Morgunblaðið - 05.10.2013, Síða 19

Morgunblaðið - 05.10.2013, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Styrkjum starfsemi Krabbameins- félagsins Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Út á lífið í bleikum bíl! Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! Fyrsta skóflustunga að viðbygg- ingu nýrra íþróttamannvirkja í Grindavík var tekin í vikunni. Lægstbjóðandi var Grindin ehf. en tilboðið hljóðaði upp á rúmar 596 milljónir króna eða 94,6% af kostnaðaráætlun Nemendur í 1.-3. bekk Grunn- skóla Grindavíkur fengu það hlut- verk að taka fyrstu skóflustunguna í sameiningu á lóðinni þar sem fyrsti áfangi mun rísa. Fram- kvæmdir hefjast strax í næstu viku. Þetta er fyrsti áfangi í framtíðar- uppbyggingu á íþróttasvæði Grindavíkur. Í þessum áfanga verð- ur að finna aðstöðu sem tengir sam- an nokkrar núverandi byggingar og verður miðstöð bygginganna. „Með endurskipulagningu og ný- byggingum á íþróttasvæði Grinda- víkur er áætlað að bæta verulega aðstöðu til íþróttaiðkunar, keppn- ishalds og félagsstarfs í Grinda- vík,“ segir í tilkynningu frá Grindavíkurbæ. Ný íþrótta- mannvirki munu rísa  Börnin tóku fyrstu skóflustunguna Skóflustungan Nemendur í 1.-3. bekk grunnskólans hófu verkið. Verslunin Bónus í Borgarnesi var oftast með lægsta verðið þegar verð- lagseftirlit ASÍ kannaði verð í lág- vöruverðsverslunum, stórmörkuð- um og klukkubúðum víðsvegar um landið mánudaginn 30. september. Hæsta verðið var oftast að finna í verslun 10/11 Laugavegi eða í meira en helmingi tilvika. Mestur verð- munur í könnuninni var 187%. Flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru fáanlegar hjá Fjarðarkaupum Hafnarfirði eða 119 af 127, Nóatún í Grafarholti átti til 118 og Krónan Akranesi og Hag- kaup Seltjarnarnesi áttu 116 vörur. Fæstar vörur voru fáanlegar hjá Samkaupum-Strax eða 81 af 127, 10/ 11 átti til 87 og Kjarval Hellu átti 89 vörur. Af þeim 127 tegundum sem skoð- aðar voru, var munur á hæsta og lægsta verði sjaldnast undir 25% og í þriðjungi tilvika var hann yfir 75%. Minnstur verðmunur var á Goða kindakæfu, sem var ódýrust á 1.693 kr./kg hjá Krónunni en dýrust á 1.840 kr./kg hjá Nettó, Samkaupum- Úrvali og Kaskó, verðmunurinn var 147 kr. eða 9%. Mestur verðmunur var á ávaxtaperu, sem var dýrust á 799 kr. hjá 10/11 en ódýrust á 278 kr. hjá Iceland sem gerir 521 kr. verð- mun eða 187%. Oftast var yfir 100% munur á hæsta og lægsta verði ávöxtum og grænmeti. Lægsta verðið í Borgarnesi Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðkönnun Yfir 100% verðmunur var oftast á ávöxtum og grænmeti.  Bónus oftast með lægsta verðið en 10/11 oftast með hæsta verðið í verðkönnun ASÍ  Mesti verðmunur var 187% Mikil mildi þykir að ekki fór verr en raun bar vitni þegar rúmlega tvítugur karl- maður kastaði sér fyrir bifreið í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Lenti annar fótur hans undir framhjóli bifreiðarinnar, en ekki var talið að hann hefði brotnað. Maðurinn var greinilega undir mikl- um áhrifum fíkniefna og talaði sam- hengislaust, þegar lögreglumenn á Suðurnesjum ræddu við hann eftir atvikið, en gat þó tjáð þeim að hann hefði borðað töluvert magn af of- skynjunarsveppum fyrr um kvöldið. Ökumaður bifreiðarinnar tjáði lögreglu á vettvangi að maðurinn hefði komið stökkvandi frá skemmti- stað, ber að ofan, og kastað sér fyrir bifreiðina, með ofangreindum afleið- ingum. Kastaði sér fyrir bíl eftir sveppaát

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.