Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 BÓK VIKUNNAR Draumsverð er önnur bókin í þríleik um galdra, leyndarmál og óvættir eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson. Spennandi bók fyrir unglinga. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Ein frægasta bók skáldkonunnarDoris Lessing er The Golden No-tebook, skrifuð áratugum áður en hún, háölduð, fékk Nóbelsverðlaunin. Bókin kom fyrst út árið 1962 og hefur verið endurprentuð margoft síðan. Árið 1971 skrifaði Lessing fádæma góðan for- mála að bókinni þar sem hún fjallaði meðal annars um skoðanir sínar á lestr- arupplifun, bókmenntakennslu og bók- menntatúlkunum. Lessing segir í formálanum að hún fái á hverju ári fjölda bréfa frá nemendum í bókmenntanámi sem biðji hana um að senda sér lista yfir greinar sem skrif- aðar hafi verið um hana og verk hennar svo þeir geti vitnað í þau skrif í ritgerð- um sínum. Hún segist ætíð svara á sama hátt: Af hverju lestu ekki það sem ég hef skrifað og ákveður sjálf(ur) hvað þér finnst um það? Vertu ekki að velta fyrir þér hvað kennaranum finnst. Hún segist fá bréf til baka frá nemend- unum: Ég verð að vita hvað fræðimenn- irnir segja. Ef ég vitna ekki í þá, þá fæ ég lélega einkunn. – Þessi krafa um að vitna í það sem öðrum finnst, í þessu tilfelli túlkanir bók- menntafræðinga og gagnrýnenda, fyllir Lessing skelfingu. Hún leggur ákaflega mikið upp úr sjálfstæði lesandans og sjálfsögðum rétti hans til að túlka bæk- ur á sinn eigin hátt, en ekki eins og fræðimenn segja honum að hann eigi að túlka þær. Lessing segir að fólk eigi að lesa bæk- ur sem það njóti að lesa og ef því leiðist bók þá eigi það bara að leggja hana frá sér, slíkt sé engin synd. Aldrei, aldrei eigi fólk að lesa bók af skyldu eða vegna þess að það sé í tísku að lesa hana. Það er hressandi að lesa þessa grein Lessing, sem er skrifuð af einlægri ást á bókmenntum. Hún talar kröftuglega máli hins venjulega lesanda og harmar hlutskipti þeirra nemenda sem eru settir í spennitreyju og gert skylt að tileinka sér kenningar annarra um það hvernig skuli túlka bókmenntaverk. Það er mikil sæla sem fylgir því að lesa góða bók og vitaskuld eigum við öll að hafa leyfi til að túlka verk á okkar eigin hátt, án þess að eiga á hættu að fá falleinkunn. Orðanna hljóðan SJÁLF- STÆÐI LES- ANDINN Doris Lessing hlaut Nóbelsverðlaunin ár- ið 2007, 87 ára gömul. Ein frægasta bók Doris Lessing. Hin heimsfræga skáldsaga nób-elsverðlaunahöfundarins WilliamsFaulkners, As I Lay Dying, er komin út í íslenskri þýðingu Rúnars Helga Vign- issonar. Í íslenskri þýðingu nefnist bókin Sem ég lá fyrir dauðanum og þar segir frá ferða- lagi fjölskyldu um sveitir Mississippi með lík ættmóðurinnar. Rúnar Helgi er þekktur fyrir vandaðar þýðingar sínar en hann hefur meðal annars þýtt verk eftir Ian McEwan, Amy Tan, Philip Roth og J.M. Coetzee. Sem ég lá fyrir dauðanum er ekki fyrsta verkið eftir Faulkner sem Rúnar þýðir því árið 1999 kom út þýðing hans á Ljósi í ágúst. „Ég kynntist Ljósi í ágúst fyrst í námi mínu í Bandaríkjunum og féll gjörsamlega fyrir þeirri bók enda er hún stórkostleg,“ seg- ir Rúnar Helgi. „Síðan fór ég að skoða aðrar bækur eftir Faulkner og velti fyrir mér hvort ég myndi geta þýtt þær fjórar frægustu: Light in August, As I Lay Dying, Absalom, Absalom! og The Sound and the Fury. Ég er búinn með helminginn af þeim pakka en hef ekki gert upp hug minn um það hvort gerlegt sé að þýða hinar tvær, það er þó aldr- ei að vita nema ég nái að safna kröftum í það. Ég hef fundið að fólk er mjög þakklátt fyrir þýðingar mínar, ekki síst Faulkner-þýðing- arnar, og það hvetur mig til dáða enda nýt ég áskorana af þessu tagi.“ Af hverju finnst þér mikilvægt að þýða bækur eins og Ljós í ágúst og Sem ég lá fyrir dauðanum? „Ég er oft spurður af hverju ég sé að þýða úr ensku. Allir þykjast kunna ensku en marg- ir hafa haldið því fram að við Íslendingar kunnum enskuna ekki eins vel og við höldum. Þegar kemur að því að lesa verk höfundar eins og Faulkners lenda meira að segja Bandaríkjamenn í vandræðum því tungumál hans var sérstakt og þá ekki síður stíltilþrifin. Ég las færslu á Facebook um daginn eftir þekktan íslenskan rithöfund sem hafði fyrir mörgum árum reynt að lesa As I Lay Dying á ensku og gefist upp en las bókina til enda í ís- lensku þýðingunni. Það að lesa á móðurmáli sínu er allt annað en að lesa á tillærðu tungu- máli. Maður nær aldrei tillærðu tungumáli þannig að allar skírskotanir verði augljósar eins og gerist þegar maður les á íslensku.