Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 37
utan um margskonar verkefni. Fá forrit eru jafn gagnleg og Ever- note, fyrir fólk sem þarf að halda utan um mikið af upplýsingum. Það geymir alls konar gögn, mynd- ir, hljóð, myndbönd, texta, vefsíð- ur, og nánast allt sem þér kann að detta í hug. Það virkar krefjandi í fyrstu, en það er ótrúlega gagnlegt fyrir fólk sem kemst upp á lagið að nota það. Skýjageymslur af ýmsum toga eru flestum vel kunn- ar. Dropbox er enn leiðandi á markaðnum, en Skydrive og Go- ogle Drive eru vel ásættanlegir valkostir. Þar má fá töluvert geymslupláss fyrir gögn án endur- gjalds. Það er þó vert að taka fram að um þessar mundir býður Box 50GB geymslupláss í skýinu fyrir það eitt að sækja appið. Það er ágætlega boðið. Trello er veru- lega gott app fyrir alla sem vinna verkefni og þurfa að halda utanum skil og verkefnalista. Fyrir þá sem þurfa einfaldari verkefnalista má mæla með Any.Do og Todoist. Þá má einnig nefna Carrot sem breyt- ir verkefnalista í leik þar sem þú safnar stigum. Fólk sem vilja fylgj- ast með eyðslu og hafa stjórn á fjárútlátum ætti að skoða Meniga. Það heldur utan um það í hvað peningarnir fara og stöðu reikn- inga með einföldum hætti. Pocket er gagnlegt forrit fyrir þá sem lesa mikið. Það geymir greinar sem þú rekst á og vilt lesa seinna og birtir í mjög auðlesnu viðmóti þegar á þarf að halda. Annað Þið afsakið vonandi þó að það sé látið hjá líða að minnast á In- stagram í þessari grein. Það er margt annað sniðugt hægt að finna sem ekki fellur beinlínis að þessum flokkum hér að ofan. Spotify breytti notkunarskilmálum sínum nýlega svo nú er hægt að nota smáforrit á síma og spjaldtölvur án þess að vera með áskrift. Það eru góðar fréttir fyrir áhugafólk um tónlist. Quiz-up er skemmtilegur leikur sem hefur farið sigurför um heiminn. Einfaldari skemmtun er vandfundin. Það eru mörg forrit í boði til að fylgjast með veðri, meira að segja frá Veðurstofunni. Það er samt enginn sem býður upp á fallegra notendaviðmót en Yahoo Weather. Góð myndavélaforrit eru alltaf nytsamleg. Eitt af þeim bet- ur heppnuðu er VSCO Cam sem býður upp á ótrúlega möguleika í myndvinnslu með einföldum hætti. Og ef einhver saknar einhvers, þá er bara að leita. Það er til app fyr- ir allt.AFP * Fólk sem villfylgjast meðeyðslu og hafa stjórn á fjárútlátum ætti að skoða Meniga. Tweetbot er vinsælt smáforrit fyrir iPhone. Twitter er að verða leiðandi samfélagsmiðill í heiminum en það er margt að skoða í heimi samfélags- miðla. Jelly, Snapchat, Vine og Instagram. 19.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Logsuða eins og við þekkjum hana mun taka stakka- skiptum eftir að bresku rannsóknarteymi, fjármögn- uðu af Evrópusambandinu, hefur tekist að búa til nýja logsuðutækni sem býr til eld úr vatni. Tækið sem kallast Safeflame var búið til í rannsókn- arstöð í Sheffield. Það notar ekki hefðbundna tegund af gasi heldur er vatni aðeins hellt í tank, tækinu er stungið í samband og vatnið umbreytist með rafgrein- ingu í vetni og súrefni og þá er hægt að byrja að sjóða saman hluti. Við rafgreiningu á vatni er rafstraumi hleypt frá spennugjafa í gegnum vatn. Sameindir vatnsins rofna og mynda súrefnissameindir og vetnissameindir sem báð- ar eru í loftkenndu formi. H2O (sem er vatn) verður þannig að O og H2 og fer úr fljótandi formi í loftkennt form. Vetni er eins og menn vita mjög eldfim loftteg- und. Logsuða er hættulegt starf og þarf að hafa varann á svo að ekki fari illa. Mörg slys verða á hverju ári í löndum Evrópusambandsins og tjón af logsuðuslysum kosta mikið. Bara í Bretlandi verða 100 alvarleg slys sem tengja má beint við klaufagang við logsuðuvinnu. Eðlilega er þessi aðferð mun ódýrari en sá sem nú er notuð og segir ITM Power í Sheffield, sem sér um verkefnið að það ætti að vera 20 sinnum ódýrara á ársgrundvelli. Súrefni og Acetylengas eru dýr gös og hættuleg óvönu fólki. Enginn ætti að prófa að logsjóða aleinn og yfirgefinn. Alls vinna 125 þúsund manns við logsuðu í löndum Evrópusambandsins og er veltan í fyrirtækjum tengd logsuðu rúmir 20 milljarðar evra. Það er því að miklu að keppa fyrir sambandið að ódýrari og öruggari leið komi sem fyrst á markaðinn. ITM Power stefnir á að Safeflamen komi á almennan markað árið 2015. BYLTINGARKENND AÐFERÐ VIÐ LOGSUÐU Eldur úr vatni Logsuða eins og við þekkjum hana mun taka stakkaskipt- um á næstu árum með komu nýrrar tækni frá Safeflame. Morgunblaðið/Golli Smáralind | Sími 512 1330 Opið Sunnudaga 13-18 Komdu í verslunokkar í Smáralind í dagog fáðumældanblóð- þrýstinginnog/eðapúlsinn, niðurstöðurbirtast samstundis í iPhoneeða iPad. 15% AFSLÁTTUR18-19.JANÚAR 18.-19.JANÚAR Þráðlauspúls og súrefnismælir Þráðlausir blóðþrýstingsmælar Þráðlausir hreyfingaskynjarar Þráðlaus vigt Þráðlausblóðsykurmælir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.