Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 Leikstjórinn Baltasar Kormákur kvaðst í vikunni afar ósáttur við þá ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta beinum stuðningi við RIFF. „Mér finnst þetta skammarleg aðför að þessari hátíð, sem hefur ekki gert neitt annað en að breiða út fagn- aðarerindið fyrir Reykjavíkurborg,“ segir leikstjórinn, sem sæti á í stjórn RIFF, í samtali við mbl.is. „Ég vil að Besti flokk- urinn sýni í verki að hann sé öðruvísi en aðrir pólitískir flokkar og við- urkenni að hann hafi gert mistök og bakki út úr þessu; þeir bæti í og geri vel við hátíðina,“ segir Baltasar. Listamenn fyrir listamenn „Í nokkuð mörg ár hefur fyr- irkomulagið verið þannig að [Banda- lag íslenskra listamanna] kemur með tillögur sem síðan menning- arráð samþykkir og ekki hefur verið farið gegn tillögum þess. Þessi háttur er hafður á til þess að koma í veg fyrir að pólitík eða geð- þóttaákvarðanir ráði för. Faghóp- urinn er skipaður listamönnum fyrir listamenn, þetta er þeirra niðurstaða og það er okkar stefna að fylgja til- lögum hópsins,“ segir Einar Örn Benediktsson, formaður menning- ar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur. Fagfélögin „Þessi hátíð sem Reykjavíkurborg ákvað að styrkja er haldin af fag- félögum kvikmyndagerðarmanna og er unnin í samráði við alla sem málið varðar á Íslandi, sem starfa ann- aðhvort í kvik- myndageiranum eða eiga hagsmuna að gæta í kvik- myndaiðnaði,“ seg- ir Hrönn Sveins- dóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar. Sjálfseignarstofnunin Heimili kvik- myndanna, sem sé í eigu fagfélaga kvikmyndagerðamanna, hafi sótt um styrk vegna Kvikmyndahátíðar í Reykjavík en ekki Bíó Paradís. Setning RIFF í Þjóðleikhúsinu 2010. Morgunblaðið/Ernir Aðför eða eðlilegt? Hrönn Marinósdóttir kom Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Reykjavík, RIFF, á fót ár- ið 2004. Hátíðin var því hald- in í tíunda skipti á síðasta ári. Í fyrra voru sýndar hátt í 100 kvikmyndir í fullri lengd, frá meira en 40 löndum, auk fjölda stuttmynda. Þá voru sýningar á vegum hátíð- arinnar í Tjarnarbíói, Há- skólabíói og Norræna húsinu. Hrönn vill alls ekki tjá sig um málefni RIFF að svo komnu máli en þegar ákvörð- un menningar- og ferða- málaráðs borgarinnar lá fyrir var haft eftir henni á mbl.is: „Þetta kemur svo sem ekki á óvart. Alveg frá því að Besti flokkurinn tók við borginni hefur hann haft sérstakan áhuga á að halda lífinu í Bíó Para- dís.“ Óvíst er hvort Alþjóðlegakvikmyndahátíðin íReykjavík (RIFF) verður haldin í haust, en þó ekki útilokað skv. því sem Sunnudagsblað Morg- unblaðsins kemst næst, þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi ákveðið á dögunum að veita hátíðinni ekki fjárstyrk í ár. RIFF hlaut í fyrra hátt í tíu milljóna króna styrk frá borginni, annað eins frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, auk þess sem fjölmörg fyrirtæki hafa veitt hátíðinni fjárstyrki þann ára- tug sem hún hefur verið við lýði. Greinargerðin trúnaðarmál Ákvörðun Reykjavíkurborgar á dögunum vakti töluverða athygli. Einar Örn Benediktsson borg- arfulltrúi Besta flokksins og for- maður Menningar- og ferða- málaráðs Reykjavíkur, hefur lagt áherslu á að síðan