Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 23
19.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Fullfrískir einstaklingar geta gefið blóð. Blóðbankinn er á Snorra- braut í Reykjavík og annar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Að auki er Blóðbankabíllinn mikið á ferðinni, til dæmis í næstu viku, en hægt er að forvitnast um ferðir hans á vefnum www.blodbankinn.is. Blóðgjöf á fjórum hjólum* „Ég er bestur þegar ég spila vel.“Ólafur Stefánsson lét þessi orðfalla eftir sigur á Serbum í á Evrópu- meistaramóti í handbolta 2006. Íþróttakempur leynast víða í samfélaginu og þær eru á ýmsum aldri. Þær koma í öllum stærðum og gerðum en eiga það sameiginlegt að vera (eða hafa verið) í góðu líkamlegu formi á einhverjum tíma í sínu lífi. Kempurnar eru sem betur fer til í að deila reynslu sinni með okkur og veita okkur góð ráð. Kempa dagsins er Sveinbjörn Claessen, leik- maður ÍR í körfubolta. Gælunafn: Svenni, Bjössi, Svessi. Íþróttagrein: Körfubolti. Hversu oft æfir þú á viku? Fimm til sjö æfingar á sex dög- um. Einn hvíldardagur. Hvernig æfir þú? Meðan keppnistímabilið varir eru vanalega fimm körfubolta- æfingar í viku og tvær lyftingaæfingar auk eins leiks. Fjöldi æfinga fer þó eðli- lega að miklu leyti eftir leikjaálagi. Á vorin og sumrin er æfinga- prógrammið töluvert öðruvísi. Meiri áhersla lögð á styrktaræfingar í líkamsræktarsalnum og einstaklings- æfingar á parketinu. Henta slíkar æfingar fyrir alla? Körfubolti hentar öll- um. Jafnvel handboltafólki. Góð skemmtun að horfa á handboltafólk í körfu. Mýktin allsráðandi. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Lykil- atriði er að leggja sig allan fram í verkefnið, vera duglegur að æfa, hafa trú á sjálfum sér og gefa þeim eldri hvergi eftir. Þá er þolinmæði dyggð. Hver er lykillinn að góðum árangri? Í mínum huga skiptir öllu máli að hafa gaman af verkefninu sem maður tekur sér fyrir hendur og trúa á sjálfan sig. Á eftir þessu koma önnur atriði, s.s. dugnaður, samviskusemi o.fl. Hvað er það lengsta sem þú hefur hlaupið? Ég hljóp einu sinni langt þegar ég var lítill. Hætti að telja skrefin í þúsund og einum. Nokkuð viss um að það sé mitt lengsta hlaup því ég er svo sannarlega enginn langhlaupari. Hjólaði samt hringinn í kringum landið í fyrrasumar með samstarfsfólki. Það ættu allir að gera við tækifæri. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Finna sér góðan æfinga- félaga og byrja! Hvernig væri líf án æfinga? Agalega litlaust og bragðdauft geri ég ráð fyrir. Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli æfinga hjá þér? Áður en ég átt- aði mig á því hversu mikilvæg hvíldin er tók ég mér varla frí frá æfingum. Síðast- liðið vor tók ég þá ákvörðun að stíga hvorki á viðargólfið né grípa í lóð í þrjár vik- ur eftir að keppnistímabilinu lauk. Það var lengsta frí frá æfingum sem ég hef fengið. Það var bæði nauðsynlegt og nærandi. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Tek með mér Boot Camp- bókina eftir þá Bigga og Robba í Boot Camp og geri æfingar úr henni. Dýr- gripur. Ætti að vera til á hverju heimili. Eitt fríið var eftirminnilegra en önnur þar sem ég heimsótti liðsfélaga minn og vin hann Hjalta Friðriksson. Sá er hrikalegur í lyftingasalnum. Ég fer ekki aftur í frí til hans enda einkenndist það af harðsperrum og almennri vanlíðan. Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Já, mjög svo. Fylgi þó engri sér- stakri reglu hvað það varðar. Reyni að borða hollan og góðan mat reglulega yfir daginn, fylgja heilbrigðri skynsemi. