Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 52
Á umliðnum árum hef ég valið aðsetja sýningar mínar ekki upp á þartil gerðum danssviðum í Kaup- mannahöfn heldur frekar í leikhúsum og á listasöfnum, því þá næ ég mun betur til áhorfenda sem myndu annars ekki fara á danssýningar. Mér finnst mikilvægt að ná til nýrra áhorfenda á öllum aldri sem jafn- vel eru ekki vanir að horfa á dans,“ segir danski danshöfundurinn Lene Boel og held- ur áfram: „Dansinn er alþjóðlegur tjáning- armiðill sem getur talað til allra. Þegar maður notar líkamann til að tjá tilfinningar sínar getur það orkað mjög sterkt á áhorf- endur og jafnvel breytt heimsmynd þeirra.“ Lene Boel semur eitt þriggja verka sem Íslenski dansflokkurinn (Íd) frumsýnir á stóra sviði Borgarleikhússins 1. febrúar nk. undir yfirskriftinni Þríleikur. Verk Boel nefnist Berserkir; Óðir sem úlfar, ljúfir sem lömb og er lýst sem magnþrunginni blöndu „break, nútímadans og balletts með akróbat- ísku tvisti“, eins og segir á vef Íd. Önnur verk kvöldsins eru F A R A N G U R sem er nýtt íslenskt dansverk eftir Valgerði Rúnarsdóttur þar sem innblástur að sköpunarferlinu er sóttur í minnið og stöð- uga mótun þess og Tilbrigði þar sem Bryn- dís Halla Gylfadóttir leikur tónverkið Stef og tilbrigði fyrir einleiksselló frá árinu 1887 eftir finnska tónskáldið Jean Sibelius meðan Ellen Margrét Bæhrenz dansar eindans eft- ir Láru Stefánsdóttur. Vann danskvikmyndir hérlendis Lene Boel hefur starfað sem danshöfundur, dansari og danskvikmyndaleikstjóri á um- liðnum árum. Hún er listrænn stjórnandi og danshöfundur hjá Next Zone. Hún nam við virta dansskóla og hjá danshópum í New York, London og Hollandi, m.a. hjá Merce Cunningham Studio, Trisha Brown Comp- any, Susan Klein School, Movement Re- search, London Contemporary Dance School og European Dance Development Centre. Boel hefur sem danshöfundur vakið athygli fyrir að blanda saman ólíkum dansstílum, allt frá nútímadansi til breakdans. Hún þyk- ir í sýningum sínum ná að skapa fag- urfræðilega heild þar sem lýsing, tónlist og dansinn mætast sem jafningjar. Aðspurð segir Boel það hafa verið mikið tilhlökkunarefni að vinna með Íd. „Ég hef allnokkrum sinnum komið hingað til lands til að vinna að dansverkum en aldrei áður unnið verk fyrir svið hérlendis,“ segir Boel og rifjar upp að á árunum 1998 til 2006 hafi hún komið hingað til að taka upp fjórar danskvikmyndir á vegum danshópsins síns, en þrjár myndanna sýndi hún sem innsetn- ingu í galleríi hérlendis árið 2009. Upptekin af hernaði Spurð um verk sitt Berserki segist Boel vera innblásin af norrænni goðafræði og víkingum. „Þið eruð sennilega orðin mjög þreytt á því efni hérlendis,“ segir Boel af- sakandi. „En ég reyni að nálgast efnið á nýjan hátt. Markmið mitt er að greina, með aðstoð dansins, þá frumkrafta og tilfinn- ingar sem birtast í manneskjunni,“ segir Boel og tekur fram að hún nýti sér líka rúnir og handverk sem innblástur að hreyf- ingum dansara sinna. „Ég hef verið mjög upptekin af hermönnum og stríði í seinustu verkum mínum,“ segir Boel og nefnir í því samhengi sýningu sína Hero – Antihero þar sem hún var innblásin af samúræjum. „Stríð og hernaður er hluti af eðli mannsins og því finnst mér áhugavert að vinna með þennan efnivið. Mér finnst spennandi að skapa and- stæður þar sem ég stilli keppnisandanum og baráttuþrekinu upp andspænis hinu ljóð- ræna. Ég læt dansarana hins vegar ekki hlaupa um sviðið með reidda öxi heldur læt LENE BOEL SEMUR FYRIR ÍSLENSKA DANSFLOKKINN „Mikilvægt að ná til nýrra áhorfenda“ DANSKA DANSHÖFUNDINUM LENE BOEL FINNST SPENNANDI AÐ VINNA MEÐ DÖNSURUM MEÐ ÓLÍKAN TÆKNILEGAN BAKGRUNN Í ÞEIM TIL- GANGI AÐ SKAPA NÝTT TUNGUMÁL Á SVIÐINU. Í SEINUSTU VERKUM HENNAR HEFUR BREAKDANSINN VERIÐ NOKKUÐ ÁBERANDI. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Markmið mitt er að greina, með aðstoð dans- ins, þá frumkrafta og tilfinn- ingar sem birtast í mann- eskjunni,“ segir Lene Boel. 