Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 60
* Um sum-arið vildiReal skipta á See- dorf og Zinidine Zidane en skiptin gengu ekki í gegn. hann fastamaður og vann Real titilinn á hans fyrsta tímabili. Næsta tímabil, 1998-1999, unnu þeir svo Juventus í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Um sumarið vildi Real skipta á Seedorf og Zinedine Zidane en skiptin gengu ekki í gegn. Ljóst var að ferli hans var lokið hjá Real og um jólin 1999 skrifaði Seedorf undir samning við Inter frá Mílanó. Hjá Inter vann hann enga bikara og eftir tvö ár hjá liðinu keyptu grannarnir í AC Milan hann. Þar spilaði hann í áratug og vann fjölmarga titla, meðal annars Meist- aradeildina enn einu sinni. Alls hefur hann unnið hana fjórum sinnum með þremur liðum. Geri aðrir betur. 2007 var hann kjörinn besti miðjumaður Meistaradeildarinnar og í raun gæti þessi grein verið upptalning á verðlaunum sem hann hefur unnið, bæði ein- staklingsverðlaunum og með félögum sínum. Fyrsti Hollendingurinn til að stýra AC Milan Seedorf spilaði sinn síðasta leik með AC Milan 14. maí 2012 gegn Novara. Skömmu síðar samdi hann við brasilíska liðið Botofogo þar sem hann hefur spilað við góðan orðstír síðan. Trúlega hefði hann getað spilað í nokkur ár til viðbótar en samningur hans við Botofogo var þannig að hann gæti farið frítt ef honum byðist stjórastaða en þá þyrfti hann að leggja skóna á hilluna. Það hefur hann nú gert og mun standa í jakkafötunum á hliðarlínunni. Að ráða Seedorf er djörf ákvörðun hjá AC Milan. Hann verður fyrsti Hollendingurinn sem stýrir liði í Seriu A og hann hefur enga reynslu sem jakkafatamaður. Þeldökkir þjálfarar eru heldur ekki þekkt stærð í þjálfaraheiminum, hvað þá í ítalska boltanum. Seedorf verður aðeins annar þeldökki þjálfarinn til að stýra liði í deildinni. Hinn var Jabras Faustinho Canè hjá Napólí ár- ið 1994. En Seedorf hefur stungið sér til sunds í djúpu lauginni og nú er bara að sjá hvort hann getur synt. S tórveldið AC Milan réð í vikunni Clarence Seedorf sem knattspyrnustjóra en félagið rak Massimiliano Allegri á mánudag eftir snautlegt tap gegn Sassuolo degi fyrr. Þeir eru heilum 30 stigum á eftir toppliði Juventus og 20 stigum á eftir Napoli sem er í síðasta meistaradeild- arsætinu. Það kom ekkert sérstaklega á óvart að Allegri skyldi þurfa að taka pokann sinn, fimm sigrar í 19 leikjum er ekki nógu gott fyrir AC Milan en félagið stendur á tímamótum og Allegri bú- inn að vinna við erfiðar aðstæður. Endurnýjun er að eiga sér stað innan veggja félagsins. Bestu og dýrustu leikmenn þess hafa verið seldir undanfarin ár og minni spámenn þurft að axla ábyrgð. Thiago Silva, Zlatan Ibrahimovic, Andrea Pirlo, Alessandro Nesta, Gennaro Gattuso og Seedorf sjálfur hafa allir kvatt þetta mikla stórveldi í heimsfótboltanum. Kannski er Milan akkúrat í þeirri stöðu sem búist var við miðað við leikmannahópinn fyrir tímabilið. Töfrarnir eru ekki enn jafnmiklir í skóm Kakás og Robinhos, Mar- io Balotelli hefur margt sem fótboltamaður en hausinn á honum er mikið ólíkindatól. Aðrir ættu í erfiðleikum með að komast í byrj- unarlið toppliðanna á Ítalíu. Þrátt fyrir erfiða stöðu kom Allegri Milan í Meistaradeildina þegar Phillippe Mexes skoraði sigurmark Milan á síðasta leikdegi á síðustu leiktíð. Þeir mæta Atlético Madrid í 16 liða úrslitum í næsta mánuði og verður við ramman reip að draga enda Madrid- liðið á miklu flugi meðan Milan er fast á flugvellinum. Mætti fyrstur, fór síðastur Seedorf á glæsilegan feril að baki. Hann er gríðarlegur sigurveg- ari og atvinnumaður fram í fingurgóma. Alls staðar sem hann hef- ur leikið hefur hann fengið hrós fyrir vinnusemi. Hann er einn af þessum leikmönnum sem mæta fyrstir og fara síðastir. Hann fæddist á Súrínam og ólst upp með boltann á tánum. Fað- ir hans er fyrrverandi fótboltamaður og báðir bræður hans spiluðu, þótt hvorugur þeirra hafi náð jafnlangt og Seedorf. Það leið ekki langur tími þar til útsendarar Ajax komu auga á kauða og fengu hann til félagsins. Hinn 29. nóvember 1992 spilaði hann fyrsta leikinn fyrir Ajax, 16 ára og 242 daga gamall. Hann spilaði yfirleitt hægra megin á miðjunni og Louis van Gaal hafði trú á kappanum. Tímabilið á eftir byrjaði hann flesta leiki og vann félag- ið hollensku þrennuna; deild, bikar og deildarbikar. Árið eftir var síðan Ajax á allra vörum. Ungt og sprækt lið sem fór alla leið og vann Meistaradeildina. Vann þar AC Milan 1:0 með marki Pat- ricks Kluiverts. Seedorf byrjaði leikinn en fór út af fyrir Kanu. Glænýtt samningaumhverfi fyrir leikmenn var að ryðja sér til rúms í Evrópu, svokallaður Bosman-samningur, og Seedorf varð skyndilega samningslaus eftir meistaradeildartitilinn. Sampdoria bauð best og gerði hann eins árs samning við félagið. Flestir voru enn að átta sig á hvað Bosman-samningurinn þýddi og trúlega hefði Sampdoria átt að gera örlítið lengri samning. En eitt ár var það og spilaði Seedorf frábærlega með Sampdoria sem endaði í áttunda sæti. Spænski risinn Real Madrid kom með gott tilboð enda var Seedorf samningslaus og mátti fara frítt. Á Spáni var Alls skoraði Seedorf 100 mörk á sínum glæsta ferli. AFP Kónginum hent í djúpu laugina EPA Seedorf varð fimm sinnum deildarmeistari, vann Meistaradeildina fjórum sinnum, bikarmeistari þrisvar og einstaklings- verðlaunin skipta tugum. HOLLENDINGURINN CLARENCE SEEDORF ER EINN SIGURSÆLASTI LEIKMAÐUR HEIMS. HANN VANN ALLT SEM HÆGT ER AÐ VINNA MEÐ FÉLÖGUNUM SEM HANN SPILAÐI MEÐ. HANN NAUT ALLS STAÐAR VIRÐINGAR EN HEFUR NÚ LAGT SKÓNA Á HILLUNA TIL AÐ TAKA VIÐ AC MILAN. ÞAÐ ER MIKIL ÁBYRGÐ LÖGÐ Á BREIÐAR HERÐAR HINS 37 ÁRA GAMLA SEEDORFS, SEM SPILAÐI 10 ÁR MEÐ MILAN. 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 „Þetta er ekki það gáfulegasta sem ég hef heyrt en það er ekki ég sem ákveð hlutina hjá Milan.“ Marco van Basten, goðsögn hjá AC Milan. Boltinn BENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.