“ Hvað heillar þig við Faulkner? „Hann er höfundur sem reynir hið ómögu- lega og nýtir til þess frumlegri aðferðir en flestir aðrir. Í Sem ég lá fyrir dauðanum er uppbyggingin mjög sérstök því fimmtán per- sónur skiptast á um að segja söguna. Það er með ólíkindum að Faulkner skuli takast að búa til heillega frásögn um leið og hann skipt- ir milli persóna og ævinlega skal hann velja þá persónu sem er hæfust til að segja frá til- teknum atburði. Byggingin á bókum hans er ætíð tilraunakennd og ég er veikur fyrir form- tilraunum. Sýn Faulkners á veruleikann er einstök. Hann á líka afar auðvelt með að skapa eftirminnilegar persónur, þær stökkva út úr bókunum og í fangið á manni. Svo er hann aldrei tilgerðarlegur, er aldrei að sýna sig fyrir neinum heldur er bara hann sjálfur.“ Eru þýðingarverkefni á borðinu hjá þér núna? „Það er stórt verkefni á vinnuborðinu sem hefur titilinn Smásögur heimsins. Ég hef safn- að saman smásögum frá rúmlega hundrað löndum sem mig langar til að koma á fram- færi við Íslendinga en það er ekki ljóst í hvaða formi sú útgáfa verður.“ Hvernig er staðan á útgáfu á þýddum heimsbókmenntum hér á landi? „Eftir hrun fannst mér vera dalandi áhugi á útgáfu á heimsbókmenntum og ég heyrði aðra þýðendur kvarta undan því sama. Í fyrra var eins og yrði sprenging og það merkilegasta við það bókaár fannst mér vera frábærar þýðingar á erlendum heims- bókmenntum. Ég vona að þetta sé til marks um að áhugi á útgáfu heimsbókmennta sé aft- ur að aukast.“ SMÁSÖGUR HEIMSINS ER VERKEFNI Á VINNUBORÐI RÚNARS HELGA Einstök sýn Faulkners „Hann er höfundur sem reynir hið ómögulega og nýtir til þess frumlegri aðferðir en flestir aðrir,“ segir Rúnar Helgi Vignisson um William Faulkner. Morgunblaðið/Kristinn RÚNAR HELGI VIGNISSON ER ÞÝÐ- ANDI HINNAR HEIMSFRÆGU BÓK- AR WILLIAMS FAULKNERS, SEM ÉG LÁ FYRIR DAUÐANUM. Fyrstu uppáhaldsbækurnar voru Bláskjár og Dísa ljósálfur. Mikið drama og hætta í báðum. Næst var Lína langsokkur, full af spak- mælum og sprenghlægileg, en – hún var ein á jólunum! Sorglegt. Oli- ver Twist og Litli flakkarinn fylgdu fljótt á eftir. Drama og aftur drama. Grátur og svo gleði yfir góð- um endi. Basil fursti frábær! Og ævintýrabækurnar. Þjóðsögur og Grimmsævintýri voru ofarlega á vinsældalistanum í mörg ár. Yngismeyjar fannst mér frábær, en Pollýanna leiðinlegasta bók á jarð- ríki. Á unglingsárunum voru það auðvitað Salka Valka og Skálholt eftir Kamban. Bækur um drottningar og keisaraynjur, Elísabetu I, Maríu Stuart, Katrínu miklu og Maríu Teresu, heilluðu. Las þær aft- ur og aftur. Sótti í bækur um framandi menningu, til dæmis bækur Pearl S. Buck um Kína og Indland, Egyptann og Ber- fætlinga. Aldirnar voru óþrjótandi uppspretta. Kristín Lafr- ansdóttir skyldulesning á hverju ári. Nú taka við höfundar fremur en einstaka bækur. Af erlendum nefni ég rússnesku höfundana Dostojevskí, Tolstoy og Bulgakov. Dor- is Lessing, Simone de Beauvoir, Karen Blixen og Brontë- systur. Günter Grass og Thomas Mann. Margir ótaldir. Íslenskir uppáhaldshöfundar og bækur; Laxness, Sjálfstætt fólk, Jakobína Sigurðardóttir, Dægurvísa, Svava Jakobsdóttir, smásögurnar, Steinunn Sigurðardóttir, Tímaþjófurinn, Jón Kalman Stefánsson, Himnaríki og helvíti, Böðvar Guð- mundsson, Vesturfarasögurnar og síðast en ekki síst Kristín Marja Baldursdóttir, Mávahlátur, Karitas og Óreiða á striga. Uppáhalds núna: Love and Fate eftir Vasily Grossman – rúss- neskur höfundur sem var bannaður í áratugi, en Rússar telja nú í hópi sinna stærstu höfunda – og flottar bækur Hilary Mantel, Wolfe Hall og Bury the Bodies. Get varla beðið eftir þeirri þriðju. Hefði ekki verið ónýtt að hafa hana um jólin. Í UPPÁHALDI ÞÓRHILDUR ÞORLEIFS- DÓTTIR LEIKSTJÓRI Þórhildur Þorleifsdóttir á fjölmargar uppáhaldsbækur. Sögulegar skáld- sögur Hilary Mantel eru nú í miklu uppáhaldi hjá henni. Booker- verðlaunabókin Wolfe Hall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.