Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Qupperneq 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Qupperneq 42
Vega verður og meta þætti á borð við, notagildi, gæði, þægindi og endingu. Stundum er að dýra hagkvæmast. AEG- þvottavél, Hermés- taska og Church’s- skór. Þ egar þröngt er í búi reynir fólk að spara eins og frek- ast er unnt. Flestir upp- götva að stórar fjárhæðir hafa farið í vitleysu og bruðl sem vel á sleppa og ekki er svo erfitt að komast af án ýmissa þæginda og lúxuss sem búið var að venja sig við. En svo eru ákveðnir útgjaldaliðir þar sem ekki er endilega skyn- samlegt að spara, því verið er að spara eyrinn en kasta krónunni. Sum útgjöld er betra að líta á sem fjárfestingu, þar sem hærra verð helst oftast í hendur við aukin gæði, betri nýtingu og bætt líf. Ráðgjafar um fjármál heimilanna virðast t.d. almennt sammála um að betra sé að eyða meira frekar en minna í heimilistæki. Freistandi get- ur verið að velja ódýrasta ísskápinn í búðinni en dýrari ísskápur getur kælt og varðveitt matinn betur, enst mun lengur og þurft sjaldnar á við- gerðum og viðhaldi að halda. Sama með þvottavél í dýrari kantinum frá virtum framleiðanda, að hún ætti að fara betur með fötin, bila síður og þjóna hlutverki sínu í áraraðir. Betri svefn ekki metinn til fjár Vönduð dýna er líka gulls ígildi. Það er ekkert leyndarmál að bestu dýn- urnar kosta formúgu og freistandi að kaupa einfaldlega í staðinn ódýr- ustu svampdýnuna sem finna má. En góð dýna er ávísun á betri svefn og hraustara stoðkerfi, sem svo skil- ar sér í betri líðan og orku til að takast á við verkefni lífsins. Pistlahöfundur fjármálasíðu MSN mælir með kaupum á nýjum eða ný- legum bíl. Notaðir skrjóðar hafa lægri verðmiða en kosta sitt í rekstri og viðgerðum. Nýlegur bíll kostar meira, en hættan á ófyr- irséðum útgjöldum og truflunum vegna bilana er minni, eldsneyt- isnýtingin líklega betri og nýrra far- artækið öruggara en það eldra fyrir ökumann og farþega ef kæmi til árekstrar. Það eru ekki bara stóru hlutirnir sem eiga að kosta. Pistlahöfundur Huffington Post bendir á að vönduð undirstöðustykki frá þekktum hönn- uðum séu góð fjárfesting. Fyrir dömur getur það t.d. verið rándýr og klassísk handtaska úr slitsterku gæðaefni. Slíkar töskur falla aldrei úr tísku, passa með öllum fötum og verða bara fallegri með aukinni notkun. Þær fylgja eigandanum í áratugi og ganga jafnvel í erfðir. Hugsað vel um fæturna Sömu sögu er að segja um skófatn- að. Enginn skortur er á framboði af ódýrum skóm en oftar en ekki end- ast þeir illa og verða fljótt ljótir. Peningunum er vel varið í dýra, sí- gilda hágæðaskó sem smellpassa bæði við fætur og smekk eigandans. Þannig skó má nota oft og mikið svo árum skiptir. Ef þeir fara að láta á sjá hefur skósmiðurinn góðan efnivið að vinna með og getur hresst skóna við á ný. Að lokum er rétt að huga vand- lega að daglegu neysluvörunni. Mat- arútgjöldin eru stór á flestum heim- ilum en ágætt að varast það að spara með því að kaupa ódýrt rusl- fæði. Næringarráðgjafar og fjár- málaráðgjafar eru á einu máli um að það að kaupa hollari mat –jafnvel þótt hann er dýrari – skili sparnaði í bættri heilsu og líðan. Þá vilja marg- ir meina að óhollur matur fái líkam- ann til að vilja neyta meira, sem rýrir fljótlega allan matarsparnað. Almenna þumalputtareglan er þessi: Að það er gott að vera reiðubúinn að borga fyrir gæði, end- ingu og innihald í því sem við not- um daglega og stólum á í lífsins amstri. KAUPA HAGSÝNAR KONUR HERMÉS-TÖSKUR? Hlutirnir sem er rétt að eyða miklu í ÞAÐ ER GOTT AÐ TEMJA SÉR AÐ SPARA EN ÞEGAR KEMUR AÐ ÁKVEÐNUM ÚTGJALDALIÐUM GETUR VERIÐ DÝRARA TIL LENGRI TÍMA LITIÐ AÐ TELJA HVERJA KRÓNU. