Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Qupperneq 14
verð? Já. Auglýsingar eru upplýs- ingar. Síðan hefur fólk skoðun á því hvort umfjöllunin um þessa ákveðnu vöru og þjónustu höfðar til þess eða ekki. Mikligarður verður í sama dreifingarformi og Bravó, þar er talað mál, myndmál og vídeó- miðlun. Ef menn efast um að það sé framtíð í því ættu þeir að sjá tölurnar sem sýna að aldrei hefur verið meiri notkun á vídeómynd- forminu en núna.“ Þú segir að ungt fólk muni sjá um dagskrárefni á Bravó, en hverjir sjá um dagskrána á Miklagarði? „Það fólk sem við höfum fengið til starfa á Miklagarð er fjölmiðla- fólk sem hefur starfað við fjölmiðla í þó nokkuð langan tíma. Þetta fólk á það sameiginlegt að búa yfir mikil- vægri reynslu úr fjölmiðlum. Við teljum að það búi enn meira í þessu fólki en það hefur fengið að sýna. Í þessum hópi eru Vignir Freyr And- ersen sem hefur stýrt lottóinu í sjónvarpi í fjórtán ár, Svanhildur Þórsteinsdóttir, eða Svansí, sem hefur mikla reynslu í útvarpi en hefur einnig unnið í sjónvarpi og Ólafur Örn, sem var einn af dóm- urunum í Masterchef, eigandi K- barsins og mun fjalla um mat og vín. Við erum líka stolt af því að hafa innanborðs Guffa, Guðfinn Sig- urvinsson, sem var í síðdegisútvarpi Rásar 2, auk fleiri hæfileikaríkra einstaklinga sem ekki er hægt að greina frá á þessari stundu. Því skal svo haldið til haga að kynjahlutföllin verða jöfn á Miklagarði og mörg þessara nafna munu koma skemmti- lega á óvart.“ Á eftir að gera draumaþáttinn Hvernig hefur gengið að fjármagna verkefnið? „Þegar við fórum af stað með þetta verkefni og leituðum eftir fjármögnun fannst okkur lykilatriði að vera þar með aðila sem hafa eitt- hvað til málana að leggja. Við vild- um ekki sækja í sjóði hjá fjárfestum sem hafa ekki áhuga á fjölmiðlun. Við erum að reyna að gera þetta fyrir eins lítinn pening og hægt er en á móti kemur að verkefni eins og þetta kostar sitt. Allir þeir fjár- festar sem standa á bak við þetta verkefni gera það vegna þess að þeir vilja taka þátt í uppbyggilegu og skemmtilegu verkefni. Skúli Gunnar Sigfússon á Subway er einn þessara fjárfesta og hann er maður sem vill hafa gaman af því sem hann er að gera. Ég sagði við hann að ef hann tapaði peningunum sem hann legði í þennan rekstur gæti hann allavega huggað sig við að hann hefði tekið þátt í skemmtilegu verkefni. Ég hef hins vegar fulla trú á því að hann muni ekki tapa þess- um peningum. Ég er ekki í góðgerðarstarfsemi og ætla ekki að borga með verkefn- inu. Við erum með stóran og mik- ilvægan markhóp sem er ungt fólk sem er oft haft með í ráðum þegar kemur að ákvörðunum á heimilinu eins og til dæmis hvernig tölvu eða bíl á að kaupa. Það eru ansi mörg fyrirtæki sem vilja höfða til þessa neytendahóps og fá tækifæri til þess í gegnum þessar nýju sjón- varpsstöðvar.“ Verður þú sýnilegur á skjánum? „Nei, enda væri það í mótsögn við það sem ætlum að gera. Ég fæ mikið út úr því að gefa ungu fólki sama tækifæri og ég fékk á sínum tíma.“ Saknarðu þess að vera ekki leng- ur sýnilegur á skjánum? „Nei, við Jói vorum mjög mikið í fjölmiðlum og sú vinna var mjög krefjandi. Árin í 70 mínútum voru galin. Við vorum að vinna 70 mín- 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 Svipmynd Hlynur Sigurðsson er fram- kvæmdastjóri Konunglega kvik- myndafélagsins. Hann hefur unn- ið lengi í fjölmiðlum, fyrst sem fréttamaður á Ríkissjónvarpinu á árunum 2001-2005 en fór þá í eigin rekstur og stofnaði Fast- eignasjónvarpið og rak fram- leiðslufyrirtæki sem framleiddi meðal annars Fyrstu skrefin, þætti sem sýndir voru á Skjá ein- um. Hann vann hjá Latabæ og var maðurinn á bakvið stuttu skemmtiþættina vinsælu á MBL sjónvarpi. „Eins og gefur að skilja er að mörgu að hyggja við undirbún- ing útsendinga tveggja nýrra fjöl- miðla. En sem betur fer er þetta mjög skemmtileg vinna og ein- staklega skemmtilegur vinnu- staður. Það er mikið líf í tusk- unum og allir tilbúnir til að leggja mikið á sig fyrir verkefnið. Hópurinn á bakvið þetta hefur ótrúlega mikla reynslu af fjöl- miðlum, hvort sem er tæknisvið- inu, framleiðslu sjónvarpsefnis eða framkomu í sjónvarpi. Ég segi stundum að uppstillingin sé eins og byrjunarlið Barcelona. Við stefnum að því að miðl- arnir fari í loftið í mars. Vinnan núna snýst um að finna og fram- leiða rétta dagskrárefnið á stöðvarnar, setja upp tæki og tól sem og að forrita útsendingar- búnað sem er sá fullkomnasti sem völ er á, hanna útlit og ann- að við hæfi. Við tölum um fjöl- miðla en ekki sjónvarpsstöðvar. Okkur er sama hvort þú neytir miðilsins í sjónvarpi, í snjalltæki eða tölvu. Markmið okkar verð- ur að bjóða upp á skemmtilegt íslenskt dagskrárefni. Hraðfréttir hófust í MBL sjón- varpi, sömuleiðis Gunnar á Völl- um og Ebba heilsukokkur, en í dag eru þau öll á RÚV. Þetta seg- ir okkur að aðrar sjónvarps- stöðvar eru tilbúnar til að ráða til sín efnilegt fólk af öðrum miðlum. Það er gríðarlega margt hæfileikaríkt fólk til á Ís- landi sem vantar vettvang til að láta ljós sitt skína, en það er ein- mitt markmið okkar með Bravó að skapa þennan vettvang. Við eigum eflaust eftir að framleiða fullt af lélegu efni, en vonandi munum við einnig geta dregið hæfileikaríkt fólk fram í sviðs- ljósið. Það er eitt af því skemmtilegasta við verkefnið að finna þetta fólk. Það eru örfáir dagar frá því að við gerðum fyr- irætlanir okkar opinberar en okkur hafa þegar borist hundruð tölvupósta með skemmtilegum hugmyndum. Þannig viljum við hafa það, við skoðum allar hug- myndir og hvetjum fólk til að senda okkur póst á bra- votv@bravotv.is.“ HLYNUR SIGURÐSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI KONUNGLEGA KVIKMYNDAFÉLAGSINS Morgunblaðið/Ómar Uppstilling eins og hjá Barcelona „Okkur hafa þegar borist hundruð tölvupósta með skemmtilegum hug- myndum,“ segir Hlynur Sigurðsson. Skírnartertur að hætti Jóa Fel – undurfagrar og bragðgóðar Kíktu á úrvalið á www.joifel.is. Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut 15% afsláttur af öllum skírnartertum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.