Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 12
Svipmynd 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 T vær nýjar sjónvarps- stöðvar, Bravó og Mikli- garður, taka fljótlega til starfa. Sigmar Vil- hjálmsson er meðal eig- enda sjónvarpsstöðvanna. Hann er sennilega betur þekktur sem Simmi, annar helmingurinn af Simma og Jóa, en þeir eru þjóðþekktir fjöl- miðlamenn, bæði úr sjónvarpi og út- varpi, og eigendur hinnar vinsælu Hamborgarafabrikku. Simmi er meðal eigenda Konunglega kvik- myndafélagsins og framleiðslufyr- irtækisins Stórveldisins, en það er einmitt Konunglega kvikmynda- félagið sem stendur á bak við þess- ar nýju sjónvarpsstöðvar. Spurður hvort ekki sé mikil bjart- sýni að ætla sér að fara af stað með tvær sjónvarpsstöðvar segir Simmi: „Jú. Einhver gárunginn sagði við mig: Það hefur enginn grætt á því að stofna fjölmiðil á Íslandi og þess vegna ætlar þú að stofna tvo. Þetta eru tveir mjög ólíkir miðlar og það sem rekur okkur áfram er að það er gat á markaðnum sem hægt er að fylla upp í. Bravó verður tónlistartengdur miðill fyrir ungt fólk, sem mun hugsanlega minna nokkuð á Popp Tíví. Við Jói byrj- uðum að vinna saman á Popp Tíví og fengum þar tækifæri sem við hefðum sennilega aldrei fengið hefði sá miðill ekki verið til. Þar hlupum við af okkur hornin og tókum út ákveðinn þroska og fengum að vinna í friði. Popp Tíví var eins kon- ar færiband sem gaf ungu og áhugasömu fólki tækifæri til að láta ljós sitt skína. Svo komu Sveppi og Auddi og Pétur Jóhann. Við fimm vorum of lengi ungu andlitin í sjón- varpi. En síðan kom ferskur and- blær á markaðinn með fólki eins og Steinda, Birni Braga og Hrað- fréttastrákunum á Mbl sjónvarpi. Það verður að segjast eins og er að stóru sjónvarpsstöðvarnar hafa verið heldur ragar við að gefa ungu og óreyndu fólki tækifæri. Ungt fólk þarf fyrst að sanna sig áður en það fær tækifæri til að komast þar að. Við erum að mörgu leyti himna- sending fyrir þessar stóru sjón- varpsstöðvar því við tökum að okk- ur tilraunastarfsemina. Ef þáttur á Bravó sannar sig og slær í gegn þá hringir kannski Skjár einn eða Stöð 2 og vill fá þáttinn til sín. Þá segj- um við: Gjörið þið svo vel! – og finn- um síðan nýja og hæfileikaríka ein- staklinga. Við ætlum að vera mjög trúir því markmiði að vera ungir í anda á miðlinum og gefa ungu fólki stöðugt tækifæri og gera tilraunir með því. Það sem er spennandi við útsend- ingarnar á Bravó er að þar erum við með nýjan útsendingarbúnað sem er gerður fyrir öll dreifing- arform. Notkunin á miðlinum verð- ur miklu meiri í snjalltækjum og fartölvum en í sjónvarpinu sem slíku. Þarna er líka gagnvirkni sem hefur ekki sést áður í sjónvarps- gerð. Við byrjum með marga skemmtilega gagnvirka möguleika sem við munum svo auka jafnt og þétt eftir því sem líður á árið. Hvort sem fólk er með símann eða sjón- varpið getur það tekið beinan þátt í dagskrárgerðinni. Það getur valið hvaða lag verður spilað næst í tón- listarþættinum, það getur hringt inn í sjónvarpsþátt í gegnum skype og komist sem áhorfandi inn í sjón- varpsþáttinn. Við getum boðið áhorfendum að spila spurningaleiki í gegnum facebook og ef sigurveg- arinn er úti á landi er hægt að kalla fram facebook-prófílinn hans í út- sendingu. Við getum boðið áhorf- endum upp á að segja: Þetta var ekki góður þáttur eða: Þetta var góður þáttur, haldið áfram með hann. Gagnvirknin skiptir miklu máli í þessu sjónvarpi og smám saman verður miðillinn í höndum áhorfenda sem ráða ferðinni.“ Nýr og ferskur andblær Er ungt fólk ekki mikið til hætt að horfa á sjónvarp? „Ungt fólk er ekki hætt að horfa á skemmtilegt íslenskt dagskrárefni, það er bara of lítið efni við þess hæfi í sjónvarpi og þess vegna sæk- ir það í erlent efni. Við ætlum fyrst og fremst að bjóða ungu fólki upp á skemmtilega dagskrá og bjóða því að horfa á það í þeim tækjum sem því hentar, snjalltækjum, tölvum eða sjónvarpi – þess er valið. Í al- mennri fjölmiðlun er það sem er næst okkur miklu áhugaverðara en það sem er fjær. Það á við um þennan hóp eins og aðra. Í mínum huga er það þannig að ef við fram- leiðum efni fyrir þennan hóp þá Skapandi drauma- verkefni SIGMAR VILHJÁLMSSON, SIMMI, RÆÐIR UM NÝJ- ASTA VERKEFNI SITT SEM ER STOFNUN TVEGGJA SJÓNVARPSSTÖÐVA, EN HANN SEGIR VERA GAT Á MARKAÐNUM. REYNT FJÖLMIÐLAFÓLK HEFUR VERIÐ RÁÐIÐ TIL STARFA EN UNGT OG ÓREYNT FÓLK MUN EINNIG FÁ FJÖLMÖRG TÆKIFÆRI TIL AÐ LÁTA LJÓS SITT SKÍNA. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Ef þáttur á Bravó sannar sig ogslær í gegn þá hringir kannski Skjáreinn eða Stöð 2 og vill fá þáttinn til sín. Þá segjum við: Gjörið þið svo vel! – og finnum síðan nýja og hæfileikaríka ein- staklinga. Við ætlum að vera mjög trúir því markmiði að vera ungir í anda á miðlinum og gefa ungu fólki stöðugt tæki- færi og gera tilraunir með því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.