Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 36
F lestir sem hafa fengið spjald- tölvu eða síma í jólagjöf hafa að öllum líkindum byrjað að ná í smáforrit fyrir Facebook, líklegast hefur það verið á meðal fyrstu forrita sem flestir símanotendur hafa sótt sér. Sömuleiðis hafa þeir sem nota Twitter að staðaldri væntanlega sótt sér forrit til að halda utan um þau samskipti (psst – prófaðu Tweetbot fyrir iPhone). En það er ýmislegt nýtt sem vert er að skoða í heimi samfélagsmiðla. Má þar nefna nýtt forrit sem nefnist Jelly. Það er hugarfóstur Biz Stone, sem er annar af upprunalegum stofn- endum Twitter. Jelly er einhvers konar leitarvél sem notast við myndir og spurningar. Þú tekur mynd og sendir spurningu á aðra notendur. Þú gætir t.d. spurt að því hvað skrýtni ávöxturinn í ávaxtakælinum heitir. Þessi sem þig hefur lengi langað að vita nafn- ið á, en ekki kunnað að leita að. Þá er auðvelt að nota það til að búa til skemmtilega spurningaleiki. Jelly er nýkomið á markað, og óvíst hvernig því á eftir að reiða af, en það er vel þess virði að prófa. Þó að ekki væri nema fyrir vel hannað notendaviðmót. Það er vert að nefna þrjú forrit í viðbót í þessum flokki sem hafa náð mikilli útbreiðslu á síðasta ári. Eitt þeirra er Snapchat, sem hefur einkum notið vinsælda hjá yngri kynslóð- inni, en býður upp á mjög skemmtilegan samskiptamáta við ættingja og vini, líka fyrir þá sem eru komnir yfir fermingu. Annað er Vine, sem er forrit sem er not- að til að deila stuttum mynd- böndum. Það komst í fréttirnar ný- verið þegar vinsælir Vine-notendur trylltu ungviðið í Smáralind ekki alls fyrir löngu. Það þriðja er No- tegraphy. Það er forrit sem mætti jafnvel lýsa sem Instagram fyrir ritmál. Þú skrifar eitthvert visku- korn sem þú vilt deila með um- heiminum, og Notegraphy setur hann upp með stíl og dreifir á þín- um samfélagsmiðlum. Það þurfa ekki allir textar að líta eins út. Fréttir Helsti gallinn við snjallsíma er að það er ekki eins þægilegt að vafra stefnulaust um netið þegar það er bara hægt að nota tvo putta á lyklaborðið. Kosturinn er hins veg- ar að það getur verið mjög þægi- legt að lesa greinar á snjallsíma. Þá kemur sér vel að nota frétta- söfnunarforrit sem birta þér efni í samræmi við áhugamál. Gott dæmi um slík forrit eru Digg og Flipbo- ard, sem bjóða upp á mjög þægi- legt viðmót, auk RSS stuðnings. Önnur forrit sem notið hafa vin- sælda eru Pulse og Google Cur- rents. Þessi forrit eru þess eðlis að þú velur annað hvort efnisflokka sem þú vilt fylgjast með, t.d. íþróttir eða umhverfismál, eða ákveðnar efnisveitur, svo sem The Guardian eða The New York Tim- es, og forritið birtir valdar fréttir sem líklegt er að þér þyki áhuga- verðar. Nýtt forrit í þessum flokki er Circa, en það býður upp á þá nýbreytni að fylgjast með ákveðnum fréttum eftir því sem at- burðarásinni vindur fram. Annað er Zite, sem býður upp á eins kon- ar vefrit með sérvöldu efni fyrir þig. Fljótlega má búast við að Yahoo! News Digest verði fáanlegt í Evrópu, en það er einungis í boði á Bandaríkjamarkaði enn sem komið er. Það mun bjóða upp á úr- drætti úr helstu fréttum fyrir þá sem vilja fá stóru myndina á stutt- um tíma. Þá er vert að minnast sérstaklega á nokkur íslensk forrit. Fyrst má nefna er Lumman, sem hefur verið í boði um skeið. Það tekur saman helstu fréttir og úrslit úr heimi knattspyrnu fyrir fólk sem fylgist með slíku. Sambærilegt forrit má fá fyrir handbolta- áhugafólk, en það heitir einmitt því frumlega nafni Handbolti. Þá má nefna Radíus, en þar er hægt að sjá helstu fréttir af íslenskum vef- miðlum á einum stað. Fyrir þá sem vilja fylgjast með viðskipta- fréttum má einnig nefna forritið Keldan, sem birtir það helsta af vettvangi viðskipta hér heima. Skipulag Það má nálgast ýmiskonar forrit til að hjálpa til við að skipuleggja bæði vinnu og daglegt líf, og halda SMÁFORRIT FYRIR ALLA Nýtt og nytsamlegt fyrir nýja og gamla síma Það er til app fyrir allt. Meira að segja Merkel-app sem segir stöðugar fréttir af Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. SÍMAR OG SPJALDTÖLVUR ERU VINSÆLAR JÓLAGJAFIR OG ÞVÍ EKKI ÓLÍKLEGT AÐ FJÖLDI FÓLKS SÉ UM ÞESSAR MUNDIR AÐ LÆRA Á NÝ TÆKI OG KYNNAST HEIMI SMÁFORRITA. ÞAÐ ER ÞVÍ EKKI ÚR VEGI AÐ SKOÐA NOKKUR NOTADRJÚG FORRIT, BÆÐI FYRIR NÝLIÐA OG LENGRA KOMNA. