Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 Ferðalög og flakk V ínaborg er í huga margra þekkt sem vagga tónlistar og ýmissa annarra fræða. Þarna gengu meistarar á borð við Mozart, Schu- bert, Brahms og Strauss-feðgar um götur og sömdu mörg sín þekktustu verk, Sigmund Freud stundaði þar fræði sín áður en hann flúði krumlu nasismans, auk þess sem ýmsir aðrir hugsuðir og lista- menn létu hugann reika eða sóttu innblástur á fjölmörgum kaffihúsum, í söfnum og öðrum kennileitum þessarar fögru borgar við bakka Dónár. Vín samanstendur af 23 hverfum, auk nokkurra nærliggjandi svæða sem til hennar teljast. Í dag eru íbúar hennar um 1,8 milljón talsins. Í miðju borgarinnar liggur fyrsta hverfi, þar sem mörg af helstu kennileit- um hennar er að finna. Hringvegurinn Ringstrasse aðgreinir síðan miðj- una frá hverfum 2-9. Önnur hverfi liggja þar fyrir utan auk vinsælla kennileita á borð við barokk-höllina Schönbrunn og fleira. Auk þess að státa af fjölmörgum fögrum fornum byggingum, ekki síst frá valdatíð Habsborgarakeisaranna, hefur mikil uppbygging átt sér stað í Vín á síðustu árum. Að sögn Jóhönnu Bryndísar Bjarnadóttur og Finns Magnússonar, hefur síst dregið úr aðdráttarafli borgarinnar á undan- förnum árum og hótelum sem og nýbyggingum fjölgað mikið. Þekkja þau borgina vel en þau bjuggu þar um fimm ára skeið, við nám og störf. Vín er ekki aðeins ein vinsælasta ráðstefnuborg í heimi nú til dags en fjölmargar alþjóðastofnanir eru einnig staðsettar þar, s.s. OPEC, ÖSE og hluti aðalstöðva Sameinuðu þjóðanna. Borgin þykir tiltölulega örugg jafnt fyrir íbúa sem og ferðamenn. Þá eru almenningssamgöngur þar mjög góðar, bæði reglulegar, öruggar og ódýrar – hvort sem í hlut eiga stræt- isvagnar, sporvagnar eða neðanjarðarlestir. Frá Vín er tiltölulega stutt að landamærum Ungverjalands, Tékklands og Slóvakíu og stutt í góð skíðasvæði ef svo ber til. Eitt er víst að fjölmargt er að sjá og gera í Vínarborg – ekki síst hafi fólk ánægju af menningu, sögu, fögrum arkitektúr, tónlist og fleiru. MENNING, MATUR OG VERSLUN Í VÍNARBORG Vín fyllilega þess virði HÖFUÐBORG AUSTURRÍKIS STÁTAR AF LITRÍKRI SÖGU. KEISARAR OG FYRIRFÓLK AF ÆTT HABSBORGARA, NAPÓLEÓN, NASISTAR, LISTAMENN, HELSTU HUGSUÐIR OG MEISTARAR TÓNLISTARSÖGUNNAR – BORGIN HEFUR VERIÐ LEIKVÖLLUR ÞEIRRA ALLRA. HEIMSÓKN ÞANGAÐ ER SVO SANNARLEGA ÞESS VIRÐI. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@gmail.com Hringinn í kringum gamla miðbæinn, í fyrsta hverfi borgarinnar, liggur hringvegurinn Ringstrasse. Liggur hann þar sem rómverskir borgarmúrar lágu forðum. Frans Jósef I, keisari af ætt Habsborgara, lét rífa múrana árið 1858 til að greiða fyrir frekari útþenslu og uppbyggingu borgarinnar. Er tilvalið að taka sér hring með sporvagni eða þar til ætluðum ferðamannarútum. Þannig fær maður góða yf- irsýn yfir helstu kennileiti, s.s. ráðhúsið, ríkisóperuna (Staatsoper), dómhúsið, háskólann, þingið, þjóðleikhúsið (Burgtheater), kirkjur og glæsilegar hallir og söfn á borð við keisarahöllina við Hetjutorgið (Heldenplatz), Hofburg, svo fátt eitt sé nefnt. HRINGVEGURINN RINGSTRASSE Hvar ættu vínarvalsarnir að duna dátt, ef ekki í sjálfri heimaborg Strauss-feðga – sem þeir gera enn! Rík hefð er fyrir dansleikjum hvers konar í Vín enn í dag en um 450 slíkir eru haldnir ár hvert og eru mikið sjónarspil. Talað er um janúar og febrúar sem „dansleikja[ball]-tímabilið“ en þá nær dansmenningin hámarki. Á þessum tíma dunar Vínartónlistin í fjölmörgum veislu- og tónlistarsölum borgarinnar og eru miðarnir margir afar eftirsóttir. Þekktustu böllin eru kennd við veiðimenn, lækna, lögfræðinga og kaffihúsaeigendur, svo fátt eitt sé nefnt. Þekktast er þó Óperu-ballið sem er afar eftirsótt, jafnt hjá einstaklingum sem og fyrirtækjum. Sýnir austurríska ríkis- sjónvarpið m.a. beint frá því ár hvert. VÍNARVALSAR OG -BÖLL Schönbrunn-höllin stendur lítið eitt fyrir utan mið- borg Vínar, en er vel aðgengileg með almennings- samgöngum. Höllin er öll hin glæsilegasta, með fögrum gos- brunnum og lystigörðum, en hún er á heims- minjaskrá UNESCO. Keisaraynjan María Theresa á mesta heiðurinn af glæsileik svæðisins en hér héldu keisarinn Frans Jósef I. og kona hans Sisi einnig mikið til. Segja má að þau hafi verið nokkurs konar „Karl og Díana“ síns tíma, ekki síst Sisi. Í höllinni er hægt að virða fyrir sér heimkynni hjónanna auk þess sem þar er líka fágætt safn hestvagna. Tilvalið er líka að rölta í gler- skálann Gloriette, uppi á hæð í hall- argarðinum, þar sem er hið hugguleg- asta kaffihús á sumrin. Ekki má gleyma elsta dýragarði í heimi sem er að finna við Schönbrunn, frá árinu 1752. Þar nýt- ur pandaunginn Fu Bao sérstakra vinsælda en hann fæddist í garðinum í ágúst síðastliðnum. SUMARHÖLL HABSBORGARANNA Mikið er af fallegum görðum í Vínarborg, sem borgarbúar nýta sér óspart. Meðal annars má nefna almenningsgarðinn Prater í 2. hverfi, sem nýtur mikilla vinsælda. Stendur hann á landi sem forðum var veiði- lendur keisarans. Frá 1766 hefur svæðið ver- ið opið almenningi. Þar er m.a. ýmis skemmtitæki að finna í dag, svo sem frægt Parísar- hjól frá árinu 1897. Manngerða eyjan í Dóná, Donauin- sel, nýtur einn- ig mikilla vin- sælda sem útivistarparadís, þrátt fyrir að hafa verið umdeild í upphafi. FAGRIR GARÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.