Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 Þ etta er dramatísk tónlist og til að geta notið hennar verða menn að einbeita sér til fulls. Litirnir eru sterkir og tekið djúpt í árinni. Sjálfsagt má flokka þetta sem „þunga“ tónlist, en þegar ég horfi nú til baka er ég ánægður með að hafa staðið á mínu og hafa ekki samsamað mig um of að ríkjandi kröfum um léttleika í listinni,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld um tónverkin sem hljóma á Tengsl, nýútkomnum hljómdiski sem útgáfufyrirtækið Smekkleysa og Kamm- ersveit Reykjavíkur hafa sent frá sér. Á hljómdiskinum eru fimm kammerverk eftir Hjálmar sem hann samdi á árunum 1976 til 1998, en þau voru tekin upp 2003 og 2004. Aðspurður segir Hjálmar það frekar hafa verið til góðs að útgáfan hafi dregist. „Enda er það með góða tónlist eins og vínið að hún batnar bara með aldrinum.“ Þá tekur Hjálmar fram að sér finnist líka nauðsynlegt að fá ákveðna fjarlægð á verk sín. „Auðvitað er maður mest upptekinn af því sem maður er að semja hverju sinni, en svo þarf maður lengri tíma til að upplifa verkin sín í ein- hverju samhengi, finna hvort þau eigi eitt- hvað stærra erindi en að tala til þess staðar og stundar sem þau skapast í. Það er kannski ekki fyrr en eftir fimmtán til tuttugu ár sem maður er kominn í einhverja sátt við eigin smíðar. Sjálfur er ég ánægðastur með elstu verkin á diskinum, en kannski á það eftir að breytast þegar fram í sækir. Allri sköpun fylgir viss kvíði Aðeins eru liðnir nokkrir mánuðir síðan Hjálmar lét af störfum sem rektor Listahá- skóla Íslands eftir fimmtán ára farsælt starf. Hjálmar viðurkennir fúslega að ekki hafi gef- ist mikill tími fyrir tónsmíðar meðan hann sinnti rektorsstöðunni, enda var hann vakinn og sofinn yfir skólanum. „Ég gætti þess þó að láta aldrei líða of langan tíma milli þess sem ég var að fást við tónsmíðar og ég hef alltaf æft mig reglulega á píanóið, allt frá hreinum fingraæfingum yfir í kröfumeiri verk,“ segir Hjálmar og tekur fram að leið hans inn í tónlistina og þar með tónsmíð- arnar hafi ávallt legið í gegnum hljóðfærið sjálft. „Þegar ég hætti sem rektor ákvað ég að gefa mér þennan vetur til að ná aftur heild- armyndinni, skerpa fókusinn um hvar ég vilji beita mér og skapa mér vettvang, tengja mig á nýjan hátt inn í íslenskt og erlent tónlistar- líf og tileinka mér nýja tækni og skrásetja eigin verk, en handritin fylla marga kassa. Í ákveðnum skilningi má segja að ég sé kom- inn aftur á þann reit sem ég var fyrir 15 ár- um, sem er spennandi en líka kvíðvænlegt. Allri sköpun fylgir viss kvíði, því maður er að búa eitthvað til úr engu,“ segir Hjálmar og tekur fram að það hafi verið forréttindi að fá, í starfi sínu sem rektor LHÍ, að vera í tengslum við helstu hræringar og nýjustu pælingar yngstu kynslóðarinnar. „Mér finnst ég því vera alveg inni í kvikunni á því sem er að gerast og skiptir máli,“ segir Hjálmar. Tónlist sem stenst ólíkar umbúðir „Ég skynja þörf hjá listafólki í öllum list- greinum að snúa aftur í klassíska hugsun og einbeita sér að grunnatriðum listarinnar. Svo ég tali út frá tónlistinni þá hafa síðustu ára- tugir einkennst af ofuráherslu á hljóðliti og áferð, en minna verið hugað að sjálfri tón- byggingunni og formum. Þetta hefur leitt af sér endalausa framleiðslu af síbyljutónlist, sem hefur frekar það markmið að sefja en að vekja og er í mínum huga tilbreytingasnauð og viðburðalítil. Þetta er yfirleitt auðvelt tón- list og hefur þann mikla kost að hún nær auðveldlega athygli framleiðenda og umboðs- manna og þeirra sem ráða ríkjum í stofn- anakerfi listanna. Að mínu mati er hins vegar margt af því besta sem samið hefur verið í tónlist það sterkt í grunnatriðum að það skiptir ekki máli í hvaða búnað músíkin er sett eða á hvaða hljóðfæri hún er spiluð,“ segir Hjálmar og nefnir í því samhengi Gold- berg-tilbrigðin eftir J.S. Bach. „Við heyrum börn leika bestu tónsmíðar misvel, en músíkin er kannski aldrei fallegri en þegar hún er spiluð af hjartans einlægni og náttúrulegu sakleysi. Það er útópísk hug- mynd hjá mér að búa til svoleiðis músík, sem stenst misgóðan flutning og ólíkar umbúðir. Ég hef ítrekað sagt við nemendur að vits sé þörf í listsköpun jafnt sem á öðrum sviðum. Við eigum að gera kröfu til fólks um að það vilji eitthvað meira en það sem er auðveldast. Kannski er það óraunhæft, en ég vil vinna eftir þeirri forsendu. Öðruvísi fá hlutirnir ekki inntak.