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 Græjur og tækni Í eina tíð voru þeir kallaðir myndavélasímar, en nú eru allir símarsnjallsímar og allir með myndavél; það þyrfti að taka það sérstaklegafram ef ekki væri myndavél í auglýstum síma. Myndavélarnar hafa líka farið batnandi, eru reyndar orðnar svo góðar að þær skáka billeg- um vasamyndavélum og það rækilega. Að því sögðu þá þvælist eðlisfræðin fyrir við gerð myndavéla fyrir síma; eðli málsins samkvæmt má linsan ekki vera of stór og að- dráttur takmarkaður og hristivörn ekki nema miðlungi góð – allt sem kallar á flókinn vél- búnað og stóra safnlinsu rúmast illa í farsíma, nema þá síma með kryppu. Símaframleiðendur hafa náð býsna langt og sumir gengið svo langt að framleiða einmitt síma með myndavélakryppu eins og Nokia 1020, en þeir eiga þó nokkuð í land að skáka vönduðum SLR-myndavélum, nema hvað, og eins að gera betur en vandaðar vasamyndavélar eins og Canon PowerShot S120, sem kostar 89.899 kr. í vefverslun Nýherja. Vélin sú kom á markað í ágúst sl. sem árleg uppfærsla Canon á PowerShot S-línunni, sem byrjaði með S10 fyrir fimmtán árum og er nú komin upp í S120. Hún er áþekk S110 um margt, með jafn stórri 12,1 MP myndflögu, 4.000x3.000 díla, en miklu hraðvirkari og linsan talsvert endurbætt, orðin f/1,8-5,7. Canon-menn stæra sig reyndar af því að S120 sé þynnsta f/1,8 myndavél í heimi, því boddíið á vélinni er ekki nema 29 mm að þykkt, en vélin er annars 10 x 5,9 cm að stærð. Hún fer einkar vel í hendi, dálítið þung og traustvekjandi þegar tekið er á henni. Hún er einkar fljót í gang og fljót að ná fókus og smella af. Eins og getið er þá er myndflagan jafn stór og í eldri týpunni, en hún er ljósnæmari, dugir vel í að taka myndir allt niður í ISO 3.200 þó það sé eðlilega orðið býsna gróft. Uppgefið ljósnæmi er annars niður í ISO 12.800. Aðdráttur á henni er fimmfaldur S120 er með innbyggt þráðlaust net og sé maður í netsambandi er hægt að láta hana senda myndir beint inn á Facebook (eða Twit- ter, Flickr eða YouTube), til að mynda. Það kosta þá smá uppsetningu því fyrir einhverjar sakir þurfa slíkar sendingar að fara í gegnum Canon Image Gateway. Þegar maður er þó búinn að setja það upp gengur allt hratt fyrir sig. FRAMÚRSKARANDI VASAVÉL ÞÓ AÐ MYNDAVÉLAR Í FARSÍMUM SÉU MARGAR GÓÐAR OG SUMAR JAFNVEL FRÁBÆRAR SKÁKA ÞÆR EKKI VÖNDUÐUM VASAMYNDAVÉLUM. DÆMI UM ÞAÐ ER NÝ VÉL Í S-LÍNU CANON, POWERSHOT S120. * Það er líka hægt að sendamyndir sjálfkrafa í farsíma og sýsla með myndirnar þar, en líka er hægt að nota GPS-upplýsingar úr farsímanum til að merkja mynd- irnar staðsetningu. * Þráðlausa tengingin gefur líkakost á að nota forrit á tölvunni til að skoða myndirnar á vélinni, velja og sækja, án þess að stinga vélinni í samband, þ.e. ef viðkom- andi tölva og myndavél eru að tengjast sama neti. Gaman væri að geta stjórnað vélinni með tölv- unni, en það er ekki í boði, hvað sem síðar verður. * Vélin er sérdeilis hraðvirk ogsvörun í henni góð. Nýr Digic- myndörgjörvi, Digic 6, gerir kleift að taka myndir í minni birtu en áður og líka mun hraðar, allt að 9,4 ramma á sekúndu. Skjárinn á bakinu er mjög bjartur og fínn 3" og mjög næmur. Vélin tekur Full HD myndskeið allt að 60 ramma á sekúndu. ÁRNI MATTHÍASSON Græja vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.