Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 49
ég ráðskona hjá Tómasi Tómassyni bónda, sem var ógiftur og 15 árum eldri en ég, og móður hans Vil- borgu Jónsdóttur. Lét sig hafa að borða súpuna Ég hafði aldrei verið í sveit en ég kunni að elda. Ekki kunni ég þó að elda laxasúpu, sem var nauðsyn- legt þarna, Hvítá rennur næstum við bæjardyrnar og er laxveiðiá. Ég reyndi að elda laxasúpu og fór eftir bragðskyni mínu. Súpan varð heldur sterk og Vilborg fussaði og spýtti henni út úr sér. Tómas vildi aftur á móti ekki móðga nýju ráðs- konuna sína og lét sig hafa það að borða súpuna. Það launaði sig, við tókum saman og giftum okkur og eignuðumst saman tvo syni, Tómas og Þorbjörn. Ég hafði farið með ryksuguna mína, hrærivélina og þvottavélina með mér í sveitina. Tengdamóðir mín snerti aldrei á þeim vélum. Mér var nýnæmi í að þurfa að salta kjöt og taka slátur, en systur Tómasar hjálpuðu mér og þannig lærði ég handtökin. Þeg- ar frá leið seldi ég íbúðina mína í Reykjavík og við Tómas byggðum nýtt íbúðarhús. Hins vegar var arðurinn af búskapnum ekki næg- ur, þarna var tvíbýli og bjó Einar bróðir Tómasar á móti okkur með konu sinni Ragnheiði Guðmunds- dóttur. Ég stakk því upp á að ég færi að kenna og afla þannig meiri tekna. Á Selfossi bauðst mér kennsla við gagnfræðaskólann, sem ég tók og líkaði vel. Á Selfossi var ekki til það sem kallað er ein- elti, þvert á móti. Ég dvaldi svo á Selfossi virka daga og Þórður með mér, hann var þá kominn á skóla- aldur, en Tómas sinnti hinum drengjunum heima í Auðsholti á meðan. Mér fannst þetta fínt fyr- irkomulag þótt sumum þætti það óvenjulegt. En það var sannarlega nóg að gera hjá mér á helgum, þegar ég átti frí frá kennslunni. Á sumrin var oft fjör. Líklega má ég teljast meðal frumkvöðla í ferðaþjónustu. Hringt var í mig frá Loftleiðum vegna útlendinga sem vildu komast í sveit. Ég var með gamla húsið og gat hýst fólk svo ég sló til. Þetta var mikil vinna en skemmtileg og ég kynntist mörg- um útlendingum sem sumir halda enn sambandi við mig. Tómas stakk upp á að ég sýndi gestunum merka staði í nágrenninu. Ég átti gamlan Trabant og ók með ferða- fólkið í honum til að skoða Gullfoss og Geysi og aðra staði og spjallaði við fólkið eftir bestu getu. Ekkert fékk ég fyrir þessar ferðir nema ánægjuna. En svo var farið að skattleggja ferðaþjónustuna og þá ákvað ég að hætta. Árið 1974 dó Tómas maðurinn minn úr krabba- meini. Eftir það stundaði ég ekki búskap, það fór að losna um mig í sveitinni og ég fór að gera mér ferðir til Reykjavíkur. Bingó í Súlnasalnum Eitt sinn fór ég og gisti á Hótel Sögu. Stúlka sem var að vinna þar, gamall nemandi minn frá Selfossi, sagði við mig: „Ætlar þú ekki á bingóið í kvöld í Súlnasalnum?“ Jú, ég vildi það og svo fór að ég vann fyrsta vinninginn, miða til Slóven- íu, til Portoroz. Þangað fór ég um haustið. Fyrst sat ég ein við borð en svo kom þjónn og spurði mig hvort ekki væri í lagi að ég sæti við borð hjá manni sem líka væri einn á ferð. Ég sagði að það væri í lagi. Maðurinn var Bent Bentsen, heildsali í Reykjavík, sem misst hafði maka sinn eins og ég. Við sátum svo saman við máltíðir og smám saman fórum við að kynn- ast. Svo fór að við Bent tókum saman og vorum sambýlisfólk í fjölmörg ár, þar til hann lést. Það voru yndisleg ár, við áttum vel saman við Bent og ferðuðumst víða. Við sögðum stundum í gríni að ég hefði unnið hann í bingó. Bent hafði jafnan konu sem kom og tók til og sjálfur hafði hann gaman af að elda svo ég átti náð- uga daga. Ég hafði lært myndment í Kennaraskólanum og fannst gam- an að mála, svo ég fór að mennta mig í myndlistinni og hélt nokkrar sýningar, m.a. í Gerðubergi, sem átti að standa í mánuð en stóð í marga mánuði. Eftir að Bent dó hef ég haldið heimili ein. Um tíma bjó sonur minn Þórður hjá mér en hann lést vorið 2012, ég sakna hans mikið. Svissneskur leigjandi hefur verið viðloðandi hjá mér í níu ár. Það kemur sér vel, hann ekur mér t.d. í búðir. Ég má ekki lengur keyra vegna aldurs og finnst það afleitt. Ég hef það sem sagt eins gott og hægt er. Ég fæ aðstoð við tiltektir, synir mínir eru mér hjálplegir og svo er ég í dagvist í Þorraseli tvo daga í viku. Það gefur lífinu lit og tilbreytingu. Þar vinnur frábært fólk.“ Páfuglastellið kallaði mamma hennar Helgu þetta glæsilega stell. Enda skreytt með páfuglum og alltaf tekið fram þegar á hátíðum og tyllidögum. Það er í miklu uppáhaldi hjá Helgu. Morgunblaðið/Rósa Braga Helga Þórðardóttir fór að sinna myndlist eftir að hún flutti til Reykjavíkur úr Biskupstungunum. Hún málaði m.a. báðar myndirnar sem sést í fyrir ofan hana. Myndin er af ömmu Helgu og nöfnu, sem rak gistiað- stöðu í Ártúni. Kannan við hliðina á myndinni var í henn- ar eigu. Helga telur hana til „helgra“ muna á heimilinu. 19.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 ellingsen.is – FULLT HÚS ÆVINTÝRA AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 50% AFSLÁTTUR DIDRIKSONS TILDA ÚLPA Stærðir 36–46 13.995 KR. VERÐ ÁÐUR 27.990 KR. COLUMBIA NEWTON GÖNGUSKÓR Stærðir 32–39 11.990 VERÐ ÁÐUR 16.990 KR. ALLT DEVOLD PULSE 40% AFSLÁTTUR AÐRAR DEVOLD VÖRUR 20% AFSLÁTTUR COLUMBIA COMBIN GÖNGUSKÓR Stærðir 7,5–12 19.990 KR. VERÐ ÁÐUR 34.990 KR. COLUMBIA TRACK SVEFNPOKI 4.490 KR. VERÐ ÁÐUR 6.990 KR. COLUMBIA POWDERBUG KULDASKÓR Stærðir 25–31 5.990 KR. VERÐ ÁÐUR 11.990 KR. RAFSKUTLUR Litur: Svartur, rauður og blár 79.990 KR. VERÐ ÁÐUR 139.900 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.