Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 Matur og drykkir É g var oftar en ekki að leita að einhverjum uppskriftum, sem ég var ýmist með í bókum, á miðum, á Íslandi eða annars staðar, svo ég ákvað bara að hafa þær allar á netinu þar sem ég gæti alltaf komist í þær,“ segir Soffía um tilurð þess að hún hóf að blogga um mat og matargerð árið 2008. Bloggsíðunni husidvidsjoinn.wordpress.com heldur hún enn úti þótt fjölskyldan hafi á endanum flutt heim, eftir búsetu í Kanada, Kaupmannahöfn og Madríd. Spurð út í áhugann á mat og matargerð segir Soffía hann reyndar ekki hafa byrjað að blómstra fyrr en hún flutti úr föðurhúsum. „Þá kunni maður nú ekki mikið. En áhuginn vaknaði og þróaðist frekar eftir því sem maður prófaði sig meira áfram,“ segir hún létt í bragði. Í dag er það ekki einungis matseldin sem vekur áhuga hennar heldur hefur hún einnig mjög gaman af því að lesa sér til um hráefni og matvælageirann í heild. „Ég hef líka mikinn áhuga á matnum sem slíkum, vil vita hvað er í honum og skilja hann,“ bætir hún við. Segist hún t.d. lesa sér töluvert til um matarpólitík, þ.e. bækur eftir höfunda á borð við Michael Pollan og Michael Moss, sem predika mikilvægi þess að neytendur séu ekki leiksoppar stóru matvælaframleiðendanna. „Ég er t.d. nýbúin með bókina Salt Sugar Fat sem snýst um hvernig matvælaiðnaðurinn leitast við að gera okkur háð þessum efnum í vörunum sínum. Sjálf segist Soffía gera mikinn hluta af innkaupum sínum í Frú Laugu. Þá er fjölskyldan einn- ig með matjurtagarð á sumrin auk þess sem þau eru komin með hænur, ásamt verðandi ná- grönnum sínum. Fjölskyldan stefnir nefnilega á flutning í Hvalfjörðinn innan tíðar þar sem hún er að byggja. Soffía gefur hér uppskrift að ljúffengu kjúklinga-cannelloni sem hún segir eina þeirra upp- skrifta sem hafi orðið henni innblástur að blogginu á sínum tíma. „Þetta er hlýleg, ítölsk máltíð sem ýmist er hægt að leika sér aðeins með eða fara alveg eftir uppskriftinni. Hún er alls ekkert subbuleg, bara heiðarleg máltíð – en notið góð hráefni,“ segir hún í lokin. Morgunblaðið/Rósa Braga SOFFÍA GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR MATARBLOGGARI Les sér líka til um matarpólitík Soffía Guðrún segir áhugann á mat og matargerð hafa fyrst farið að gera vart við sig eftir að hún flutti að heiman. Morgunblaðið/Rósa Braga SEGJA MÁ AÐ FLAKK OG BÚSETA ERLENDIS HAFI ORÐIÐ TIL ÞESS AÐ SOFFÍA GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR BYRJAÐI AÐ BLOGGA UM MAT OG MATARGERÐ ÁRIÐ 2008. AUK ÞESS AÐ VERA EITT HENNAR AÐALÁHUGAMÁL Í DAG HEFUR HÚN EINNIG MIKINN ÁHUGA Á UPPRUNA OG GÆÐUM MATVÆLA OG LEITAST VIÐ AÐ VANDA SIG VIÐ INNKAUPIN. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Uppskriftin var upphaflega feng- in úr bókinni Matreiðslubók Ný- kaups, að hætti Sigga Hall. Ég hef hins vegar þróað hana og breytt. LASAGNAPLÖTUR 300 g hveiti 3 egg Hrærið hveiti og egg saman í matvinnsluvél í hálfa mínútu og síðan aðeins í höndunum (1 mín.) Rúllið næst út þunnar lasagna- plötur með pastavél eða með kökukefli. Ef þið kaupið tilbúnar pastaplötur þá þurfa þær að vera ferskar svo hægt sé að rúlla þeim upp. FYLLING 2 kjúklingabringur ½ dl rjómi Lúka af ferskri basilíku 1 egg 1 hvítlauksrif Salt og pipar (1 tsk. af hvoru) Maukið allt ofantalið vel í mat- vinnsluvél, svo að úr verði kjúk- lingafars. TÓMATSÓSA 1 flaska tómatpassata 1-2 skalotlaukar 1 tsk. extra virgin-ólífuolía Léttsteikið lauk á pönnu í ólífu- olíu við meðalhita þar til hann verður mjúkur. Bætið tómat- passata út í. Þá er sósan tilbúin. Annað: Ferskur mossarella (sem fæst í pokum með vökva) Ferskt íslenskt spínat Extra virgin-ólífuolía Samsetning: Setjið fyllinguna á lasagnaplötur, um það bil 4 msk. á hverja plötu. Rúllið plötunum upp. Setjið þessu næst tómatsósu í botninn á eldföstu fati og leggið fylltu la- sagnaplöturnar ofan á. Penslið smá af tómatsósunni einnig ofan á rúllurnar og dreifið vel úr svo þær verði ekki harðar við eldun. Stráið síðan rifnum, ferskum mossarella-osti yfir. Bakið í ofni við 180° C í hálftíma eða þar til kjúklingafarsið er örugglega eld- að. Takið eldfasta mótið úr ofn- inum og dreifið ferskum, rifnum mossarella yfir cannelloni- rúllurnar og setjið aftur inn í ofn í 5 mínútur eða þar til osturinn er farinn að bráðna og taka lit. Berið fram með léttsteiktu spínati. Léttsteikið spínat í 2-3 msk. af extra virgin-ólífuolíu á stórri pönnu. Saltið og piprið (½ - 1 tsk. af hvoru). Fyrir þá sem ekki borða kjúk- ling er hægt að skipta honum og rjóma út fyrir ferskt spínat og kotasælu. Mælt er með að not- að sé íslenskt spínat en sumt spínat í pokum í matvöruversl- unum er innflutt þótt á pok- anum sé allt á íslensku. Þá er einnig lykilatriði að nota ferskan mossarella en ekki rifinn ost í pokum og einnig ferska basilíku. Að endingu er líka nauðsynlegt að vera með góða, alvöru ólífu- olíu, keypta í verslun sem þið getið treyst að selji alvöru ólífu- olíur. Cannelone með kjúklingi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.