Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 22
Byron borðaði fyrst og fremst
breskt kex, kartöflur sem hann
dýfði í edik og drakk með þessu
sódavatn. Þessu má fylgja að lá-
varðurinn varð ekki nema 36 ára.
Megrunarkúr Fletchers
Kvöldverðarboð hjá hinum banda-
ríska Horace Flethcer hafa líkast
til dregist á langinn í lok 19. aldar.
Megrunarkúr kenndur við Fletcher
varð víðfrægur en hann snérist
fyrst og fremst um það að tyggja
matinn vel og rækilega. Þannig var
miðað við að hver munnbiti væri
tugginn hvorki meira né minna en
32 sinnum. Ekki aðeins var því
haldið fram að með þessari aðferð
missti fólk kíló heldur ætti þetta
einnig að byggja upp ónæmiskerfið.
Greipkúrinn
Á 9. áratugnum var megrunarkúr
auglýstur grimmt hér á landi sem
snérist um mátt greipaldins. Pillu-
box sem kallaðist einfaldlega US
Grape Slim var selt í heilsubúðum
og apótekum hérlendis en töflurnar
innihéldu meðal annars lesitín,
eplavínsedik, vítamín og að
sjálfsögðu greipsafa. Með
megrunartöflunum
fylgdi leiðbein-
andi matseðill
sem samanstóð
af ávaxtasafa,
heilkornabrauði,
skelfiski, ávaxtasafa
og kjúklingi. Taka
átti pillurnar í 14
daga samfleytt en fólki
* „Ein fyrstalífsstílsbókin ersnéri að mataræði er
frá 16. öld. The Art
of Living Long eftir
Feneyjabúann Luigi
Cornaro kom út árið
1558 en Corn-
aro tók sig
taki eftir að
læknar til-
kynntu honum
að hann ætti
skammt eftir
ólifað en þá
var hann aðeins
35 ára að aldri.“
var lofað því að missa að minnsta
kosti 2 kíló á viku. Ytra voru
stjörnurnar úr Dynasti-sjónvarps-
þáttunum meðal annarra að nota
töflurnar og borða greip. Raunar
var greip afar vinsælt í megrun-
arkúrum vestanhafs allt frá 1930.
Bananakúrinn
Í kringum árið 1970 var bananak-
úrinn svokallaði vinsæll um tíma og
skrifað um hann í íslensk tímarit
og blöð. Kúrinn naut raunar öðru
hverju vinsælda erlendis og hér
heima næsta áratuginn í það
minnsta og árið 1982 komst það í
fréttir að Marlon Brando hefði
misst fjölmörg kíló með því að
borða banana í öll mál. Gildi kúrs-
ins var meðal annars rökstutt með
því að í bönunum væri lítið salt og
þar af leiðandi safnaði fólk minni
bjúg en aðalatriðið var þó að ban-
anar hefðu þau áhrif að fólk yrði
dauðuppgefið af því að borða þá og
missti því matarlystina um stund.
Hallelújakúrinn
Þessi megrunarkúr skaut upp koll-
inum í kringum 1990 en
Bandaríkjamaðurinn
George Mal-
kmus
breiddi þá út boðskapinn. Hann
sagði fólki að borða einungis það
sem hafði verið á boðstólum í ald-
ingarðinum forðum daga – enginn
ætti að borða neitt annað en það
sem Adam og Eva höfðu lagt sér
til munns. Hann gaf þó aldrei neitt
sérstaklega út um það hvort það
væri þá í lagi að borða eplin en
grænmeti, ávextir, fræ og korn var
í lagi.
Kálsúpur
Á erfiðum tímum hefur oftar en
ekki þurft að útbúa naglasúpur,
þunnt seyði sem inniheldur að
mestu kál og ódýrt grænmeti. Þeg-
ar hinir ríku áttuðu sig á því að
það væri einmitt þetta mataræði
sem gerði það að verkum að hinir
fátæku voru magrir tóku þeir súp-
urnar upp á sína arma og gerðu
þær að megrunarfræði. Upp úr
1950 urðu kálsúpur eitt vinsælasta
megrunarfæðið í Evrópu og Banda-
ríkjunum og njóta enn í dag vin-
sælda sem og allt fljótandi fæði í
megrunarkúrum.
