Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Page 2
Hvað? Tónsnillingar morgundagsins. Hvar? Kaldalón í Hörpu. Hvenær? Sunnudag kl. 20. Nánar: Þórunn Vala Valdi- marsdóttir, sópran, flytur ljóðaflokkinn Frauenliebe und Leben eftir Schumann og aríur eftir Scarlatti, Caccini, Händel og Mozart við meðleik strengjakvartetts. Eyru morgundagsins Hvað? Kjarval bankanna. Hvar? Kjarvalsstöðum. Hvenær? Sunnudag kl. 10-17. Nánar: Fulltrúar á vegum Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka segja frá og kynna verk Kjarvals sem er að finna í listaverkaeign þeirra. Kjarvalssýning 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 Rígur er af hinu góða. Alltént inn- an heilbrigðra skynsemismarka. Hann getur ef rétt er með farið hvatt menn til góðra verka. Um þetta hugsaði ég þegar ég hitti Indru Nooyi, stjórnar- formann PepsiCo, fyrr í vetur. Hún brennur fyrir það að gera Pepsi að stærsta gosdrykk í heimi og til þess þarf hún að gera betur en höfuðandstæðingurinn, Coca Cola. Milli þessara risa á gos- drykkjamarkaði ríkir rígur sem hefur þá skemmtilegu birtingar- mynd að enginn hjá Pepsi nefnir kók á nafn, aðeins er talað um „hinn cola-drykkinn“. Þetta varð- ar örugglega brottrekstri. Ungur Íslendingur, Árni Ingi Pjetursson, gerir þetta einnig að umræðuefni í viðtali í Sunnudags- blaði Morgunblaðsins í dag. Hann er á leið frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, sem einmitt hef- ur umboð fyrir Pepsi á Íslandi, til íþróttavörurisans Nike í Bret- landi. Hann fer því úr einum ríg í annan, í stað þess að tala um „hinn cola-drykkinn“ verður hann nú að muna að segja bara „Adi“, þegar vísað er til helsta keppi- nautar Nike á markaði. Eflaust gilda sömu reglur hjá Adidas. Sem knattspyrnuáhugamaður þekkir Árni Ingi þetta líka en hann fylgir Manchester United að málum í enska boltanum. Á þeim vettvangi er rígurinn síst minni en í viðskiptunum og stuðningsmenn United vísa gjarnan til höfuðand- stæðings síns, Manchester City, sem „háværa nágrannans“. Þannig styrkir rígurinn bæði lið og hvetur þau til afreka á velli. Í þessu ljósi hyggst ég taka þetta upp í mínu lífi. Sem Morg- unblaðsmaður mun ég framvegis aðeins tala um „F-ið“ í Skaftahlíð- inni og sem Þórsari bara um „K- ið“ á Brekkunni. Hver veit nema það dugi til að halda mínum mönnum uppi í sumar? RABBIÐ Rígur er af hinu góða Orri Páll Ormarsson Fyrri umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna á Rás 2, fór fram um síðustu helgi, en í ár eru 30 skólar skráðir til leiks. Spurningakeppnin er árlegur viðburður en framhaldsskólanemar öttu fyrst kappi í Gettu betur árið 1986 og Fjölbrautaskóli Suðurlands var fyrsti skólinn til að vinna keppn- ina. Ýmsir hafa komið að stjórn og dómgæslu þáttanna í gegnum tíðina. Má þar nefna Vernharð Linnet, Stefán Jón Hafstein, Davíð Þór Jónsson, Evu Maríu Jónsdóttur og Sigmar Guðmundsson og feðgin hafa með löngu millibili verið í hlutverki spyrils; Hermann Gunnarsson á níunda áratugnum og Edda Her- mannsdóttir árin 2011 til 2013. Logi Bermann Eiðsson er sá spyrill sem hvað lengst sá um að hlýða menntaskælingum yfir lærdóminn en hann spurði þá spjörunum úr í ein sjö ár. Hér er hann ásamt dómara Gettu betur árið 2000, Ólínu Þorvarðardóttur. Á þessum tíma var sá háttur hafður á að ferðast var milli framhaldsskóla með spurningarnar. julia@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson GETTU BETUR AF STAÐ GETTU BETUR HÓFST UM SÍÐUSTU HELGI Á RÁS 2 OG ÁTTA SKÓLAR ERU KOMNIR ÁFRAM Í AÐRA UM- FERÐ. EFTIR TVÆR VIKUR HEFST BEIN ÚTSENDING Í SJÓNVARPI FRÁ SÍÐARI VIÐUREIGNUM KEPPNINNAR. GETTU BETUR HEFUR NOTIÐ MIKILLA VINSÆLDA MEÐAL ÞJÓÐARINNAR FRÁ ÞVÍ AÐ ÞÁTTUNUM VAR HLEYPT AF STOKKUNUM ÁRIÐ 1986. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað: Franska kvik- myndahátíðin. Hvar: Háskólabíó. Hvenær: 18.-30. jan- úar. Nánar: Hátíðin sem færði okkur The Into- uchables árið 2011 hefst um helgina. Veisla fyrir skynfæri Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað: Við slaghörpuna í hálfa öld. Hvar: Salnum í Kópavogi. Hvenær: Sunnudag kl. 12. Nánar: Í tilefni af hálfrar aldar starfi Jónasar við slaghörpuna fær hann til sín gesti, sópransöngkonuna Þóru Einarsdóttur og leikkonuna Krist- björg Kjeld. Afmælistónleikar Jónasar Hvað? Reykjavíkurleik- arnir. Hvar? Laugardalshöll. Hvenær? Sunnudag kl. 13-15. Nánar: Aníta Hinriks- dóttir og aðrar stjörnur frjálsíþróttanna keppa í Laugardalshöll. Íþróttaborgin Reykjavík Hvað? Ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn. Hvar? Ásmundarsafni. Hvenær? Laugardag kl. 10. Nánar: Ný verk eftir níu íslenska sam- tímalistamenn ásamt abstraktverkum Ásmundar Sveinssonar (1893-1982). Á sýningunni er vakin athygli á efnistökum Ásmundar á sjöunda áratugnum og sam- hljómi hans við starfandi listamenn í dag. Níu nýir * Forsíðumyndina tók Ómar Óskarsson.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.