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 Leikritið Slysagildran eftir Steinunni Sigurð- ardóttur verður flutt af Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 klukkan 13 á sunnudag. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir og Einar Sigurðsson ann- ast hljóðvinnslu. Leikendur eru Steinunn Ól- ína Þorsteinsdóttir og Sveinn Ólafur Gunn- arsson. Þá kemur við sögu páfagaukur sem leikstjórinn leikur. Verkið var unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og leiklesið á hátíðinni í vor sem leið. Verkið fjallar um mann á besta aldri sem á í stöðugum samningaviðræðum um fram- haldslíf við konu sem kallar sig Petru. Hún montar sig af lyklavöldum. Samt er það yfir- stjórnin sem ber ábyrgð á ákvarðanatökunni, og jafnvel páfagaukur hennar. LEIKRIT STEINUNNAR SLYSAGILDRAN Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur skrifaði Slysagildruna fyrir Útvarpsleikhúsið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristinn við verk á sýningunni. Haustblærinn í sýningarheiti vísar í senn í litaflóruna og ævina. „Angan úr haustmó“ kallar Kristinn G. Jó- hannsson myndlistarmaður sýninguna sem hann opnar í „Mjólkurbúðinni“ í Grófargili á Akureyri í dag, laugardag, klukkan 15. Í ár verða settíu ár liðin síðan Kristinn hélt sína fyrstu sýningu í Varðborg á Akureyri, þá sautján ára nemandi í 5. bekk MA. Kristinn hóf myndlistarnám á Akureyri ungur en eftir stúdentspróf lá leið hans fyrst til Reykjavíkur, í Handíða- og myndlistaskólann og síðan til Skotlands þar sem hann stundaði nám við Edinburgh College of Art. Hann hefur haldið fjölda sýninga, heima og erlendis. KRISTINN G. SÝNIR ÚR HAUSTMÓ Einhverjar alræmdustu listsýningar liðinnar aldar voru þær sem nasistar settu upp undir heitinu „Úrkynjuð list“ – Ent- artete Kunst. Á þeim voru sýnd verk listamanna sem Hitler fyrirleit, express- jónista, fávista og annarra framsækinna samtímalista- manna þess tíma. Margir hafa velt fyrir sér hvaða listamenn og verk þetta voru og nú getur almenningur í fyrsta skipti kynnt sér það með auðveldum hætti. Victoria & Albert-safnið í Lundúnum hyggst á næstunni setja út á netið lista yfir þau 16.558 verk sem nasistarnir flokkuðu sem „úrkynj- uð“. Verkin voru skráð af starfsmönnum áróðursmálaráðuneytis nasista árið 1941 í tvær bækur og lengi vel var talið að önnur þeirra hefði glatast, allt þar til afrit kom í leit- irnar árið 1996. LISTAR NASISTA Á NETIÐ ÚRKYNJUÐ LIST Verkin sýnd í Hamborg 1938. Tónleikar í röðinni „Tónsnillingar morgundagsins“ verða haldnir í Kaldalóni í Hörpu á sunnudag og hefjast klukkan 20. Þá kem- ur fram sópransöngkonan Þórunn Vala Valdimarsdóttir og flytur ljóðasöngva og aríur. Þórunn hóf tónlistarnám á unga aldri við Tónlistarskólann í Kópavogi þar sem hún lærði á fiðlu og síðar á víólu. Árið 2001 hóf hún söngnám hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í Söngskól- anum í Reykjavík og lauk þaðan burtfararprófi vorið 2006. Haustið 2008 hóf Þórunn Vala nám við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi hjá Charlotte Margiono og Jóni Þorsteins- syni. Hún útskrifaðist þaðan vorið 2012 og hefur síðan starfað hér á landi, bæði sem söngkona og tónlistarkennari. Þórunn Vala hefur verið virk í kórastarfi og sungið m.a. með Gradualekór Langholtskirkju, Graduale Nobili, Kór Langholts- kirkju, Kammerkór Langholtskirkju, Schola Cantorum í Hall- grímskirkju, kammerkórnum Carminu og Barbörukórnum í Hafn- arfirði. Hún hefur bæði komið fram sem einsöngvari og kórsöngvari. Á efniskránni er ljóðaflokkur eftir Schumann og aríur eftir Scarlatti, Caccini, Händel og Mozart. Með henni koma fram strengjakvartett og Kristinn Örn Kristinsson píanisti. TÓNSNILLINGAR MORGUNDAGSINS Syngur ljóða- flokk og aríur Þórunn Vala Valdimarsdóttir hefur starfað með kórum og komið fram sem einsöngvari. Á tónleikunum kemur strengjasveit fram með henni. ÞÓRUNN VALA VALDIMARSDÓTTIR SYNGUR Í TÓN- LEIKARÖÐINNI TÓNSNILLINGAR MORGUNDAGSINS. Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.