Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 15
Morgunblaðið/RAX útna skemmtiþátt sem var sýndur á hverju virku kvöldi. Ég efast um að margir myndu leggja þetta á sig í dag. Mér finnst samt að ég eigi eft- ir að gera draumaþáttinn, sem er stærri skemmtiþáttur. Við Jói höf- um talað um að einhvern daginn væri gaman að gera slíkan þátt en hvorugur þessara miðla er vett- vangur fyrir það.“ Fólk er orðið afar vant því að segja nafnið þitt í tengslum við Jóa. Þið hafið átt farsælt samstarf, bæði í fjölmiðlum og viðskiptum. Kemur Jói að þessu nýja sjónvarpsverk- efni? „Jói er ekki með í þessu fjöl- miðlaverkefni. Hann á hins vegar hlut í Stórveldinu og er þar með okkur í því að framleiða efni fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar. Þetta nýj- asta fjölmiðlaverkefni er sérfélag sem Stórveldið á hlut í. Jói hefur þar enga beina aðkomu.“ En hefur þú enn aðkomu að Hamborgarafabrikkunni? „Ég er hluthafi og fylgist með því skemmtilega verkefni þótt ég sé ekki á Fabrikkunni dags daglega. Þetta er eins og að eignast annað barn og þriðja barnið; það þýðir ekki að þú hættir að sinna fyrsta barninu. En fókusinn er meiri á verkefnið sem brýnast er að sinna í það og það skiptið og þessa stund- ina eru það sjónvarpsstöðvarnar tvær. Ég set mesta orku í þær.“ Ekki gróðahugsun Þið Jói voruð lengi með útvarpsþátt á Bylgjunni þar sem þið grínuðust. Eruð þið mjög lífsglaðir að eðl- isfari? „Við Jói höfum alltaf haft gaman af lífinu. Við vorum með útvarps- þátt á Bylgjunni í fimm ár og þar fengum við ákveðna útrás fyrir sköpunargleðina enda leyfðum við okkur að gera þá hluti sem okkur þóttu skemmtilegir á þeim tíma. Það var mikil leikgleði í því sem við gerðum. Við höfðum þá stefnu í þáttum okkar að minnast ekki á þjóðfélagsmál eða pólitík. Við gerð- um grín að sjálfum okkur og því höfðum við leyfi til að gera grín að öðrum. Við vorum ekki rætnir og ekkert sem við sögðum í þáttunum stafaði af annarlegum hvötum. Hvatinn að því að gera grín að ein- hverjum má aldrei vera sá að mað- ur þolir ekki viðkomandi. Þegar menn eru komnir í þá átt í gríni eiga þeir að hætta og snúa sér að einhverju öðru.“ Þú virðist óhræddur við að takast á við ögrandi verkefni. Hvað er það sem drífur þig áfram? „Ég er þannig gerður að mér finnst ég þurfa að gera mjög margt áður en ég verð of gamall. Mér finnst mjög mikilvægt að það sem ég geri sé skemmtilegt og kannski má rekja ástæðu þess til hrunsins. Ég var að vinna í Landsbankanum en hætti þar og fór að vinna fyrir í fyrirtæki sem hét Hive sem síðan sameinaðist Sko og Tal var end- urreist. Ég vann þar á hrunárunum og eftir hrunið breyttist gildismat mitt. Ég fann að ég var í starfi sem ég hafði enga ánægju af en var verulega vel launað. Ég var að vinna fyrir peningana en ekki ánægjuna. Þetta var ekki það sem ég vildi gera. Ég sagði upp án þess að hafa nokkuð annað í hendi og á tíma þegar konan mín var ófrísk. Ég hugsaði með mér: Þeir fiska sem róa. Upp úr þessu kviknaði hugmyndin að Hamborgarafabrikk- unni og eftir það hétum við Jói hvor öðrum því að gera bara það sem við hefðum gaman af. Við erum ekki viðskiptamógúlar eða milljónamær- ingar eins og ákveðnir miðlar vilja vera láta. Að stofna þessa sjón- varpsstöð kostar peninga en er fyrst og fremst vinna. Gríðarlega mikil vinna en af því að hún er skemmtileg finnur maður ekki eins mikið fyrir álaginu og ef manni leiddist vinnan. Ef maður hefur gaman af því sem maður er að gera verður vinnan ekki erfið. Ég segi það í fullri alvöru að það er ekki hugsunin um gróða sem rekur mig áfram. Ég veit mætavel að það verður enginn ríkur af því að reka fjölmiðla. Ég tel samt, og er reyndar sannfærður um, að það sé hægt að rekja fjölmiðil réttum meg- in við strikið. Það er gaman að vinna í fjölmiðlun ef umhverfið er skemmtilegt og skapandi. Ég hef komið að fjölmiðlum frá mörgum hliðum og veit að það er ekki gam- an við vinna undir tímapressu að verkefnum sem maður hefur ekki áhuga á. Ég veit jafnvel að það er ákaflega gaman að vinna þegar maður fær að velja viðfangsefnin sjálfur og hefur frelsi til að skapa. Á meðan við sem komum að þessu verkefni getum skapað eitthvað nýtt erum við í skemmtilegu umhverfi sem hentar okkur. Og ef það er hægt að hafa í sig og á í þeirri starfsemi án þess að borga með henni þá er þetta draumaverkefni.“ * Ég var að vinna fyrir peningana enekki ánægjuna. Þetta var ekki þaðsem ég vildi gera. Ég sagði upp án þess að hafa nokkuð annað í hendi og á tíma þeg- ar konan mín var ófrísk. Ég hugsaði með mér: Þeir fiska sem róa. Upp úr þessu kviknaði hugmyndin að Hamborgarafa- brikkunni og eftir það hétum við Jói hvor öðrum því að gera bara það sem við hefð- um gaman af. Við erum ekki viðskiptamó- gúlar eða milljónamæringar eins og ákveðnir miðlar vilja vera láta. Félagarnir Simmi og Jói. Jói er ekki með í hinu nýja fjölmiðlaverkefni. Við bjóðumvelkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. 100%made in Italy www.natuzzi.com Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið Natuzzi gallerýið okkar 19.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.