flokkurinn komst til valda í borginni hafi í þessum efnum alltaf verið farið eftir tillögum faghóps Bandalags íslenskra lista- manna (BÍL) og engin ástæða hafi verið til að breyta út frá þeirri venju nú. Að þessu sinni lagði fag- hópur BÍL til við ráðið að gerður yrði samningur við Heimili kvikmyndanna – Bíó Para- dís ses. til eins árs vegna Kvik- myndahátíðar í Reykjavík 2014 að fjárhæð átta milljónir króna. Til- lagan var samþykkt á fundi Mennta- og ferðamálaráðs 16. des- ember með fimm atkvæðum full- trúa Besta flokksins, Samfylking- arinnar og Vinstri grænna en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Vert er að geta þess að heimildir úr stjórnkerfinu herma að strax árið 2010, eftir að Besti flokkurinn komst til valda, hafi í raun verið óformlega ákveðið að hætta stuðn- ingi við RIFF. Frá því var horfið þá og ekkert skal fullyrt hvort ákvörðunin nú tengist vilja Besta flokksins þá. Gunnar Hrafnsson, formaður faghóps BÍL, lagði í gær áherslu á að niðurstöður hópsins byggðust eingöngu á faglegum for- sendum og hópurinn hefði al- gjörlega haft frítt spil. „Greinargerðin með skoðunum okkar er trúnaðarmál,“ sagði Gunnar í gær þegar forvitnast var um ástæður breytinganna. Sótt væri um alls 270 milljónir en 70-80 úthlutað og því væri óðs manns æði að rökstyðja allar tillögur hópsins. Gunnar sagði þó að um- sóknin sem veitt var brautargengi hefði einfaldlega höfðað sér- staklega vel til hópsins. Heimili kvikmyndanna ákvað í haust að sækja í fyrsta skipti um styrk til Reykjavíkurborgar vegna nýrrar kvikmyndahátíðar. Í bréfi til fagfólks í kvikmyndagerð segir að sú ákvörðun hafi verið tekin þegar fyrir lá að myndir á vegum RIFF yrðu ekki sýndar í Bíó Para- dís „vegna viðskiptalegra for- sendna eiganda RIFF“. Þar er átt við Hrönn Marinósdóttur. Hún fæst ekki til þess að tjá sig um það atriði en rétt að benda á að á síð- asta ári voru myndir á RIFF ekki sýndar í Bíó Paradís, eins og árin á undan. Viðmælandi blaðsins í kvikmyndahúsabransanum fullyrðir að það hafi einfaldlega verið vegna þess að aðrir gerðu hátíðinni mun hagstæðara tilboð en Bíó Paradís. Stjórn RIFF skrifaði í vikunni opið bréf til Reykjavíkurborgar þar sem ákvörðun borgaryfirvalda er hörmuð. Þar kemur fram að Menn- ingar- og ferðamálaráð hafi lagt mikinn þunga á samstarf við Heim- ili kvikmyndanna – Bíó Paradís og RIFF hafi sýnt áhuga á því og vilji verið fyrir því að gera lang- tímasamning um samstarf. Ákveðið hafi verið í lok nóvember að efna sem fyrst til samráðs- og vinnu- fundar til að útfæra nánara sam- starf næstu hátíða en stjórn Bíó Paradísar ekki enn séð sér fært að ákvarða dagsetningu þess fundar. Gestir Alþjóðlegu kvikdmyndahátíðarinnar, RIFF, hafa ekki alltaf notið mynda við hefðbundnar aðstæður. Myndin er tekin í Sundhöll Reykjavíkur haustið 2009. Morgunblaðið/Kristinn SÉRSTAKUR ÁHUGI Á BÍÓ PARADÍS Riff var ekki lengi í (Bíó) Paradís FAGFÉLÖG KVIKMYNDAGERÐARMANNA ENDURVEKJA ALÞJÓÐLEGA KVIKMYNDAHÁTÍÐ. REYKJAVÍKURBORG VILDI HÆTTA AÐ STYRKJA RIFF FJÁRHAGSLEGA STRAX ÁRIÐ 2010, FLJÓTLEGA EFTIR AÐ BESTI FLOKKURINN KOMST TIL VALDA * Það er nauðsynlegt að miða lengd kvikmyndarvið þoltíma þvagblöðru mannsins. ÞjóðmálSKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.