Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Side 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Side 53
Morgunblaðið/Ómar ég þá nota líkamann sem vopn. Ég vinn alltaf út frá umbreytingu forma þar sem dansararnir þurfa að geta umbreytt sér úr einni persónu í aðra. Þeir fá því ekki að vera ein og sama persónan verkið á enda, heldur þurfa með hreyfingum sínum að taka á sig ímynd t.d. vopns, veggteppis, nátt- úruafla og gyðju.“ Ætlunin að skapa nýtt tungumál Aðspurð segist Boel gera miklar tæknilegar og líkamlegar kröfur til dansara sinna. „Þeir þurfa þannig að koma sterkri tjáningu til skila jafnt í smáum hreyfingum sem stórum. Mér finnst spennandi sem danshöf- undur að láta reyna á mörkin og þess vegna finnst mér spennandi að fá dansara með ólíkan tæknilegan bakgrunn,“ segir Boel, en í sýningunni taka þátt tveir breakdansarar. Boel rifjar upp að hún hafi á seinustu ár- um unnið mikið með breakdansinn í verkum mínum. „Í seinustu uppfærslu minni notaði ég bæði breakdansara, sirkuslistafólk og nú- tímadansara. Sem danshöfundur reyni ég markvisst að skapa nýtt tungumál, ef svo má að orði komast, sem er öðruvísi og frumlegt. Mér finnst ekkert sérlega heillandi að láta alla dansarana gera sömu hreyfinguna samtímis á sviðinu. Markmið mitt er að framkalla persónulegan stíl og bakgrunn hvers dansara, sem getur oft ver- ið mikil áskorun þegar þú ert með mann- margan hóp.“ 19.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Sýningunni Íslensk vídeó- list frá 1975-1990 lýkur í Hafnarhúsi á sunnudag. Markmiðið með sýningunni, sem Margrét Elísabet Ólafsdóttir setti saman, er að draga fram verk sem sýna fyrstu tilraunir íslenskra listamanna með vídeó til sköpunar. 2 Forvitnileg sýning, „Ég hef aldrei séð fígúratíft raf- magn“, verður opnuð í Ás- mundarsal kl. 16 á laug- ardag. Þar mæta verk níu samtímalistamanna, sem unnin eru sérstaklega fyrir sýninguna, verkum Ásmundar Sveinssonar frá sjöunda áratugnum. 4 Að lokum er full ástæða til að minna á tónleikakynningu Víkings Heiðars Ólafs- sonar í Hörpu kl. 20 á mánu- dagskvöldið. Hann kynnir 1. píanó- konsert Brahms, sem hann leikur tvisvar síðar í vikunni. 5 Eftir sýningu á hinni forvitni- legu uppsetningu Aldrei óstelandi á Lúkasi eftir Guðmund Steinsson, í Tjarn- arbíói kl. 20 á laugardagskvöld, munu leikararnir og Marta Nordal leikstjóri ræða við sýningargesti í kaffihúsi Tjarnarbíós. Hyggjast þau svara spurningum og segja frá upplifun sinni af verkinu. 3 Forvitnileg frönsk kvikmynda- hátíð stendur nú yfir í Há- skólabíói og full ástæða til að hvetja áhugamenn um góðar kvikmyndir til að skunda þangað. Áhersla er á myndir í léttari kantinum – Eyjafjallajökull er ein myndanna. MÆLT MEÐ 1 Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari flytur þrjár af sex sellósvítum Johanns Sebastians Bachs í Norðurljósasal Hörpu á sunnudags- kvöld. Seinni þrjár svíturnar mun Bryndís svo flytja að ári liðnu. Tónleikarnir eru á vegum Kammermúsíkklúbbsins en flutningur þessara sellósvíta þykir alltaf merk- isviðburðir enda meðal þekktustu einleiks- verka tónlistarsögunnar og krefjandi í flutn- ingi. Þetta er í fyrsta sinn sem Bryndís Halla flytur þetta verk opinberlega. „Það má segja að svíturnar séu nokkurs konar Biblía sellóleikarans. Allar svíturnar eru stórkostlegar tónsmíðar eins og nánast allt sem Bach samdi. Talið er að hann hafi samið þær í kringum 1720 og hljóta þær að teljast tímamótaverk því líklega höfðu engin sambærileg verk fyrir einleiksselló litið dagsins ljós á þessum tíma,“ segir Bryndís. Fyrir aldamótin 1900 voru svíturnar lítt þekktar og talið er að sellistar hafi fremur litið á þær sem tækniæfingar en á því varð breyting fyrir tilstuðlan katalónska sellóleik- arans Pablo Casals. Hann flutti þær reglu- lega á tónleikum sínum en tók þær ekki upp fyrr en hann var farinn að nálgast sextugs- aldurinn árið 1936. Hann átti því stóran þátt í að svíturnar öðluðust þann sess sem þær hafa í dag. Flutningurinn krefst mikils af sellóleikara. „Mér finnst eiginlega allt erfitt sem ég spila en svíturnar eru þó í sérflokki. Þær eru bæði tæknilega krefjandi og það krefst mik- ils úthalds að flytja þær margar saman sem útskýrir ef til vill af hverju svíturnar sex eru ekki oft fluttar í heild sinni hérlendis. Hver einasti kafli er órofa heild. Í þeim eru nánast engar þagnir, þær er aðeins að finna á milli kafla,“ en tónleikarnir eru í heild einn og hálfur tími með einu hléi. „Undirbúningurinn fyrir þessa tónleika hefur því verið mikill og ég vona að sá tími sem ég hef helgað þess- um svítum í gegnum árin muni einnig skila sér.“ Bryndís starfar sem sellóleikari hjá Sin- fóníuhljómsveit Íslands en auk þess kemur hún reglulega fram sem einleikari og kamm- ermúsíkant jafnt innanlands sem utan. Þá hefur hún spilað inn á margar hljómplötur og stefnir á að hljóðrita sellósvíturnar á næstunni. „Það er langtímaverkefni hjá mér að gefa þær allar út á geisladiski og er ég þegar byrjuð að taka þær upp. Pablo Casals var sextugur þegar hann taldi sig hafa þroska til að leika svíturnar inn á hljómplötur. Ég er því alveg róleg en vonandi tekst það þó fyrir sextugt,“ segir Bryndís og hlær. mariamargret@mbl.is LJÚFIR SELLÓTÓNAR Í NORÐURLJÓSASAL HÖRPU Biblía sellóleikarans BRYNDÍS HALLA GYLFADÓTTIR ER EINN AF VIRTUSTU SELLÓLEIKURUM ÞJÓÐARINNAR. Í KVÖLD FLYTUR HÚN ÞRJÁR SELLÓSVÍTUR BACHS. Bryndís Halla Gylfadóttir flytur þrjár af hinum rómuðu sellósvítum Bachs í Hörpu. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.