Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 20
epa É g hafði alltaf verið að spila og leika mér í fótbolta, en fékk svo í bakið og varð að hætta. Þá var ann- aðhvort að setjast upp í sófa eða finna sér eitthvað annað að gera og þetta er svo fjölbreytt og sitt lítið af hverju að mig langaði að prófa. Athuga hvort bakið gæti þolað þetta álag,“ segir Ragnar Fjalar Sævarsson en hann undirbýr sig nú af kappi fyrir eina frægustu skíðagöngu heims, Vasa-gönguna. Ragnar hefur aldrei prófað skíðagöngu en þrátt fyrir það ætlar hann að ganga heila 90 kílómetra á skíðum. Keppnin sænski klassíkerinn, eða En Svensk Klassiker, var fyrst haldin 1971 en keppnin samanstendur af fjórum greinum. Téðri Vasa-skíðagöngu upp á 90 kílómetra, Lidingöloppet-víðavangshlaupi þar sem hlaupnir eru 30 kílómetrar, þriggja kíló- metra vatnasundi sem kallast Vansbrosimn- ingen og 300 kílómetra Vätternrundan- hjólreiðakeppninni. Þessar fjórar greinar eru frægar um allan heim og mörg þúsund manns taka þátt í þeim hvert sinn. Þeir einstaklingar sem ná að klára allar keppn- irnar á einu almanaksári fá skírteini og verðlaunapening því til staðfestingar. Alls hafa nærri 30 þúsund manns náð að klára þessa keppni, rúmlega 23 þúsund karlar og nærri fimm þúsund konur. Tíu einstaklingar hafa lokið keppninni 25 sinn- um eða oftar. Á Íslandi var sett á laggirnar keppnin Landvættir en hún byggist á þessari hug- mynd. Til að geta orðið Landvættur þarf viðkomandi að afreka að klára Fossavatns- gönguna á Ísafirði, Jökulsárhlaupið, Urriða- vatnssundið og Bláalónshjólreiðarnar á einu ári. Erfitt að synda í svartri á Ragnar er búinn með tvær greinar. Hann hljóp í Lidingöloppet-víðavangshlaupinu en hlaupið er stærsta víðavangshlaup heims. Rúmlega 15 þúsund keppendur skráðu sig til leiks í 30 kílómetra hlaupið og enn fleiri í styttri vegalengdirnar. Hann synti svo Vansbrosimningen-sundið í júlí á síðasta ári en þá eru tveir kílómetrar syntir í ánni Vanån og svo einn kílómetri í Västerdal- ánni. Ragnar segir að það hafi verið ákaflega sérstakt en skemmtilegt. „Sundið sjálft var ekkert endilega það erfitt heldur að áin var alveg svört. Maður sá ekki neitt. Ég var búinn að fara í laugina og æfa mig vel fyrir sundið. Gat al- veg synt þessa þrjá kílómetra. En að synda í svona svartri á þá vissi mað- ur ekk- ert hvað var að fara narta í mann,“ segir hann og hlær. „Það að komast yfir það var eig- inlega erfiðast.“ Hver grein er áskorun Hingað til hefur bakið á Ragn- ari þolað þetta álag sem hefur fylgt því að undirbúa sig fyrir þessar keppnir, gert það betra ef eitthvað er. Hann reimaði allavega á sig fótboltaskóna í kringum jólin og prófaði að sparka í bolta þegar hann kom til Íslands í stutt frí. Hann rekur íbúðar- leiguna Red Apple Ap- artments frá Lundi í Sví- þjóð auk þess að æfa sig fyrir Vasa-gönguna sem fram fer í mars. „Þetta er áskorun og mað- ur er að gera það sem mað- ur hefur ekki gert áður. Ég hefði geta farið í hálfan klassíker en það hefði ekki verið jafn gaman.“ Rétt áður en Ragnar stakk sér til sunds í Van- ån-ánni þar sem tveir kílómetrar eru syntir. Einn kílómetri er syntur í Västerdal-ánni. STEFNT Á VERÐLAUN Í SVÍÞJÓÐ Nennti ekki að verða sófadýr RAGNAR FJALAR SÆVARSSON ÁKVAÐ AÐ TAKA ÞÁTT Í EN SVENSK KLASSIKER EN KEPPNIN GENGUR ÚT Á AÐ KLÁRA FJÓRAR ÞREKRAUNIR Á EINU ÁRI. NÆST Á DAGSKRÁ ER VASA- SKÍÐAGANGAN Í MARS OG SVO HJÓLREIÐAKEPPNI Í JÚNÍ. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Vasa-gangan í Svíþjóð er sögð vera ein erfiðasta skíðaganga veraldar. 30 kílómetrar að baki, Ragnar kemur í mark í Lidingöloppet víðavangshlaupinu. *Heilsa og hreyfingMegrunarkúrar fyrri tíma eru fjölbreyttir og forvitnilegir að gerð og ekki alltaf skynsamlegir »22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.