Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 32
É g hef mjög gaman af eldamennsku og þær bókmenntir sem ég les þessa dagana eru fyrst og fremst matreiðslubækur,“ segir Heimir Haraldsson, náms- og starfsráðgjafi á Akureyri. Hann og eiginkona hans, séra Hildur Eir Bolladóttir, buðu góðum vinum í sannkallaða villibráðarveislu. „Ég elda ekki, er ekki mikil áhugamanneskja á því sviði, og hef ekki sjálfstraust þegar kemur að matreiðslu en Heimir er hins vegar rosalegur kokkur. Við áttum mikið af villibráð í frystinum og eftir að ég fór að borða kjöt í fyrra, í fyrsta skipti í 16 ár, hefur villibráð komist efst á vinsældalistann hjá mér,“ segir Hildur sem segist í stað elda- mennskunnar leggja á borð, velja vín og skreyta og hefur gaman af því. „Ég er svolítið eins og klínik- dama hjá honum í eldhúsinu – geri bara það sem Heimir segir mér að gera og rétti honum áhöldin.“ Heimir hefur fíleflst í skotveiðinni eftir að eiginkona hans fór að borða kjöt á ný og kom heim með rjúpur í jólamatinn og fjölskyldan er öll sammála um að villibráðin sé besta kjötið. „Ég hef ekki gert mikið af því að elda villibráð enda nýfarinn að stunda skotveiði en það er sérstaklega gaman að elda eitthvað sem maður hefur veitt sjálfur.“ Heimi langaði að bjóða vinafólki þeirra hjóna upp á ólíka villibráðarrétti þannig að hægt væri að smakka alls konar útfærslur á kjötinu. „Þeir virðast vera endalausir möguleikarnir hvernig á að elda gæsina,“ segir Heimir. Hann bætir við að borðsamfélagið í kringum matarboðið skipti miklu máli og mat- ur bragðist alltaf betur innan um skemmtilegt fólk eins og þau eyddu kvöldinu með. Þau hjón eru þá meðal annars í matarklúbbi með gömlum menntaskólavinum Hildar. „Þetta fylgir aldrinum að halda matarboð held ég. Þá er maður hættur að skreppa út og fær fólk frekar í heimsókn,“ segir Hildur Eir og hlær. Þetta var fyrsta mat- arboð þeirra hjóna á nýju ári og drengirnir þeirra snæddu að sjálfsögðu með og hundurinn Kári var sérlega áhugasamur um störfin í eldhúsinu. Kári sýndi matarboðinu mikinn áhuga. Vinkonurnar Hildur Eir og Lára Sóley nutu villibráð- arinnar sem Heimir eldaði. NOTALEG KVÖLDSTUND Á AKUREYRI Villt fyrir norðan *Ég ersvolítiðeins og klínik- dama hjá honum í eld- húsinu – geri bara það sem Heimir segir mér að gera.“ HJÓNIN HEIMIR HARALDSSON OG HILDUR EIR BOLLADÓTTIR BUÐU GÓÐUM VINUM Í KVÖLDVERÐARBOÐ, MEÐ VILLIBRÁÐ Í ALLS KYNS ÚTFÆRSLUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 Matur og drykkir 1 gæsabringa 2 msk. sykur 1½ dl gróft salt ½ msk. rósapipar ½ msk. rósmarín ½ msk. timían ½ msk. basilíka ½ msk. estragon ½ msk. sinnepsfræ ½ msk. dill BLÁBERJASÓSA MEÐ GRÖFNU GÆSINNI 1 dl bláberjasulta 1 msk. balsamedik ½ bolli timían, ferskt pipar 1 dl olía Allt hrært vel saman. Grafin bringa 500 g ávextir að eigin vali 250 ml vanillujógúrt 150 ml rjómi ½ tsk. vanilludropar myntulauf Til að gera jógúrtina að froðu þarf að nota tvö hylki í rjómasprautuna. Jógúrt- eftirréttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.