Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 19
Fyrir þá sem hafa gaman af því að kíkja í verslanir verður ekki komið að tómum kofunum í Vínarborg frekar en öðrum heimsborgum. Hún verður þó seint talin ódýr í samanburði við margar aðrar. Kartnerstrasse er skemmtileg göngugata í miðbænum, skammt frá óperunni og Sacher-hótelinu. Mariahilfer Strasse er svo stærsta verslunargatan auk þess sem verslunar- miðstöðvar eru þónokkrar. Á Kohlmarkt eru flest ef ekki öll helstu hátískuhús heimsins með útibú og verðlagið eftir því. TÓNLEIKAR UM ALLA BORG Ef Vínarborg er þekkt fyrir eitthvað öðru fremur er það fyrir að vera vagga tónlistarinnar. Hér ólust helstu meistararnir ýmist upp eða dvöldu lang- dvölum, hvort sem um ræðir Mozart, Beethoven, Brahms, Mahl- er, Schubert, Strauss eða aðra. Að ógleymdum Vínardrengja- kórnum sem borgin er líka fræg fyrir. Tónlistin skipar enn ríkulegan þátt í menningarlífi borgarinnar og eru fjölmargir tónleikar þar í boði dag hvern. Flestir þekkja ennfremur Fílharmóníusveit borgarinnar, ekki síst af nýárstónleikum hennar ár hvert. Heimavöllur sveitarinnar er tónleikasalurinn Wiener Musikverein, en þangað leggja ófáir leið sína til að njóta fallegra tóna. Hafi fólk lengi haft hug á að ná sér í gamalt „góss“ á góðu verði er ekki úr vegi að koma við í einhverju af uppboðshúsum Vínarborgar. Er oftar en ekki hægt að virða þar fyrir sér muni sem munu boðnir upp þá vikuna og það í öllum verðflokkum. Kennir oft ýmissa grasa á slíkum slóðum, t.d. í Dorotheum. Þar er oft- ar en ekki hægt að bjóða í silfur, skart, hús- gögn, úr og málverk, og gera góð kaup. UPPBOÐSHÚS Ráðhúsið er ein bygginganna við hringveginn. Á torginu þar er iðulega mikið líf og oft eitthvað um að vera. 19.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Það væri til að æra óstöðugan að nefna öll söfnin sem er að finna í Vínarborg en þau eru yfir 100 talsins. Mörgum höllum hefur sem dæmi verið breytt í söfn og það jafnvel fleiri en eitt. Til dæmis eru söfnin þrjú í hinni tilkomumiklu aðalhöll Habsborgaranna við Ringstrasse, Hofburg. Þar er m.a. hægt að kynna sér hvernig aðalsfólkið bjó. Önnur höll sem inniheldur veglegt safn er Belvedere höllin en þar er tvö lista- söfn að finna. Á öðru þeirra má m.a. finna Kossinn fræga eftir Gustav Klimt. Önnur þekkt söfn eru m.a. listasögusafnið og náttúrugripasafnið, Techinsches Museum Wien, Leopold Museum, KunsHausWien og fleiri. Þá eru einni ótalin söfn tileinkuð dáðustu sonum borgarinnar, t.d. Mozart og Freud auk þess sem kirkjugarðurinn Zentralfriedhof, þar sem margir þeirra hvíla (þó ekki Mozart en hans er minnst), er einnig vinsæll viðkomustaður ferðamanna. SÖFN OG SAGA Matur og markaðir Nýlenduvöruverslunin Julius Meinl er mjög skemmtileg heim að sækja. Þar úir og grúir af fjölbreyttri sælkerafæðu. Er ekki síður skemmtilegt að virða fyrir sér mannlífið yfir kaffibolla á jarðhæð verslunarinnar. Af matarmörkuðum skal sérstaklega bent á ávaxta- og grænmetismarkaðinn Nasch- markt. Þar er líka mikið úrval af veit- ingastöðum og kaffi- húsum. Ef velja ætti ein- kennandi rétti Vín- arbúa er líklegt að Schnitzel og kökur kæmu einna fyrst upp. Kaffihús borg- arinnar eru heims- þekkt, ekki síst fyrir heitu eplakökuna Apfelstrudel og Sacher- tertu. Ekki er síðra ef sú síðarnefnda er snædd á samnefndu hóteli sem stendur gegnt Ríkisóperunni. Annar kunnur staðarréttur í Vín er svokall- að Tafelspiz sem ku hafa verið eftirlæt- isréttur Frans Jósefs I. Er um að ræða magurt nautakjöt soðið ásamt grænmeti. Austurríski kokkurinn Mario Plachutta hefur gert þennan rétt að þungamiðju veitingaveldis síns, gefið út bækur og rekur veitingastaði. Eitt kaffihús til verður að nefna sérstaklega en það er Palmenhaus, í glerskála Hof- burg-hallarinnar. Einnig má geta þess að vinsælt er hjá Vínarbúum að bregða sér á Heurigen, svokallaðar vínkrár – ýmist í út- jaðri eða innan borgarinnar. Á slíkum krám er boðið upp á einfaldan mat en vín hússins fæst keypt á karöflum gegn vægu gjaldi. ARABÍSKIR HESTAR Í HÖLLINNI Margir leggja leið sína í Spænska reiðskólann í Hofburg-keisarahöllinni, þegar þeir heimsækja Vín. Skólinn byggir á fornri hefð en þar er hægt að sjá arabíska Lipizzaner-fáka leika listir sínar samkvæmt kúnstarinnar reglum. VERSLANIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.