Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Prestshjónin á Akureyri buðu matargestum sínum upp á villibráð í fjórum útfærslum »324 kjúklingabringur500 g kotasæla 300 g spínat 1 laukur 1 rauð paprika 6 tómatar eitt búnt af basiliku hálfur lítill parmesanostur hvítlauksgeirar að vild, sjálf nota ég ca 5 geira. mozzarellaostur 1 tsk. múskat 1 dós af hökkuðum tómötum með basiliku 1 dós af hökkuðum tómötum með chili 2 msk. chili-chutney 2 msk. blönduð berjasulta 1 egg Sjálf krydda ég sósuna og kjúklinginn með ítölsku kryddi, paprikukryddi, salti og pipar og smakka síðan til. 1 poki af ferskum lasagna-plötum Aðferð: Byrjað er á því að skera niður lauk, papr- iku og tómata. Allt sett á bökunarpappír og inn í ofn í 15 mín. við 170°C hita. Á meðan er kjúklingurinn steiktur upp úr hvítlauk og kryddi. Einnig er spínatið steikt á pönnu upp úr ólífuolíu. Kotasælu blandað saman við eggið, 4 msk. af par- mesanosti, hálft búnt af basiliku og spínat í skál og að lokum er kjúklingnum bætt við. Grænmetið er tekið úr ofninum og sett í pott með hvítlauk, tveimur dósum af tómötum, afganginum af basilikunni, sultu, chutney, múskati, teskeið af par- mesanosti, ítölsku kryddi og salti og pipar. Sósan er látin malla í 30 mín. en því lengur sem hún mallar því betri verður hún. Að lokum fara lasagna-plöturnar í bleyti í fimm mínútur. Þá eru 2-3 msk af fyllingu settar á hverja plötu. Ég var með sex plötur og fékk úr því sex can- nelloni-rúllur. Plötunum er rúllað varlega upp og settar í eldfast mót, sósunni síðan hellt yfir allt og mozarellaostur rifinn yfir. Sett inn í ofn við 180° í 25 mínútur. H in nýbakaða móðir Ósk Gunn- arsdóttir hefur mikinn áhuga á matargerð og fær oft hugmyndir úr matreiðsluþáttum. Hún starfar sem útvarpskona og sinnir einnig verkefnum í viðburðastjórnun en hún er ásamt bróður sínum með útvarpsþáttinn Kristján & Ósk á FM957. Hún segist dugleg að elda mat en sé ekki nógu góð í því að baka, hún ætli þó að reyna að bæta sig á því sviði á nýju ári. „Ég hef mikinn áhuga á matargerð og þakka for- eldrum mínum fyrir það,“ segir Ósk. „Pabbi er lærður kokkur og mamma er sjálf algjör meistarakokkur. Þau voru alltaf að bardúsa í eldhúsinu og leyfðu okkur systkinunum að vera með hvort sem það var verið að gera slátur eða baka smákökur,“ segir Ósk sem hefur einnig mikið dálæti á matreiðsluþáttum. Allir eiga einhverjar skemmtilegar ham- farasögur úr eldhúsinu, óreyndir sem þaul- reyndir. „Einn morguninn vaknaði ég snemma og var að fara að búa mér til ber- jabúst í blandaranum. Ég setti skyr og ber í blandarann og hef greinilega ennþá verið sofandi því ég skildi skeið eftir á kafi í gumsinu. Ég kveikti á blandaranum og sat uppi með eldhús sem leit út fyrir að vera úr hryllingsmynd og ónýtan blandara,“ segir hún og hlær. Maturinn sem aldrei klikkar hjá Ósk er ofnbakaður lax, ýmist með chili og mangó, lime og kóríander eða sesamfræjum og ter- iyaki-sósu. „Þá er toblerone-ísinn sem ég bý til á jólunum alveg guðdómlegur, enda fæ ég hann aðeins einu sinni á ári.“ Réttinn sem hún framreiðir hér sá hún í mat- reiðsluþætti og ákvað að prófa sig áfram með hann. „Ég breytti réttinum aðeins og gerði hann svolítið að mínum með einhvers konar tilraunastarfsemi,“ segir Ósk að lok- um. Morgunblaðið/Árni Sæberg PABBINN KOKKUR OG MAMMAN MEISTARAKOKKUR Fær innblástur úr matreiðsluþáttum ÓSK GUNNARSDÓTTIR ÞAKKAR FORELDRUM SÍNUM ÁHUGA SINN Á ELDAMENNSKU. HÚN FÉKK AÐ VERA MEÐ Í ELDHÚSINU UNG AÐ ALDRI OG HEFUR SÍÐAN ÞÁ VERIÐ DUGLEG AÐ ELDA EN ÆTLAR SÉR AÐ VERÐA BETRI Í BAKSTRINUM Á NÝJU ÁRI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Ósk Gunnarsdóttir sá rétt- inn að ofan í matreiðslu- þætti en breytti honum eftir ýmsar tilraunir og lagaði að eigin smekk. Kjúklinga-, spínat- og ostafyllt cannelloni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.