Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 47
ýmsar listgreinar. „Það er frábært fyrir sjálfstæðu leikfélögin að hafa aðgang að húsi eins og Tjarnarbíói.“ Edda Björg segir hlutverk sjálfstæðu leikhópanna að ögra og gera tilraunir, það er að segja hluti sem stóru leikhúsin eiga ekki eins auðvelt með að gera. „Þannig auðgum við flóruna. Það þýðir samt ekki að hægt sé að gera hvað sem er. Til þess að eiga möguleika á styrkjum til starfsem- innar þarf leikfélag að eiga erindi. Ég lít svo á að það eigi við um okkur.“ Allt leystist frábærlega Ekki er heldur loku fyrir það skotið að Lúkas snúi aftur í Þjóðleikhúsið. „Það er mikill áhugi fyrir því. Samstarfið við Þjóð- leikhúsið hefur gengið eins og í sögu, við höfum notið ómetanlegs stuðnings allra deilda,“ segir Edda Björg. Ekki spillti fyrir að Kristbjörg Kjeld, ekkja Guðmundar, lagði inn gott orð fyrir Aldrei óstelandi. „Verk Guðmundar eiga heima í Þjóðleikhúsinu og það var dásam- legt að þetta skyldi ganga upp núna. Ég er sannfærð um að Guðmundur var með okk- ur á æfingaferlinu. Allt leystist frábærlega en uppfærslan er frekar flókin og í raun mun stærri en við sem leikfélag höfum bol- magn til að gera. Lúkas er eins og fínasti útsaumur, hvert smáatriði skiptir máli.“ Leikmynd í Lúkasi er eftir Stíg Stein- þórsson, Helga Stefánsdóttir gerir búninga og Stefán Már Magnússon, eiginmaður Eddu Bjargar, sér um tónlistina. Marta leikstýrir og leikendur, auk Eddu Bjargar, eru Stefán Hallur Stefánsson og Friðrik Friðriksson. „Það er frábært að vinna með þeim, báðum tveim. Við Friðrik höfum gengið langan veg saman, vorum saman í bekk í Leiklistarskólanum á sínum tíma og byrjuðum okkar feril saman í atvinnuleik- húsi sem Pétur og Vanda í Pétri Pan í Borgarleikhúsinu. Það er alltaf jafngaman að vinna með Friðriki. Við erum eins og ein manneskja á sviðinu.“ Edda Björg segir afskaplega gaman að fást við íslenska klassík, eins og Fjalla- Eyvind og Lúkas. „Það er eins og bæði þessi verk hafi beðið eftir því að verða sett upp og að komið yrði að þeim úr nýrri átt.“ Geðrof og ofsi Edda Björg segir engan skugga hafa borið á samstarfið við Mörtu. Sjaldan rísi ágrein- ingur og sýningarnar hafi orðið til áreynslulaust. Þær eigi líka auðvelt með að skipta með sér verkum. „Mig langaði að leika og Mörtu að leikstýra. Hún er frábær leikstjóri. Það er ekki þar með sagt að við komum aldrei til með að skipta um hlut- verk. Ég hef mikinn áhuga á leikstjórn og hver veit nema maður mennti sig á því sviði í framtíðinni.“ Næstu verkefni Aldrei óstelandi eru Ofsi eftir Einar Kárason en leikfélagið hefur fengið styrk til að setja þá sýningu á svið. Þá hafa þær keypt réttinn á einleiknum Geðrof 4:48 eftir breska leikskáldið Söruh Kane í þýðingu Diddu skáldkonu. „Geðrof 4:48 hefur farið sigurför um heiminn en aldrei ratað á svið hér á landi. Því þarf að breyta. Mig hefur langað að setja þennan einleik upp í bráðum áratug í þeim tilgangi að opna fyrir þessa umræðu. Það er ákveð- in heilun í þessu verki. Núna veit ég loks- ins hvernig ég vil gera þetta, augnablikið er komið. Þetta er svolítið eins og að missa af strætó, svo kemur hann bara aftur.“ Spurð um tímarammann segir Edda Björg Geðrof 4:48 örugglega fara á svið á þessu ári og Ofsa mögulega líka. Aðdáandi Frú Emilíu Þá eru ótalin verkefni á öðrum vettvangi en Edda Björg kemur til með að fara með hlutverk Sonju í Vanja frænda eftir Tsjek- hov í uppfærslu frú Emilíu í Tjarnarbíói í vor. „Það er mikill heiður, ég er bæði aðdá- andi verksins og leikfélagsins. Ég fór ein- mitt með Sonju í inntökuprófið í Leiklist- arskólann á sínum tíma og sá allar sýningar Frú Emilíu meðan afköst þess frábæra leikfélags voru sem mest. Ég hlakka rosalega til.“ Edda Björg verður ekki í amalegum fé- lagsskap í Vanja frænda en meðal leikenda verða Kristbjörg Kjeld, Hilmir Snær Guðnason, Hjalti Rögnvaldsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Hún er þakklát fyrir öll þessi verkefni enda sé alls ekki sjálfgefið að vera með vinnu í leiklist á Íslandi. „Maður verður að njóta þess meðan það er.“ Hlýtur að vera draumurinn Edda Björg segir undanfarin fjögur ár í senn hafa verið lærdómsrík og skemmtileg. „Það hlýtur að vera draumur sérhvers listamanns að vera sjálfs sín herra. Það er mjög mikil vinna að reka eigið leikhús en algjörlega þess virði þegar maður sér af- rakstur erfiðisins eins og við höfum verið að gera.“ Eftir á að hyggja segir hún þetta hafa verið góðan tímapunkt til að stofna eigið leikfélag. „Það er ekki eins og við séum nýútskrifaðar. Við búum að talsverðri reynslu og það hefur tvímælalaust hjálpað okkur í þessu starfi. Annars skiptir það ekki höfuðmáli á hvaða aldri maður er, fólk á alltaf að fara á eftir draumum sínum!“ Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Rósa Braga Ljósmynd/Eddi Eltum draumana! EDDU BJÖRGU EYJÓLFSDÓTTUR ÞARF EKKI AÐ KYNNA FYRIR LEIKHÚSÁHUGAFÓLKI HÉR Á LANDI. EFTIR MÖRG ÁR Í STÓRU LEIKHÚSUNUM SÖÐLAÐI HÚN UM FYRIR FJÓRUM ÁRUM OG STOFNAÐI EIG- IÐ LEIKFÉLAG ÁSAMT MÖRTU NORDAL, ALDREI ÓSTELANDI. OG EKKI VANTAR VERKEFNIN. „ÞAÐ ER HELLINGUR Í GANGI HJÁ KJELLINGUNUM,“ EINS OG EDDA BJÖRG ORÐAR ÞAÐ SVO SKEMMTILEGA. NÝJASTA SÝNINGIN, LÚKAS, ER NÚ FLUTT ÚR ÞJÓÐLEIKHÚSINU YFIR Í TJARNARBÍÓ. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Friðrik Friðriksson, Edda Björg og Stefán Hallur Stefánsson í Lúkasi. Aldrei óstelandi: Marta Nordal og Edda Björg Eyjólfsdóttir. * Það er mjögmikil vinnaað reka eigið leik- hús en algjörlega þess virði þegar maður sér afrakst- ur erfiðisins eins og við höfum ver- ið að gera. 19.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.