Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 51
19.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 „Nú langar mig að hafa áhrif á aðra og kynna almenningi listaverkin mín. Hing- að til hafa bankar bara sinnt þessu en ég lána verk til fyrirtækja og þá sem sér- stakar sýningar. Með þessu er ég að færa listina nær fólkinu,“ segir Skúli en hann er einmitt með slíka sýningu á Íslensku lögfræðistofunni í Kópavogi. Á myndinni fyrir ofan má sjá Skúla ásamt Hauki Erni Birgissyni, einum eiganda lögfræðistof- unnar. Skúli bendir á að íslensk list sé auðvit- að á söfnum og verði alltaf en það þurfi að koma henni nær fólkinu, til almenn- ings. „Sverrir Kristinsson, fasteignasali og mikill málverkasafnari, hefur gert þetta eitthvað líka sem og hefur Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA, verið öfl- ugur í sínu fyrirtæki að kynna og styrkja íslenska myndlist. Mér finnst þetta mjög til fyrirmyndar.“ Hann segist ætla að koma íslenskri list inn í fleiri fyrirtæki þannig að fólk spái meira í hana, og segir ýmislegt í farvatn- inu hvað þetta varðar. „Fólk er að verða meira menningarlega þenkjandi.“ að takast á við þetta vandamál þar sem allir læknar verða meira eða minna, lögum sam- kvæmt, að vera á sömu launum. Þetta er auð- vitað mjög viðkvæmt mál en ég held að spít- alinn verði að geta samið sérstaklega við vissa hópa. Vandamálið verður þó ekki leyst nema að spítalanum verði breytt í opinbert hlutafélag. Þetta snýst um framboð og eftisp- urn. Ég hef mjög miklar áhyggjur af því hvar við munum standa eftir 3 til 5 ár. Það þarf pólitíska samstöðu um að hækka laun sumra sérfræðinga og líka þeirra sem standa sig framúrskarandi vel í kennslu. Við erum að tala um að minnsta kosti 50-100% hækkun.“ Tengist Íslandi gegnum myndlist Eins og glöggt má sjá fylgist Skúli vel með þjóðmálaumræðu á Íslandi þrátt fyrir að búa í Bandaríkjunum. Tengslin við Ísland ræktar hann á margvíslegan hátt og er meðal annars að finna á heimili hans í Huntington stórt safn íslenskra bóka. „Þannig viðheldur maður íslenskunni og menningararfinum. Ég les að meðaltali tvær til þrjár íslenskar bækur á mánuði og fer oft frá Íslandi með fulla töskur af bókum. Svona erum við Íslendingar, við höfum alltaf flutt bækurnar með okkur hvert sem við förum.“ Hans ástríða í lífinu er hins vegar mynd- listin, íslensk myndlist. Og má sjá glampa í augum hans þegar talið berst að henni. „Ég bý í fjarlægu landi og kannski lækna ég mína heimþrá með þessu. Ég er með botnlausan áhuga á þessu og íslensk myndlistarsaga er líka mjög merkileg og vaxandi. Nú eigum við líka, kannski í fyrsta skipti, alþjóðlega mynd- listarmenn en áður höfðu bókmenntirnar og tónlist einungis náð svo langt.“ Skúli er ötull listaverkasafnari og hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem einn helsti safnari íslenskrar myndlistar. „Ég hafði mikinn áhuga á að teikna sem barn og var alltaf með blýant við hönd. En það var snemma ljóst að ég hafði enga hæfileika á þessu sviði. Þetta hafði þó áhrif á mig og þeg- ar ég var í læknadeildinni þá var Háskólinn Íslands með mörg málverk á veggjum skól- ans. Ég var mikið að spá í verkin og þau höfðu áhrif á mig.“ Aðspurður segist Skúli ekki vilja geta þess til, hversu mörg verk hann á í dag. Þegar blaðamaður gengur á hann segir hann þau alla vega vera eitthvað á þriðja hundrað. „Þetta snýst auðvitað ekki um magn heldur gæði. Og ekkert þeirra er til sölu. Ég safna listaverkum en sel þau ekki. Mér finnst lang- flest mín verk vera úrvalsverk eftir viðkom- andi listamann og ég á verk eftir langflesta þekktustu listamenn þjóðarinnar. Gömlu meistararnir eru hingað og þangað á Íslandi, en ég tek mikið af samtímalistinni með mér vestur og í húsakynnum mínum í Garða- bænum eru flest verkin abstrakt.“ Að lokum er ekki er úr vegi að spyrja Skúla hvað framtíðin beri í skauti sér. Hvar hann sjái sig eftir fimm ár. „Ég er eiginlega búinn að gera allt það sem ég vil gera í Bandaríkjunum og fer því að verða tilbúinn að flytja aftur heim. Ég sé mig þó ekki endi- lega leggja stund á læknisfræði á Íslandi, ekki eins og staðan er í dag. Hugsanlega reyni ég að hafa annan fótinn í Huntington og vera þar í hlutastarfi. En ég kem aftur á heimaslóðir.“ Morgunblaðið/RAX Færir listina nær fólkinu MEÐ SÝNINGU Á ÍSLENSKU LÖGFRÆÐISTOFUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.