Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Side 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Side 48
*Á Morgunblað-inu voru allirgóðir félagar. Ég hafði svo mikið að gera þar að ég hafði varla tíma til að borða. Einn daginn sagði pabbi: „Helga, nú hættir þú á Morg- unblaðinu, þú hefur horast svo mikið.“ V ertu velkomin,“ segir Helga Þórðardóttir, fyrrverandi kennari og húsmóðir í sveit og borg. Sjálf segist hún vera borgarbarn með stórum staf. Faðir hennar var kaupmaður í Reykjavík og móðir hennar heima- vinnandi húsmóðir, eins og tíðk- aðist á þeim árum sem Helga var að alast upp á Þingholtsstræti 1, þar sem faðir hennar verslaði á neðri hæð og fjölskyldan bjó á efri hæðinni. „Mamma sá alla tíð algjörlega um heimilishaldið hjá okkur og gerði það vel. Hún bjó til góðan mat og var einráð í eldhúsinu. En hún lét okkur hjálpa til við til- tektir. Við systurnar þurkuðum af í stofunum og ryksuguðum. Pabbi vann svo niðri við verslunina, þar fengust fyrst og fremst búsáhöld, skilvindur fyrir bændur og sænskir mótorar í báta,“ segir Helga Þórð- ardóttir þegar spurt er um heim- ilishaldið í Þingholtsstrætinu, þar sem nú er veitingastaðurinn Car- uso. Helga fæddist 14. júlí 1925, yngst fimm systkina. „Gott var að búa svona mið- svæðis, ég átti lengst af svo stutt í skóla,“ bætir hún við. Helga var í Miðbæjarbarnaskólanum, svo í Ágústarskólanum, sem var gagn- fræðaskóli. „Stúdent varð ég frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1945. Það var merkilegt ár, þá lauk seinni heimsstyrjöldinni um vorið. Í stúd- entahópnum voru næstum jafn- margar stelpur og strákar. Skóla- systir mín, Þorbjörg dóttir Kristins Ármannssonar, sem síðar varð rektor MR, hafði verið við Morgunblaðið og spurði hvort ég vildi ekki taka við, það væri stutt fyrir mig að fara. Blaðið hafði þá aðsetur í Austurstræti, í Ísafold- arhúsinu, fallegu gömlu timb- urhúsi. Þorbjörg var að fara til Ann Arbor í Bandaríkjunum til að læra meira í latínu, hún varð síðar latínukennari við MR. Morgunblaðið var mjög skemmtilegur vinnustaður. Ég vann þar frá 1946 til 1949 ásamt fjölmörgum öðrum. Ég tók á móti auglýsingum í síma og afgreiddi fólk, tók við peningum af þeim sem gátu borgað og skrifaði reikninga á hina. Það var töluvert um auglýs- ingar á þessum tíma, sérstaklega þær sem voru 4 x 4, smáauglýs- ingar. Til voru enn minni auglýs- ingar, t.d. um fundahöld og þess háttar. Ég vil taka fram að ég hef alltaf litið á auglýsingar sem frétt- ir, í þeim sagði og segir enn frá mörgu merkilegu sem er að gerast í samfélaginu. Svo sá ég líka um prófarkalestur á auglýsingunum, sem stundum stóð fram á nótt. Í auglýsingunum lágu peningarnir og því þurfti að vanda til verka. Slæmt þótti ef þar urðu villur. Það kom þó fyrir. Einu sinni var ég farin af vaktinni þegar setja þurfti smáauglýsingu. Menn voru að flýta sér og auglýsingin hljóðaði svo á prenti: „Vönduð kona með tjaldi til sölu. Kerruna má einnig nota sem vagn. Uppl. í Þórsgötu 13 niðri.“ Strákar frá Akureyri sendu skeyti: „Sendu okkur konuna, þurf- um ekki kerruna.“ Einn af samstarfsmönnum okkar lést meðan ég var í vinnu hjá Morgunblaðinu. Hann var jarð- sunginn frá Dómkirkjunni og við félagar hans mættum þar, öll sem gátum. Fyrir aftan mig í kirkjunni sat Aðalsteinn Ottesen, sem sá um dreifingu blaðsins út um land. Kát- ur og hress maður sem lífgaði upp á mannskapinn. Þegar presturinn fór með líkræðuna fannst Að- alsteini hún um of mærðarfull lof- gjörðarrolla og heyrðist hann tauta: „Nú lýgur þú, prestur minn.“ Þetta kom sér illa fyrir mig, ég hef alltaf verið fremur hláturmild. Á Morgunblaðinu voru allir góðir félagar. Ég hafði svo mikið að gera þar að ég hafði varla tíma til að borða. Einn daginn sagði pabbi: „Helga, nú hættir þú á Morgunblaðinu, þú hefur horast svo mikið.“ Ég sagði upp og ákvað að sækja um Kennaraskólann, sem var ársnám fyrir stúdenta. Þá þurfti að ná í Freystein Gunn- arsson skólastjóra. Hann var alltaf austur í Hveragerði í sumarbústað sínum. Ég og systir mín fórum þangað í rútu til að láta skrá mig í skólann. Við vissum ekki hvar sumarbústaðurinn var og spurðum til vegar í verslun. „Það er upp með læknum. Ef þú sérð saltfisk í bleyti í læknum þá er þar sum- arbústaður Freysteins.“ Þetta gekk eftir og ég var innrituð í Kennaraskólann. Þar kynntist ég ágætum hópi. Eftir kennarapróf vorið 1950 fór ég að kenna í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar, Ingi- marsskóla. Þar fékk ég góða und- irstöðu í kennslunni hjá ágætum samkennurum. Ég gifti mig um þetta leyti en það hjónaband fór illa. Hið góða við það var að ég eignaðist son, Þórð Hjartarson. Hann var tveggja ára þegar við foreldrar hans skildum. Nú voru góð ráð dýr. Mér datt í hug að ég gæti gerst ráðskona í sveit til þess að geta haft drenginn sem mest hjá mér. Ég setti það skilyrði að rafmagn væri á bænum, vegur heim að honum og sími. Þórður Jörundsson frá Skálholti, sam- kennari minn, benti mér á og mælti með Auðsholti í Bisk- upstungum, þangað hafði verið lagður vegur árið áður. Þar gerðist Vann sambýlis- mann í bingó HÚN Á FJÖLBREYTILEGA REYNSLU AÐ BAKI, HÚN HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR. ALIN UPP SEM REYKJAVÍKURDAMA, GERÐIST SVO SVEITAKONA. KENNARI VAR HÚN UM ÁRABIL OG LOKS MYNDLISTARKONA Í REYKJAVÍK. LÍFSGLATT ÆÐRULEYSI ER HENNAR AÐALSMERKI. Guðrún Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com Heimilið 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 20–70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRU M RISA- ÚTSALA DIDRIKSONS BARNAÚLPUR 25% AFSLÁTTUR BAKPOKAR 30% AFSLÁTTUR PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 00 22

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.