þeirra var Haukur Steinsson. Hann kom ásamt öðrum pilti aust- an úr holtinu úr götunum, sem kenndar voru við landafunda- mennina þá Leif og Þorfinn. Ég kom hins vegar úr því neðanverðu, úr brekkunni ofan við Vatnsmýr- ina þar sem Bríems-fjósið stóð forðum. Við Haukur sáumst fyrst í þeim skóla,sem kallaður hefur verið Gaggó-Vest en síðan urðum við samferða í gegnum mennta- skóla. Frá því hefur leiðir okkar sjaldan skilið langar stundir. Það er því margs að minnast og langt má rekja gengna slóð. Mennta- skólaárin eru minnisstæðust. Þó liðin séu nær 60 ár frá því að við yfirgáfum þá öldnu stofnun er það með ólíkindum hve sterk endur- minningin er frá þessum árum, þar voru bundin þau vináttubönd, sem svo lengi hafa haldið. Þar fann Haukur sinn lífsförunaut, hana Önnu. Hún var ein þeirra sem ólust upp þarna í skjóli af holtinu þar sem varða skólapilta stóð. Þeirra leiðir hefur ekki skilið síðan. Fyrir nær hálfri öld tókum við upp þann sið að frumkvæði Hauks og annars æskufélaga af þessum sömu slóðum að hittast á hverjum föstudegi um hádegisbil. Þar bárum við saman bækur okk- ar, krufðum vandamál líðandi stundar og skiptumst á gaman- málum. Árshátíð þessarar sam- komu var jafnan skötuveisla á Þorláksmessu að vestfirskum sið en þangað átti Haukur ættir að rekja. Eins og að líkum lætur hafa margir félagar átt erindi um stund að þessu borði og á síðustu árum hefur fastagestum þar fjölgað. Það liggur því í augum uppi að þar hafa mörg ráð verið ráðin og bjartar hliðar mannlífsins verið upplýstar með tilheyrandi sálar- bata. Nú er höggvið stórt skarð í þennan hóp, svo stórt að hann mun ekki samur verða. Þá eru minningar um heimsóknir á tann- læknastofuna í Þingholtsstrætinu margar á svo löngum tíma. Þær eru hvorki tengdar sársauka né háum reikningum heldur ánægju og gleði. Gjarnan var skráning- unni hagað þannig að tveir eða fleiri nánir vinir áttu samliggjandi tíma þannig að úr varð samveru- stund. Skammt er að minnast slíkra og fleiri voru fyrirhugaðar á næstunni. Þannig er þó stilltur tímans gangur að þær verða ekki fleiri. Haukur var íhaldssamur maður í besta skilningi þess orðs, hreinskiptinn, ærlegur og hjálp- samur, frábitinn hvers kyns hé- góma. Nú þegar hann hefur dreg- ið hæla sína úr jörðu og brotið saman sitt ferðatjald standa eftir hjá okkur minningar um góðan dreng og kæran vin. Við skóla- félagar og æskuvinir Hauks send- um Önnu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðj- ur á þessari erfiðu stund. Gunnar Jónsson. Haukur Steinsson, f. 27. sept. 1933, er látinn tæplega áttræður að aldri. Andlát hans kom okkur vinum hans mjög á óvart, því dag- inn áður höfðum við nokkrir vinir hans drukkið eftirmiðdagskaffi saman og var ekki að sjá að nokk- uð amaði að Hauki. Það eru rúm- lega 50 ár síðan ég veitti Hauki at- hygli. Hann var hár vexti, þrekinn og dökkur yfirlitum. Ég er alinn upp á Sóleyjargötu 33, en í sama húsi bjó einnig Kristján Guðlaugs- son hrl. ásamt eiginkonu sinni Bergþóru, og börnunum Önnu og Grétari. Komst ég fljótt að því að það var heimasætan Anna, sem hafði þetta aðdráttarafl á Hauk, og gengu þau í hjónaband í apríl 1958. Svo vildi til, að Haukur og ég héldum báðir til útlanda til náms í tannlækningum að stúdentsprófi loknu, Haukur til Þýskalands og undirritaður til Norðurlanda. Haukur starfaði í 2 ár að námi loknu sem aðstoðartannlæknir