Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 38
*Föt og fylgihlutir Skrifstofufólk þarf að kunna að klæða sig og þá reynist einfaldleikinn oft einna best »40 Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Pelsinn minn sem ég keypti um verslunarmannahelgina á útsölu í Gyllta kettinum fyrir fjórum árum og Billi Bi-stigvél sem ég keypti í GS skóm fyrir álíka mörgum árum og hafa verið spariskórnir mínir síðan þá. Ætlar þú að fá þér eitthvað fallegt fyrir vorið? Nýir hreinir hvítir strigaskór og flott sólgleraugu eru ofarlega á óskalistanum. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ætli þetta sé ekki góður kok- teill af grungerokki, sportlegum stíl og óhóflegu magni af svörtum og gráum flíkum. Áttu þér uppáhaldsflík? Það breytist mjög hratt, en í augnablikinu eru það Kalda-leðurbuxurnar mínar, Jör-ullarjakkakápan mín og Air Jordan- skórnir mínir. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Mér finnst Olsen- systurnar alltaf flottar og svo er Cate Underwood búin að vera í uppá- haldi undanfarið. Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? Ekki flík reyndar, en ég á ofsalega fallega Marc Jacobs-tösku sem ég tími nánast aldrei að nota. Hverju er mest af í fataskápnum? Yfirhöfnum, stuttermabolum, striga- skóm og svörtum flíkum. Hvaða tískutímarit eða blogg lest þú? Trendnet.is er að sjálfsögðu uppáhalds íslenska bloggsíðan mín. Síðan finnst mér theyallhateus, wolf- cub og stopitrightnow flottustu erlendu bloggin í augnablikinu. Tísku- tímarit les ég ekki nógu oft en þar eru Cover og Nylon Magazine í sérstöku uppáhaldi! Manstu eftir einhverjum tískuslys- um sem þú tókst þátt í? Fullt af þeim. Mér er þó sérstaklega minn- isstætt camo-minipilsið með booty- glimmerstöfum aftan á og neon- appelsínugulu támjóu skórnir mínir sem ég keypti fyrir fermingarpen- ingana. Áttu þér uppáhaldshönnuð? Uppáhalds íslensku merkin mín eru Kalda og Jör eftir Guðmund Jörundsson og Hildur Yeoman finnst mér líka alltaf flott. Erlendir eru Oli- ver Theykens, Tom Ford, Al- exander Wang og The Row. Morgunblaðið/Þórður Hönnuðurinn Hildur Yeoman er í miklu uppáhaldi. TeyAllHateUs er eitt af þeim bloggum sem Hildur les reglulega. AFP NÝIR HREINIR HVÍTIR STRIGASKÓR FYRIR VORIÐ Mest af yfir- höfnum í fataskápnum HILDUR RAGNARSDÓTTIR EIGANDI TÍSKU- VERSLUNARINNAR EINVERU OG TÍSKUBLOGGARI Á TRENDNET.IS ER MEÐ SKEMMTILEGAN FATASTÍL. HILDUR SEGIR STÍLINN SINN GÓÐAN KOKTEILL AF GRUNGE- ROKKI, SPORTLEGUM STÍL OG ÓHÓFLEGU MAGNI AF SVÖRTUM OG GRÁUM FLÍKUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Hildi þykir Olsen- systurnar alltaf flottar. Marc Jacobs gerir ein- staklega fallegar töskur. Hildur Ragnarsdóttir í verslun sinni Einveru á Laugavegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.