Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Styrkjum starfsemi Krabbameins- félagsins Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Út á lífið í bleikum bíl! Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! Fyrsta skóflustunga að viðbygg- ingu nýrra íþróttamannvirkja í Grindavík var tekin í vikunni. Lægstbjóðandi var Grindin ehf. en tilboðið hljóðaði upp á rúmar 596 milljónir króna eða 94,6% af kostnaðaráætlun Nemendur í 1.-3. bekk Grunn- skóla Grindavíkur fengu það hlut- verk að taka fyrstu skóflustunguna í sameiningu á lóðinni þar sem fyrsti áfangi mun rísa. Fram- kvæmdir hefjast strax í næstu viku. Þetta er fyrsti áfangi í framtíðar- uppbyggingu á íþróttasvæði Grindavíkur. Í þessum áfanga verð- ur að finna aðstöðu sem tengir sam- an nokkrar núverandi byggingar og verður miðstöð bygginganna. „Með endurskipulagningu og ný- byggingum á íþróttasvæði Grinda- víkur er áætlað að bæta verulega aðstöðu til íþróttaiðkunar, keppn- ishalds og félagsstarfs í Grinda- vík,“ segir í tilkynningu frá Grindavíkurbæ. Ný íþrótta- mannvirki munu rísa  Börnin tóku fyrstu skóflustunguna Skóflustungan Nemendur í 1.-3. bekk grunnskólans hófu verkið. Verslunin Bónus í Borgarnesi var oftast með lægsta verðið þegar verð- lagseftirlit ASÍ kannaði verð í lág- vöruverðsverslunum, stórmörkuð- um og klukkubúðum víðsvegar um landið mánudaginn 30. september. Hæsta verðið var oftast að finna í verslun 10/11 Laugavegi eða í meira en helmingi tilvika. Mestur verð- munur í könnuninni var 187%. Flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru fáanlegar hjá Fjarðarkaupum Hafnarfirði eða 119 af 127, Nóatún í Grafarholti átti til 118 og Krónan Akranesi og Hag- kaup Seltjarnarnesi áttu 116 vörur. Fæstar vörur voru fáanlegar hjá Samkaupum-Strax eða 81 af 127, 10/ 11 átti til 87 og Kjarval Hellu átti 89 vörur. Af þeim 127 tegundum sem skoð- aðar voru, var munur á hæsta og lægsta verði sjaldnast undir 25% og í þriðjungi tilvika var hann yfir 75%. Minnstur verðmunur var á Goða kindakæfu, sem var ódýrust á 1.693 kr./kg hjá Krónunni en dýrust á 1.840 kr./kg hjá Nettó, Samkaupum- Úrvali og Kaskó, verðmunurinn var 147 kr. eða 9%. Mestur verðmunur var á ávaxtaperu, sem var dýrust á 799 kr. hjá 10/11 en ódýrust á 278 kr. hjá Iceland sem gerir 521 kr. verð- mun eða 187%. Oftast var yfir 100% munur á hæsta og lægsta verði ávöxtum og grænmeti. Lægsta verðið í Borgarnesi Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðkönnun Yfir 100% verðmunur var oftast á ávöxtum og grænmeti.  Bónus oftast með lægsta verðið en 10/11 oftast með hæsta verðið í verðkönnun ASÍ  Mesti verðmunur var 187% Mikil mildi þykir að ekki fór verr en raun bar vitni þegar rúmlega tvítugur karl- maður kastaði sér fyrir bifreið í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Lenti annar fótur hans undir framhjóli bifreiðarinnar, en ekki var talið að hann hefði brotnað. Maðurinn var greinilega undir mikl- um áhrifum fíkniefna og talaði sam- hengislaust, þegar lögreglumenn á Suðurnesjum ræddu við hann eftir atvikið, en gat þó tjáð þeim að hann hefði borðað töluvert magn af of- skynjunarsveppum fyrr um kvöldið. Ökumaður bifreiðarinnar tjáði lögreglu á vettvangi að maðurinn hefði komið stökkvandi frá skemmti- stað, ber að ofan, og kastað sér fyrir bifreiðina, með ofangreindum afleið- ingum. Kastaði sér fyrir bíl eftir sveppaát
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.