í Kaupmannahöfn, en hélt síðan heim og starfaði með undirrituð- um áður en hann setti upp eigin tannlæknastofu. Haukur var þægilegur maður að umgangast og vegnaði vel í sínu starfi. Á þess- um árum tókum við upp þann sið að skreppa á kaffistofu á næsta horni ef hlé varð á vinnunni til að fá okkur hressingu og spjalla um heima og geima. Síðar meir, þegar meiri fjarlægð varð á milli vinnu- stofa okkar, hittumst við einu sinni í viku, og í síðasta sinn dag- inn áður en Haukur lést. Haukur sinnti vel faglegri endurmenntun og fór þá oftast til Bandaríkjanna. Oftar en ekki vorum við samferða á þessi þing og lentum þá í ýmsum ævintýrum. Haukur var sérfræð- ingur í að skipuleggja slíkar ferð- ir. Hann bókaði okkur á góð hótel, þar sem vel útilátinn bandarískur morgunverður var innifalinn í gistingunni, og þetta kunnum við báðir vel að meta. Haukur var ekki mjög mannblendinn, og kunni best við sig í fámennum hópi vina sem hann gjarnan hafði haldið tryggð við frá námsárum sínum. Hauki var margt til lista lagt og hann var vandvirkur tann- læknir. Á námsárunum vann hann sér inn aukapeninga með því að leika á píanó á veitingahúsum. Og ef eitthvað þurfti að lagfæra í húsi hans, dró hann fram vinnugallann og lét hendur standa fram úr erm- um. Að lokum vil ég þakka Hauki fyrir langa og trygga vináttu. Gunnar Þormar. Með söknuði og trega kveð ég æskuvin minn, Hauk Steinsson. Ótal minningar hrannast upp. Stutt var á milli Þorfinnsgötunnar þar sem Haukur bjó og Leifsgöt- unnar þar sem ég var. Öðru hvoru safnaðist krakkahópurinn í götun- um saman og tók þátt í stærri leikjum á götunni og í aðliggjandi görðum. Þar kynntist ég Hauki fyrst sem kappsömum en sann- gjörnum leikfélaga og síðar skóla- félaga í Austurbæjarskóla. Í fyllingu tímans tók svo við Gagnfræðaskóli Vesturbæjar og að lokum Menntaskólinn í Reykja- vík þar sem félagslífið togaði í okkur. Þar tók Haukur m.a. að sér að vera leiksviðsstjóri fyrir sýn- ingar á Herranótt, ábyrgðarmikið starf sem krafðist nákvæmni og skipulagningar. Einnig var hann eftirsóttur píanóleikari á hvers konar gleðistundu. Fyrir stúd- entspróf tókum við Haukur á hon- um stóra okkar og lásum fyrir það með sameiginlegu átaki. Slíka at- rennu gerðum við að latínunni að okkur þótti í lokin sem hún fyllti út í öll vit okkar. Eftir stúdentspróf skildi leiðir þótt tengslin rofnuðu ekki. Haukur hafði af fyrirhyggju skipulagt nám í tannlækningum í Göttingen í Þýskalandi og lauk því árið 1959. Undir lok námsins kvæntist Haukur henni Önnu sinni. Bjuggu þau fyrst í Göttingen en stofnuðu síðar heimili í Danmörku þar sem Haukur fékk sitt fyrsta starf. Eft- ir að þau fluttu heim reistu þau sér glæsilegt einbýlishús í Skerjafirð- inum yfir stækkandi fjölskyldu. Haukur var handlaginn með af- brigðum og kom það sér vel við byggingu og viðhald hússins. Fljótlega eftir að Haukur kom heim setti hann á stofn eigin tann- læknastofu í Reykjavík. Hann var farsæll í starfi og vinsæll meðal sjúklinga sinna. Vandvirkni hans var viðbrugðið. Það sem Haukur hafði gert hélt í áratugi. Vinnan var honum mikilvæg, hún gaf hon- um mikla lífsfyllingu og var far- vegur fyrir færni hans og hæfi- leika. Honum þótti einnig mikilvægt að kynna sér nýjungar á sviði tannlækninga og fór ófáar námsferðir til útlanda í þeim til- gangi. Eftir venjulegan eftir- launaaldur hélt hann áfram að vinna en