Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 57
19.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Bara börn eftir Patti Smith er einstaklega vel skrifuð, ljóð- ræn, einlæg og falleg frásögn af sérstöku sambandi söngkon- unnar við listamanninn Robert Mapplethorpe. Hann lést úr eyðni en segja má að sambandi þeirra Patti hafi ekki lokið með dauða hans, því hann er henni greinilega enn í sterku minni og viss hluti af henni. Bókin er metsölubók í mörg- um löndum og hefur hlotið fjölda viðurkenninga – og kem- ur ekki á óvart. Leikarinn Johnny Depp segir bókina vera „ljóðrænt meistaraverk“. Bók- in er prýdd fjölda mynda af listamönnunum tveimur. Bók sem hlýtur að hafa áhrif á þá sem lesa hana. Ljóðræn og falleg frásögn Einn vinsælasti barnabókahöfundur þjóð- arinnar Sigrún Eldjárn leggur nú lokahönd á tvær nýjar sögur um Kugg og Mosa, Málfríði og mömmu Málfríðar. Þetta eru ellefta og tólfta bókin í smábókaröðinni um þessar vin- sælu persónur sem hafa verið á vappi síðan 1987. Nýju bækurnar heita Listahátíð og Ferða- flækjur. Í þeirri fyrrnefndu ákveða vinirnir að taka þátt í listahátíð og skipta með sér verkum: mamma Málfríðar semur tónverk og flytur það í Hörpu, Málfríður skrifar leikrit og sýnir í Þjóðleikhúsinu og sjálfur málar Kuggur mynd sem fer upp á vegg í Listasafni Íslands. Þeim til mikillar furðu rekast þau á mýs í öllum þessum merkilegu menningarstofnunum – hvaða mýs skyldu það vera? Í Ferðaflækjum segir frá því þegar Kuggur fer með mæðgunum upp í sveit. Á leiðinni þurfa þau að glíma við ýmsar þrautir og flækjur sem lesendur fá að hjálpa þeim að leysa. Nýju Kuggsbækurnar koma á markað í vor, í tæka tíð fyrir Listahátíð og ferðaflækjur sumarsins. Sigrún Eldjárn situr við skriftir og mun gleðja börnin í vor með nýjum bókum. Morgunblaðið/Ernir KUGGUR OG MOSI AFTUR Á KREIK Ýmsir hafa áhyggjur af dvínandi lestr- aráhuga yngri kynslóðarinnar. Stundum berast þó góðar fréttir af lestraráhuga þessa hóps og hér er ein slík. Þeir sem kaupa inn erlendar bækur fyrir Eymunds- son-búðirnar hafa síðastliðin þrjú ár séð sífellt vaxandi áhuga á bókum sem ætl- aðar eru ungmennum. Þróunin mun vera sú sama í nágrannalöndunum. Um 40 prósent bóka á metsölulista Eymundsson yfir erlendar bækur eru í þessum flokki. Á listanum þessa vikuna eru þrjár bæk- ur eftir J.R.R. Tolkien, en hann á dyggan lesendahóp, ekki síst meðal ungmenna. Hobbitinn er í þriðja sæti listans, The Silmarillion í því tíunda og The Fellowship of the Ring í fjórtánda sæti. Kvikmyndir gerðar eftir bókum Tolkiens eiga stóran þátt í að efla vinsældir þessa góða höfundar. Í efsta sæti listans er bókin Insurgent eftir Veronicu Roth og önnur bók eftir hana Allegi- ant er í því fjórða. Þær bækur eru einmitt ætlaðar ungu fólki og hefur verið líkt við Hung- urleikana. Spurning hvort einhver íslenskur útgefandi muni ekki tryggja sér útgáfuréttinn á þeim. Enn einn höfundur sem ungt fólk hefur dálæti á er John Green, en bók hans The Fault in