Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 11
Nánari upplýsingar á rsk.is
442 1000
Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is
Skilafrestur á launamiðum og öðrum gögnum vegna framtals 2014 er til 30. janúar.
Sé skilað á rafrænu formi lengist fresturinn til 10. febrúar.
Auðlegðarskattur
Á nettóeign einhleypings umfram 75 milljónir kr. og að
150 milljónum kr. og nettóeign hjóna umfram 100 milljónir
kr. og að 200 milljónum kr. er lagður 1,5% auðlegðarskattur.
Á nettóeign umfram 150 milljónir kr. hjá einhleypingi og
200 milljónir kr. hjá hjónum er lagður 2% auðlegðarskattur.
Auðlegðarskattur er lagður á einstaklinga í síðasta sinn við
álagningu 2014. Auðlegðarskattur er ekki lagður á félög.
Fjármagnstekjuskattur
Skattur á fjármagnstekjur er 20%.
Frítekjumark vegna vaxtatekna er 100.000 kr. á mann
(verður 125.000 kr. við álagningu 2015).
Frádráttur vegna leigutekna manna af íbúðarhúsnæði
er 30% af leigutekjum.
Frítekjumark gildir ekki um arð, söluhagnað og leigutekjur
af öðru en íbúðarhúsnæði.
Gjald í framkvæmdasjóð
aldraðra
Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra er 9.911 kr. á einstaklinga
sem fæddir eru 1944 og síðar og eru með tekjur yfir
1.559.003 kr. á ári. Undanþegin eru börn innan 16 ára aldurs.
Útvarpsgjald
Útvarpsgjald er 19.400 kr. á einstaklinga sem fæddir eru
1944 og síðar og eru með tekjur yfir 1.559.003 kr. á ári.
Undanþegin eru börn innan 16 ára aldurs.
Skattlagning lögaðila
Tekjuskattur hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnu-
félaga er 20% við álagningu 2014.
Tekjuskattur annarra lögaðila er 36% og gildir það m.a. um
sameignar- og samlagsfélög, þrotabú og dánarbú.
Virðisaukaskattur
Almennt skattþrep ................................................... 25,5%
Sérstakt skattþrep .................................................... 7,0%
Aðilar með rekstur undir 1.000.000 kr. á hverju 12 mánaða
tímabili eru undanþegnir skráningarskyldu á virðisauka-
skattsskrá.
Endurgreiðsla virðisaukaskatts
Á árinu 2014 verður framhaldið 100% endurgreiðslu á
virðisaukaskatti vegna vinnu við byggingu, endurbætur og
viðhald á íbúðar- og frístundahúsnæði til eigin nota.
2014bætur