með skertu starfshlut- falli, slakaði í engu á kröfum til sjálfs sín og hélt fullri reisn. Reyndar hafði hann ákveðið að hætta störfum síðar á árinu enda þótt einhver sjúklinga hans hefði hótað að elta hann heim í bílskúr til að fá áfram þjónustu hjá hon- um. Í mörg ár höfum við Haukur ásamt fleiri skólabræðrum og fé- lögum haft ánægju af því að hitt- ast reglulega yfir kaffibolla til að rifja upp liðnar stundir og kryfja þjóðmálin. Ekki má heldur gleyma árlegum skötuveislum sem Haukur beitti sér fyrir meðal félaganna. Og endrum og sinnum lögðum við leið okkar á æsku- stöðvarnar til að gæla við fortíð- arþrána eða gengum um Þingholt- in þar sem tannlæknastofa Hauks var staðsett og rifjuðum upp sögu- slóðir. Eftir langa samleið er erfitt að finna viðeigandi orð á kveðju- stund. Ef til vill hæfir best sú kveðja sem við notuðum oftast í okkar samskiptum – Auf Wied- ersehen, gamli vin, og takk fyrir allt. Fjöskyldu Hauks, eiginkonu hans Önnu, börnum þeirra og barnabörnum sendum við Renata innilegustu samúðarkveðjur. Þórir Einarsson. Haukur Steinsson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, JAKOB ÞÓR JÓNSSON, Kobbi á Klifi, húsgagna, húsa- og módelsmiður, frá Patreksfirði, lést fimmtudaginn 21. mars. Hann verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 5. apríl kl. 13.00. Kristján Arnar Jakobsson, Þórhildur Ída Þórarinsdóttir, Guðmundur Páll Jakobsson, Maríanna Hugrún Helgadóttir, Jóhannes Þór Jakobsson, María Vilborg Guðbergsdóttir, Viktor Jóhannes Rolzitto, James Albert Rolzitto, Donna Lee Rolzitto, Jeannie Brown, Ken Brown, Eugene Durham og barnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR R. ÁSMUNDSSON trésmíðameistari, lést umvafinn fjölskyldunni á heimili sínu, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, laugardaginn 23. mars. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 11. apríl kl. 15.00. Elísabet Guðrún Brynjólfsdóttir, Jóhannes Reynisson, Ásdís Runólfsdóttir, Rannveig Ása Reynisdóttir, Svanberg Sigurgeirsson, Þórarinn Gunnar Reynisson, Kristín Sigríður Reynisdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, mamma, tengda- mamma, amma og langamma, INGA MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, áður Hvammsgötu 16, Vogum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu- daginn 21. mars. Útför hennar fer fram frá Kálfatjarnarkirkju miðvikudaginn 3. apríl kl. 15.00. Jón I. Herjólfsson, Herjólfur H. Jónsson, Kristín Árnadóttir, Þóra Rut Jónsdóttir, Guðmundur Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA ÞÓRÐARDÓTTIR, Bogahlíð 9, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk fimmtudaginn 21. mars. Útförin hefur farið fram. Þökkum samúð og vinarhug. Gerða Björg Kristmundsdóttir, Ómar H. Kristmundsson, Steingerður Sigurbjörnsdóttir, Hrafnhildur Ómarsdóttir, Helga Ómarsdóttir, Jóhannes Ómarsson, Elísabet Eva Valdimarsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og bróðir, SIGURÐUR KONRÁÐ HAUKSSON, Hálsaseli 11, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 24. mars. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 5. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Björk Helgadóttir, Arna Björk Sigurðardóttir, Aron Morthens, Magnús Haukur Sigurðarson, Þorsteinn Hauksson, Hrafnhildur Hauksdóttir, Vala Hauksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.