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Hafragraut, ávexti, búst, kjöt, fisk o.s.frv. Eina reglan sem ég fylgi er að borða hrísgrjónanúðlurétt nr. 68 á Nings á leikdegi. Það er góð næring. Annars er daglega rútínan einhvern veginn svona: 7:30 Morgunmatur 9:00 Morgunsnarl 11:00 Morgunsnarl #2 12:00 Hádegismatur 14:30 Miðdegissnarl 17:30 Miðdegissnarl #2 19:30-21:00 Kvöldmatur 23:00 Kvöldsnarl Hvaða óhollustu ertu veikur fyrir? Það er margsannað að Bingó-stöng ber höfuð og herðar yfir annað sælgæti. Svo dásamlega öðruvísi og bráðnar í munni. Gæti borðað endalaust af því. Sem og Bounty. Alltaf á laugardögum. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Sleppa skyndibitunum, vera agað og strangt við sjálft sig. Þá hefst þetta að lokum. Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig? Með því að hreyfa mig og stunda líkamsrækt stuðla ég að betri líðan og heilbrigðu líferni. Það skiptir mig miklu máli. Hver eru erfiðustu meiðsli sem þú hefur orðið fyrir? Það var hrikalega vont þegar ég fékk gat á hausinn um daginn. Enn verra þegar læknirinn ákvað að skynsamlegast væri að deyfa ekki allt sárið þegar hann saumaði það saman. Varð að vera sterkur, enda hjúkkurnar á Landspítalanum sætar með eindæm- um. Þær vilja ekki snöktandi drengi á sinni stofu. Síðan var alls ekki gott þegar ég sleit krossbönd í tvígang. Endurhæfingin tók á. Hversu lengi varstu að ná þér aftur á strik? Var mættur til leiks þremur dögum eftir höfuðmeiðslin. Krossböndin tóku ögn lengri tíma, tólf mánuði í fyrra skiptið og níu í það síðara. Meira vesenið. Hver eru heimskulegustu meiðslin sem þú hefur orðið fyrir? Þegar ég fékk gat á höfuðið um daginn. Það var glórulaust bjánalegt. Fékk körfu á hvirf- ilinn! Hver eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Góð spurning. Ætli það séu ekki algeng mistök að fólk ætli sér of mikið á of skömmum tíma. Það er ekki væn- legt til árangurs. Svo er algengt að fólk gleymi að koma með handklæði á æfingu. Það eru mjög leiðinleg mistök. Hver er erfiðasti mótherjinn á ferlinum? Hrannar Freyr Hallgrímsson gull- smiður, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar ÍR og núverandi leikmaður ÍB (Íþrótta- félags Breiðholts), er ólíkindatól og maður veit aldrei upp á hverju hann tekur á vellinum. Best að vera ekki mikið fyrir honum. Fast á hæla hans kemur Jón Arn- ór Stefánsson. Hann er frábær körfuboltamaður. Hver er besti samherjinn? Erfitt val. Margir sem koma til greina og þrír valdir af mismunandi ástæðum. Fyrst Elvar Guðmundsson lögfræðingur, for- maður körfuknattleiksdeildar ÍR og núverandi leikmaður ÍB. Náðum vel saman. Hann skilaði mörgum stoðsendingum. Annar er Trausti Stefánsson, verkfræð- ingur og Íslandsmeistari í hlaupum. Eflaust sá skemmtilegasti til að vera með í hóp. Síðast en ekki síst skal nefna Eirík Önundarson. Einfaldlega besti leik- maður sem ég hef spilað með. Ekkert minna en stórkostlegur leikmaður og enn betri samherji. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera toppmenn. Hver er fyrirmynd þín? Foreldrar mínir. Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Michael Jordan og Michael Phelps. Ekki hægt að gera upp á milli. Báðir stórkostlegir á sínu sviði. Skilaboð að lokum? Alltaf að halda áfram, horfa fram á veginn og njóta leið- angursins.Morgunblaðið/Ómar Sveinbjörn Claessen körfu- boltamaður. Litlaust líf án æfinga ÍÞRÓTTAKEMPA VIKUNNAR SVEINBJÖRN CLAESSEN Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.