S
umir íslenskir og erlendir
megrunarkúrar hafa í gegn-
um tíðina verið svolítið
skondnir, en aðrir virðast
skynsamlegir. Breska dagblaðið
The Telegraph tók nýverið saman
grein um ýmsa furðulega megrun-
arkúra og það er ekki úr vegi að
líta yfir nokkra en sumir þeirra
bárust hingað til lands. Ekki er
mælt með því að fólk fylgi þessum
kúrum eftir nema ráðfæra sig við
lækni áður.
Mataræði Luigi Cornaro
Ein fyrsta lífsstílsbókin er snéri að
mataræði er frá 16. öld. The Art of
Living Long eftir Feneyjabúann
Luigi Cornaro kom út árið 1558 en
Cornaro tók sig taki eftir að
læknar tilkynntu honum að hann
ætti skammt eftir ólifað en þá var
hann aðeins 35 ára að aldri. Var
það fyrst og fremst vegna offitu.
Bókin seldist afar vel en mataræðið
sem Ítalinn fylgdi var fremur ein-
falt. Hann vigtaði matinn sinn og
borðaði 400 grömm á dag af alls
kyns fæði. Hann miðaði að vísu við
að borða aðeins eitt egg á dag og
þá má ekki gleyma að aukalega
drakk hann hálfan lítra af víni á
dag.
Eftirsótt útlit lávarðarins
Breska skáldið George Gordon By-
ron varð ekki síður frægur fyrir
kvæði sín en föla og granna ásjónu
sína í kringum 1800 og fólk hafði
ekki síður áhuga á því hvað hann
borðaði og útlit hans komst í tísku.
„Þessi æfing er mjög góð fyrir fæt-
ur og sérstaklega fyrir vöðvana
framan á lærunum,“ segir Silja Úlf-
arsdóttir, afrekskona í frjálsum
íþróttum og einkaþjálfari.
Silja segir að æfingin sé einnig
einkar góð til að þjálfa jafnvægið en
í lok æfingar má velja um að fara
rólega upp aftur í upphafsstellingu
eða hoppa upp og lyfta hnénu, en
það er þá einkum áskorun fyrir þá
sem eru lengra komnir.
„Það er gott að miða við að gera
æfinguna 6-10 sinnum fyrir annan
fótinn og skipta þá yfir á hinn og
beygja sig einnig 6-10 sinnum þeim
megin. Þetta sett má svo endurtaka
þrisvar.“
ÆFING DAGSINS
Búlgarskt
hopp
3 Næst stendurðu rólega upp aftur. Fyrir þá sem erulengra komnir má um leið hoppa upp og lyfta fremra
hnénu samstundis. Mikilvægt er að vanda lendinguna.
2 Beygðu þig niður og láttu þungann hvíla áfremri hluta líkamans. 1 Komdu þér fyrir, hafðu fremri fótinn nokkuðframarlega og settu þann aftari upp á kassann.
Morgunblaðið/Rósa Braga
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014
Heilsa og hreyfing
Sökum þess að sund er iðkað í vatni hættir sundfólki til að verða ekki vart við þorsta á sund-
æfingum. Samkvæmt ráðleggingum á vef Landlæknis er vatnsdrykkja hins vegar sérstaklega
mikilvæg í sundi. Sundmenn skyldu venja sig á að drekka vatn fyrir sund, á meðan þeir eru of-
an í lauginni (gott að hafa brúsa á bakkanum) og eftir sundsprett.
Drekkum vatn í sundi
ALLT FYRIR FÍNA FORMIÐ
Megrunarkúrar
fyrri tíma
Skáldið Byron lávarður
var poppstjarna síns tíma
og almenningur horfði
ekki síður til útlits hans
en kvæða. Margir tömdu
sér fábrotið mataræði
hans til að reyna að líkj-
ast honum.
AFP
Í ÁRSBYRJUN BREYTA MARGIR SÍNUM DAGLEGU VENJUM OG MAT-
ARÆÐI OG HINIR ÝMSU MEGRUNARKÚRAR ERU PRÓFAÐIR. ÞAÐ ER
FORVITNILEGT AÐ SKOÐA HVERSU SKYNSAMLEGIR EÐA ÓSKYN-
SAMLEGIR MEGRUNARKÚRAR FYRRI TÍMA HAFA VERIÐ.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is