“ Athygli vekur að tvö verkanna fimm á diski Hjálmars, þ.e. Tengsl og Sex sönglög, eru samin við ljóð Stefáns Harðar Gríms- sonar. „Ég les mjög mikið ljóð og ljóð Stef- áns höfða sterkt til mín. Textar hans fjalla með einum eða öðrum hætti um manninn og umhverfi hans. Þetta sést til dæmis vel í ljóð- inu Þögnuðuholt í ljóðabókinni Tengsl sem er eitt magnaðasta ljóð sem ort hefur verið um þetta efni. Ég var svo lánsamur að kynnast Stefáni,“ segir Hjálmar og tekur fram að Stefán hafi tekið ungskáldinu vel árið 1974 þegar Hjálmar bað um að fá að semja raf- tónlistarverk við ljóð hans. „Í framhaldinu vildi hann fá að fylgjast með tónsmíðum mín- um. Þegar hann kom á tónleika mína mætti hann iðulega seint, sat aftast og fór alltaf fyrstur út. Hann vildi þannig forðast alla at- hygli. Hann sendi mér alltaf bækur sínar í leigubíl eða kom sjálfur með þær þó án þess að láta vita af sér. Í mínum huga er Stefán eitt af höfuðskáldum síðustu aldar á Íslandi.“ Jón Leifs og leikhúsið áhrifavaldar Á fyrrnefndum diski eru fimm verk af fjölda mörgum sem Hjálmar samdi á rúmlega tutt- ugu ára tímabili. Aðspurður segir hann að vel megi í þessum verkum sjá hvernig hann hafi þróast og þroskast sem listamaður. „Á þess- um tíma var ég að vinna mikið í leikhúsinu og sjálfsagt vegna áhrifa þaðan varð leikræn frásögn mjög áberandi þáttur í hljóðfæra- músík minni. Á sama tíma var ég að vinna mikið með tónlist Jóns Leifs, en í raun má segja að það hafi verið mitt annað starf að endurreisa hann sem tónskáld bæði með skrifum mínum sem og með að fá tónlist hans flutta. Þótt ég sé mjög ólíkur Jóni á all- an hátt sem tónskáld og persónuleiki er al- veg greinilegt að áhrif hans hafa síast inn og þannig má segja að fyrsta verkið á diskinum, Adagio fyrir strengjasextett, sé „homage“ til Jóns Leifs. Ég finn að eftir því sem ég þroskast í mús- íkinni þá flækist það minna fyrir mér hvernig ég vil að hún hljómi. Auðvitað set ég mér alltaf einhverjar reglur og ramma fyrirfram, en með reynslunni er ég reiðubúnari að sveigja þann ramma, gera hann dýnamískari og hef meiri húmor fyrir sjálfum mér. Maður þarf ekki endilega að fara á viku bömmer þó manni finnist einhver hljómur ekki alveg passa,“ segir Hjálmar kíminn og tekur fram að reynslan hafi kennt sér að betra sé að leggja hlutina til hliðar og koma að þeim síð- ar. „Þegar maður semur stærri verk, ég tala nú ekki um sinfónísk verk sem tekur marga mánuði, þá er eðlilega hætta á að maður fest- ist í smáatriðunum og missi þannig skynj- unina á verkið sem heild. Sökum þessa þarf maður að temja sér vinnuaðferðir sem eru þannig að maður haldi andanum og fersk- leika hugmyndarinnar sem býr að baki til lengri tíma,“ segir Hjálmar og tekur fram að hann vinni yfirleitt alltaf smærri verk sam- hliða stærri verkum til þess að geta skipt á milli. Spurður hvaða þýðingu það hafi fyrir sig að Tengsl komi út núna þegar hann sé að snúa sér að tónsmíðum af fullum krafti segir Hjálmar það mjög jákvætt. „Það kemur sér mjög vel fyrir mig að þessi verk komi út núna þegar ég get fylgt þeim betur eftir.“ Hjálmar segist vera afar ánægður með hvernig staðið sé að útgáfunni og vel sé vandað til flutnings tónlistarinnar. „Hér er á ferðinni úrvalslið íslenskra söngvara og hljóð- færaleikara, og það er von mín að hlustendur eigi eftir að njóta bæði tónlistar og ljóða.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson HJÁLMAR H. RAGNARSSON TÓNSKÁLD HEFUR LOKS RÁÐRÚM TIL AÐ SINNA SKÖPUN SINNI Krefjandi á tímum léttleikans TENGSL NEFNIST HLJÓMDISKUR MEÐ FIMM KAMMERVERKUM EFTIR HJÁLMAR H. RAGNARSSON SEM ÚT ER KOMINN. TÓNSKÁLDIÐ LÍKIR GÓÐRI TÓNLIST VIÐ VÍNIÐ SEM BATNI BARA MEÐ ALDRINUM. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Auðvitað set ég mér alltaf einhverjar reglur og ramma fyrirfram, en með reynslunni er ég reiðubúnari að sveigja þann ramma, gera hann dýnamískari og hef meiri húmor fyrir sjálfum mér.“ Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.