Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 16
*Höfuðborg Austurríkis Vínarborg státar af litríkri sögu og er vel þessi virði að sækja heim »18Ferðalög og flakk Osló kom mér virkilega á óvart eftir að ég flutti hingað. Á góð- um sumardegi er æðislegt að fara á Akerbrygge, setjast á eitt kaffihúsið eða veitingastaðinn við sjóinn og njóta útsýnis. Einnig er mjög hentugt og þægilegt að fara í einn af þeim mörgum görðum sem Osló hefur upp á að bjóða, grilla og sitja í sólinni með vinum. Ef ég vil versla og sjá mannlífið rölti ég oft- ast upp og niður Bogstadveien. Neðst í götunni eru flottir veit- ingastaðir. Þegar ég vil flýja borgarlífið er sumarleyfisstað- urinn Tønsberg rétt hjá þar sem margir eiga sumarhús og báta. Osló hefur margt upp á að bjóða og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og geta látið sér líða vel eins og í hverri annari stórborg sem ég hef heimsótt eða búið í. Lilja við Akerbrygge með nokkrar norskar krónur. Út á bát með vinum í Tønsberg. Allt til alls í Osló Staðið við gosbrunninn í Vige- landsparken. PÓSTKORT F RÁ NOREGI Y fir tvö hundruð ferðir eru á áætlun Ferðafélags Íslands á árinu sem nýhafið er. Þar til viðbótar heldur félagið úti fimm fjalla- verkefnum sem eru Eitt fjall á mánuði, Tvö fjöll á mánuði, Eitt fjall á viku, Alla leið og Gengið á góða spá. Við þetta bætast meira en hundrað fjallaferðir. Á dagskrá eru því alls 32 dagsferðir, 11 helgarferðir, 41 sumarleyfisferð og fleira. Ferðir um slóðir sem hafa ekki verið farnar áður, eru alls 34. Fastsett með fyrirvara Prentuðu eintaki af áætluninni hefur nú verið dreift á öll heimili, nokkru fyrr en verið hefur. Ólafur Örn Haralds- son, forseti FÍ, segir að með því vilji félagið verða við óskum félagsmanna og annarra sem nú horfi æ lengra fram á veginn og vilji fastsetja frí og ferðalög ársins með góðum fyrirvara. „Þar á meðal er fólk sem ferðast saman ár eftir ár og vill tryggja að það komist örugglega á nýja áfangastaði sem hafa lengi heillað,“ segir Ólafur Örn. „Ferðalög um há- lendi Íslands eru æ vinsælli bæði meðal fólks sem gjarnan pantar skálag- istingu tímanlega. Því viljum við hvetja fólk til að hafa sem fyrst samband og ganga frá pöntunum.“ Margar spennandi nýjungar skjóta upp kollinum í ferðaúrvalinu á þessu ári. Um páskana verður farið í harðjaxlaferð í Tindfjöll. Ætlunin er að ferðast um svæðið á gönguskíðum og sofa í snjóhúsi. Í lok júní verður undir leiðsögn fróðra manna farið í tveggja daga helgarferð um Bruna- sand, austan Kirkjubæjarklausturs. FÍ verður með sínu fólki sömuleiðis tíður gestur í Eldsveitum næsta sumar og í tengslum við þær ferðir er þátttakendum boðið að blanda menningu saman við útivistina með því að sjá leikritið Eldklerkinn í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Heimabergsfjöll og Ormstungusaga Þeir brattgengu fá líka eitthvað fyrir sinn snúð. Meðal nýjunga er ganga um Heinabergsfjöllin undir Vatnajökli og tvær mismunandi leiðir upp á Sveinstind í Öræfajökli. Ekki má gleyma hinum gríðarvinsælu Íslands- sögugöngum, segir í frétt frá Ferðafélagi Íslands. Á hverju ári í tíu ár hef- ur verið gengið í fótspor íslenskra fornmanna og á næsta ári verður haldið á slóðir Gunnlaugs sögu Ormstungu í Borgarfirðinum. Þá er á dagskrá ný söguferð um vígaslóðir og galdragötur á Vestfjörðum og önnur um Fljóts- hlíð og Eyjafjöll. Að auki eru nýjar ferðir um Tröllaskaga, í Herdísarvík, um Breiðholtið, Skagafjörð, Tindfjöll og Hornstrandir og fleira. FJÖLBREYTNI HJÁ FERÐAFÉLAGI ÍSLANDS Á ÁRINU Hundrað fjalla fólk FÍ UPP UM FJÖLL OG FIRNINDI. FIMM FJALLAVERKEFNI OG HUNDRUÐ FERÐA Á DAGSKRÁ, MEÐAL ANNARS UM NÝJAR SLÓÐIR. HEINABERGSFJÖLL OG HORNSTRANDIR. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Örn Haraldsson Segja má að starfsemi FÍ á árinu hafi verið ýtt úr vör um næstsíðustu helgi þegar garpar gengu á Úlfarsfell sem var fyrsti hluti verkefnins 52 fjöll. „Það sem kom mér á fjöllin voru reglubundnar göngur, einu sinni í viku, óháð veðri, Í þessu sporti þýðir ekkert að bíða eftir þokkalegu veðri. Reglan er að drífa sig út,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson sem hefur stundað fjallamennsku um árabil. Hann segir það hafa breytt miklu fyrir sig og konu sína, Elínu Sveinsdóttur sjónvarpsframleiðanda, að hafa skráð sig í 52ja fjalla átak Ferðafélags Íslands fyrir þremur árum. „Þá lærðum við á fjöllin, veðrið, landið og hætturnar. Þó að reglan sé að drífa sig út, jafnvel þótt veðrið sé ekkert sérstakt, þá gildir að virða aðstæður, þegar lagt er á fjöll.“ Þau Sigmundur Ernir og Elín eru í dag í fjallgönguhóp sem nefnist Sófistar, sem varð til eftir 52ja fjalla átakið. Sófistar fara vikulega í kraftgöngu í og við Reykjavík, en mánaðarlega yfir vet- urinn er skipulögð ganga á fjall í nágrenni borgarinnar. Á sumrin er landið undir og Hornstrandir, Herðubreið, Snæfell og Mæli- fellshnjúkur bíða næsta sumars. Fjallamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson, skáld og rithöfundur, sæll í sinni í gönguferð. SÓFISTAR ERU AFKVÆMI 52 FJALLA Reglan að drífa sig út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.