Our Stars er í öðru sæti listans, en hún mun væntanleg á íslensku innan skamms. Þetta er ekki eina bók Greens sem er á listanum því Looking for Alaska er í fimmta sæti og Paper Town í því ellefta. TOLKIEN Á METSÖLULISTA Hobbiti Tolkiens er á metsölulista Eymundssonar yfir erlendar bækur og kvikmyndir eftir bókinni slá í gegn. Gröfin á fjallinu er sænskur krimmi eftir félagana sem kalla sig Hjorth Rosenfeldt, en annar þeirra er höfundur sjónvarps- þáttanna frábæru Brúin. Tvær konur uppgötva mannsbein. Morðdeildin rannsakar málið sem reynist teygja anga sína inn að kviku sænska réttarkerf- isins. Bækur félaganna hafa slegið í gegn hér á landi líkt og svo víða annars staðar, enda kunna þeir að skapa spennu og viðhalda henni. Sænsk há- spenna slær í gegn Ljóðræn Patti Smith og sænsk spenna NÝLEGAR BÆKUR LISTAKONAN PATTI SMITH BÝR YFIR MIKLUM HÆFILEIKUM OG ER AFAR FJÖLHÆF. BÓK HENN- AR BARA BÖRN HITTIR Í MARK. UNNENDUR SPENNUSAGNA ÆTTU AÐ LESA GRÖFINA Á FJALLINU, HAFI ÞAÐ FARIST FYRIR. Í NEON- ÚTGÁFU BJARTS ER BÓK UM SÖGU TVEGGJA KYNSLÓÐA. Tígrisdýr í rauðu veðri eftir Lisu Klaussmann fjallar um tvær frænkur, Nick og Helenu, sem öðlast ekki það líf sem þær höfðu látið sig dreyma um. Börn þeirra fletta síðan ofan af óhugnanlegum atburði sem skekur kjarnann í samheldni fjöl- skyldunnar. Þessi bók um sögu tveggja kynslóða hefur fengið afar góða dóma. Ingunn Ásdísardóttir þýðir verkið. Saga tveggja kynslóða Hin góðkunna saga af Gilitrutt er sögð í nýrri myndskreyttri barnabók eftir Hugin Þór Grét- arsson og Rosariu Battiloro. Eins og við vitum reynir lata húsfreyjan á bænum að koma sér undan því að vinna verk sín og semur við skessu. En í ljós kemur að hún hefur sennilega samið af sér því hún á ekki von á góðu geti hún ekki upp á nafni skess- unnar. Til þess hefur hún einungis þrjár tilraunir. Myndskreytt Gilitrutt í nýrri útgáfu * Kjánaskapur er sú synd sem aldrei verð-ur fyrirgefin og ætíð verður refsað fyrir.Agatha Christie BÓKSALA 9.-15. JANÚAR Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Almanak Háskóla Íslands 2014Þorsteinn Sæmundsson / Gunnlaugur Björnsson 2 Tíminn minn - dagbók 2014Björg Þórhallsdóttir 3 Iceland Small World small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 4 Árleysi aldaBjarki Karlsson 5 Almanak Hins íslenskaþjóðvinafélags 2014 6 Maður sem heitir OveFredrik Backman 7 Óvinafagnaður - kiljaEinar Kárason 8 Lág kolvetna lífstíllinn LKLGunnar Már Sigfússon 9 ÚlfshjartaStefán Máni 10 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson Kiljur 1 Maður sem heitir OveFredrik Backman 2 ÓvinafagnaðurEinar Kárason 3 ÚlfshjartaStefán Máni 4 Sjálfstætt fólkHalldór Laxness 5 InfernoDan Brown 6 SandmaðurinnLars Kepler 7 Tígrisdýr í rauðu veðriLisa Klaussman 8 Rosie verkefniðGraeme Simsion 9 ÍslandsklukkanHalldór Laxness 10 IndjáninnJón Gnarr MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Með illu skal illt út reka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.