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ljósmynd / Church’s Ljósmynd / Wikipedia – Weng-Cheng Liu CC Ljósmynd / AEG *Fjármál heimilannaÞað getur borgað sig að eyða meira fyrir gæðiní ýmsum vöruflokkum Nýlega tók Ellen Calmon við starfi formanns Öryrkjabandalags Ís- lands. Í nógu er að snúast og í mörg horn að líta en til viðbótar við for- mennskuna stundar Ellen nám við HÍ og er meðlimur í leynifélagi. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum þrjú á heimilinu: ég, Johan unnusti minn og Felix Hugo sonur okkar. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Egg, sultu, hvítlauk, hrökkbrauð, haframjöl og rúsínur. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Ég skoðaði nóvembermánuð í heimilisbókhaldinu og þá fórum við með um 50.000 krónur á viku. Hvar kaupirðu helst inn? Ég geri flestöll stórinnkaup í Bón- us úti á Granda þar sem vöruverð- ið þar virðist oftast vera mér hag- kvæmast. Ég tek með mér marg- nota poka og versla helst eftir innkaupalista. Ef mig vantar eitt- hvað lítið á óhefðbundnum versl- unartíma eða vil gera vel við mig fer ég í Melabúðina, sem er steinsnar frá heimili mínu. Þar er mikið vöru- úrval, dásamlegt kjötborð og smá- búðarstemningin er svo vin- gjarnleg. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Ferskar kryddjurtir, fersk ber, hnetur og melónur og það sem ekki er á innkaupalistanum eins og sælgætiskex og svoleiðis vitleysa. Hvernig sparar þú í heim- ilishaldinu? Ég geri matseðil fyrir vikuna og reyni að fylgja honum eftir bestu getu. Það gengur stundum en stundum er það ansi erfitt, sér- staklega þegar mikið er að gera hjá okkur í vinnu og skóla. Þá komum við oft seint heim á kvöldin og erfitt að útbúa mat sem tekur tíma. Hvað vantar helst á heimilið? Gólflista og almennilega hrærivél en mig dreymir um að eignast slík- an grip þegar líður á sumarið. Skothelt sparnaðarráð? Þegar unnusti minn hafði ákveðið að fara í nám í haust seldum við bíl- inn síðastliðið í vor. Það var örugg- lega eitt besta sparnaðarráðið fyrir okkur. Mikið var gott að losna við allan þann kostnað sem fylgdi því að reka bíl s.s. tryggingar, viðgerðir og eldsneyti. Við versluðum einnig minna eða aðeins það sem við gát- um borið eða troðið í barnavagn- inn hverju sinni. Ég fann tilfinn- anlega fyrir minni útgjöldum almennt. ELLEN CALMON, FORMAÐUR ÖBÍ Var gott að losna við bílinn Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Nýlega rakst Aurapúkinn á áhuga- vert bandarískt snjallsímaforrit, Fixed. Forritið er enn á prófunar- stigi á San Francisco-svæðinu, en því er ætlað að auðvelda fólki að þræta fyrir stöðusektir. Forritið leiðir snjallsímanotand- ann í gegnum ferlið, fær hann til að mynda sönnunargögn, s.s. vöntun á merkingum eða máðar bílastæða- línur, útbýr kæruskjal og sendir til stöðubrotadóms fyrir hönd not- andans. Ef sektin er felld niður greiðir notandinn 25% af sekt- arupphæðinni til Fixed. Umferðarlögin þykja flókin í San Francisco og stöðumælaverðir ekki alltaf nákvæmir, svo 50% sekta sem áfrýjað er eru felld niður. Fix- ed gæti sparað bíleigendum stórar fjárhæðir og mikið umstang en bara í San Fran nema bílastæða- sektir um 100 milljónum dala á ári, um 12 milljörðum króna. Ætli svona app myndi eiga erindi við íslenska ökumenn? púkinn Aura- App gegn stöðusektum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.