Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Blaðsíða 34
*Græjur og tækniSmáforrit af öllum gerðum er auðvelt að læra á og þau passa fyrir nýrri og eldri síma »36 V ið erum búnir að vera með þennan hermi í nokkrar vikur og erum svona að fikra okkur áfram með hann. Okkur finnst komin góð reynsla á herminn þó að við séum búnir að hafa hann stutt,“ segir Þórður Bogason hjá Ökuskólanum í Mjódd en hann hefur bætt inn í námskeið sín nýjum ökuhermi og fá nemendur 10 mínútur í græjunni til að gera allskonar æfingar. Séu nem- endur slakir í þeirri list að aka af stað, að aka í myrkri eða á öðrum sérstökum sviðum geta þeir æft sig í herminum. Þórður segir þetta frábæra viðbót fyrir nemendur skólans. „Þetta er viðbót við allt námið. Við erum líka með skelli- nöðru- og mótorhjólahermi þannig að allir geta fengið að æfa sig. Krakkarnir hafa tekið þessari viðbót fagnandi. Þeir öðl- ast aukinn skilning á umferðinni. Við höfum verið að leggja áherslu á akstursæfingar í myrkri því það er mjög erfitt að kenna hvernig nemendur eiga að keyra í dimmu. Nema kannski þessa mánuði núna,“ segir Þórður. Góður árangur unnist á síðustu árum Græjan er af nýjustu gerð og búin fullkominni tækni. Und- irrituðum var hent á bak við stýrið og kolféll á öllum próf- um. Bremsuviðbragð var slakt, bíllinn var of nálægt miðju- línu og svo kom í ljós að maður kann ekki að taka fram úr. Allt er mælt og tekið með í reikninginn. Niðurstaðan var slá- andi slök fyrir Þingeying með mikið loft í lungunum. Spurn- ing um að fara bara að taka strætó á ný. Þeir hjá ökuskólanum vilja taka upp frönsku aðferðina þar sem ökunemendur eru skyldaðir til að eyða tíma í ökuhermi. Nái þeir að klára allar þær þrautir sem hermirinn leggur fyrir nemendum treystandi út á götur landsins – ekki fyrr. Á Íslandi er mikið unnið mikið með ungum og reynslulitlum ökumönnum og gerðar eru meiri kröfur en áður. Sem dæmi hefur dregið úr aðild ungra ökumanna að umferðarslysum úr 40% árið 1997 niður í 23% árið 2010. Að loknu ökunámi ættu umferðaróhöpp sem stafa af vanþekkingu, skorti á skilningi eða röngu viðhorfi ungra ökumanna að vera nánast und- antekning. Hermirinn kemur þar að góðum notum. Krakkar skilja tölvuskjái Þórður segir að hermirinn muni nýtast öllum enda aðstæður á Íslandi töluvert sérstakar. Eigi ökumaður afmæli í júlí eða ágúst eru allar líkur á því að hann hafi aldrei fengið að aka í snjó, hálku eða vetrarmyrkri. Þá sé gott að eiga herminn til að leyfa nemendum að fá tilfinningu fyrir köldum vetr- arakstri. „Krakkar í dag skilja miklu betur ef þau fá að sjá hlutina og sérstaklega á tölvuskjáum. Hér getum við sýnt þeim hvernig til dæmis kúpling virkar. Hvað gerist þegar viðkomandi ýtir á kúplinguna og setur í gír. Ökumenn eru því tilbúnir næst þegar kemur grænt á umferðarljósin.“ Ökukennararnir Björn Lúðvíksson og Þórður Bogason eru ánægðir með herminn sem nú er kominn í Ökuskólann Mjódd. Blaðamaður fékk að taka í stýrið og stóð sig afleitlega. Morgunblaðið/Kristinn Tæknibylting í ökunámi STÆRSTI ÖKUSKÓLI LANDSINS, ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD, TÓK NÝVERIÐ Í NOTKUN GLÆNÝJAN ÖKUHERMI SEM GJÖRBYLTIR AKSTURSNÁMI Á ÍSLANDI. NÚ ER HÆGT AÐ KENNA UNGUM ÖKUMÖNNUM AÐ KEYRA Í MYRKRI, RIGNINGU, ÞOKU OG Í SNJÓ Á SJÓÐHEITUM SUMARDÖGUM. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Mótorhjólahermirinn kemur einnig að góðum notum. Þórður á bak við stýrið. Þrír skjáir eru í herminum og allt mjög raunverulegt. Þarna er hægt að stilla spegla sem og aðrar græjur. Kjalnesingurinn Þórður sýnir réttu handtökin. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.