Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Side 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Side 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 Þ rátt fyrir að búa í Bandaríkjunum er Skúli ávallt með annan fótinn á Íslandi. Hér búa börn hans þrjú og mestur hluti fjölskyldunnar. Sjálfur á hann hús í Garðabæ sem hann býr í þegar hann er hér á landi, en að jafnaði sækir Skúli landið heim á þriggja mánaða fresti. Foreldrar Skúla búa í Laug- arási í Biskupstungum þar sem hann ólst upp. Skúli gekk í Menntaskólann að Laugarvatni frá 1984 til 1988, þaðan fór hann í læknadeild Háskóla Íslands og lauk námi 1994. Hann starfaði í fjögur ár á Landspítalanum sem að- stoðarlæknir en á þeim tíma beið hann einnig eftir að þáverandi eiginkona sín kláraði lækn- isfræðina. „Ég og við bæði höfðum alltaf haft áhuga á að fara í framhaldsnám til Bandaríkj- anna. Flestir fara til Skandinavíu eða Evrópu en ég vildi fara í allt annað umhverfi en ég var alinn upp í.“ Saman fóru þau hjónin til Madison í Wis- consin-ríki þar sem Skúli lærði lyflækningar. Þar voru þau í þrjú ár og eftir það fluttu þau til Iowa þar sem Skúli fór í framhaldsnám í hjartalækningumn og síðar frekari sérhæfingu í því sem kalla má blásningafræði (e. int- erventional cardiology). Fjórum árum síðar, eða árið 2005, höfðu þau bæði lokið námi. „Árið 2005 urðu vatnaskil því við þurftum að taka ákvörðun um hvað við áttum að gera. Við áttum tvö börn á þessum tíma og það var enga vinnu fyrir mig að hafa í minni sérgrein á Íslandi. Þannig að við ákváðum að vera áfram úti og enduðum í Huntington í Vestur- Virginíu. Þar sá ég framsækið tækifæri sem ég taldi henta mér og hef verið þar síðan.“ Sjálfur með 10 þúsund sjúklinga Huntington Internal Medicine Group, HIMG, er það sem kalla má dagspítala (e. Medical Home of Multispecialties). Þegar Skúli kom var þetta viðskiptamódel að komast á koppinn vestra og í dag eru það um sextíu sérfræði- læknar sem eiga og reka stofnunina, þar á meðal Skúli. Á dagspítalanum eru sér- fræðilæknar úr öllum áttum og samskipti þeirra eins greið og hægt er. Það auðveldi alla vinnu og auki afköstin mikið, en um leið er strangt eftirlit með gæðum þjónustunnar. Sjálfur er Skúli með um 10 þúsund sjúk- linga, sífellt meiri tími hans fer þó í stjórnun fyrirtækisins en fyrir utan eigendur spítalans eru um þrjú hundruð starfsmenn. „Þarna vinna allir náið saman og finna má nánast lækni í öllum undirgreinum læknisfræðinnar. Þannig að sjúklingar fá þarna alhliða og þægi- lega þjónustu, það sem kallað er hér vestra „one stop shop“. Ég var vanur að vinna undir miklu álagi sem krakki þar sem ég var tíu sumur í sveit hjá Sveini Skúlasyni, föð- urbróður mínum, í Bræðratungu. Þetta var eitt stærsta bú á landinu og það var frábær skóli og þar lærði maður svo sannarlega að taka til hendinni.“ Eitt af því sem Skúli nefnir er tækjakostur HIMG. Þar eru öll nýjustu tæki og tækni sem þarf. Hann segir að það sé ekki síst vegna þess að HIMG kaupi ekki tækin heldur fái þau á kaupleigu og síðan eru þau endurnýjuð nánast um leið og eitthvað nýtt kemur á markað. Raunar tekur Skúli fram að HIMG hafi verið nokkuð á undan sinni samtíð í bandarísku heilbrigðiskerfi. „Mikil umskipti eiga sér nú stað í tengslum við „Obamacare“ og hefur okkar fyrirtæki verið til fyrirmyndar um öll Bandaríkin þar sem fjármunir nýtast miklu betur með samþjöppun þjónustu og samhæfðri sjúkraskrá. Þetta sem stjórn Obama hefur verið að breyta vorum við þá þegar komin með. Allt sem við gerum er skráð á tölvutæku formi og hægt að sam- keyra við árangur og hið opinbera veit hvað við erum að gera. Fyrir vikið vorum við kom- in með mikið forskot á flesta og vorum í stakk búin að takast á við regluverkið sem mörgum annars staðar hefur reynst fjötur um fót.“ Rífa sig upp með rótum Bandarískar heilbrigðisstofnanir eru þó ekki þær einu sem leita til Skúla og HIMG vegna þess árangurs sem þar hefur náðst. Á árinu 2012 leituðu til Skúla þrír íslenskir læknar sem eiga það sameiginlegt að hafa lært í Bandaríkjunum á svipuðum tíma og hann. Þeir fluttu til Íslands eftir námið og hafa unn- ið síðan á Íslandi. „Þeir voru búnir að vinna á Íslandi í tæp tíu ár og sáu einfaldlega ekki fram á betri tíð lengur. Þeir höfðu samband við mig varðandi það að koma í heimsókn og voru eiginlega búnir að ákveða það fyrir við- talið að þeir vildu flytja út. Tveir eru við störf nú þegar og sá þriðji kemur til starfa í maí.“ Starfs- og dvalarleyfi í Bandaríkjunum kemur ekki af sjálfu sér fyrir Íslendinga. Skúli sjálfur var svo heppinn vinna í happ- drætti um græna kortið áður en hann hóf nám vestanhafs þannig að hann þurfti engar áhyggjur að hafa, og varð síðan bandarískur ríkisborgari árið 2007. En fyrir íslensku læknana þrjá þurfti HIMG að leggja mikið undir og ábyrgjast leyfi til þess að starfsleyfi fengist. Skúli segir að læknarnir þrír séu engir fjað- urvigtarmenn; langmenntaðir sérfræðingar í meltingarsjúkdómum, lungna- og gjörgæslu- lækningum og hjartalækningum. Allir hafa þeir unnið við góðan orðstír hér á Íslandi frá því þeir komu úr námi. „Þetta eru menn sem hafa verið mjög duglegir og drógu ansi þungt hlass þar sem þeir störfuðu. Menn með mik- inn metnað og sterkan vilja að standa sig vel. Þeir vita hvernig hlutirnir eru gerðir í Banda- ríkjunum og sáu að þeir fengu ekki notið sín á Íslandi.“ Læknisfræði er alþjóðleg menntun og eng- um Íslending dylst að heilbrigðiskerfið á Ís- landi á undir högg að sækja. Margoft hefur verið greint frá því að læknar í útlöndum vilji ekki snúa heim eftir nám og Ísland horfist í augu við, í fyrsta skipti í langan tíma, að læknarnir setjast flestir að þar sem þeir fóru í framhaldsnám. Þetta er í raun alveg nýtt. Þá drýgja margir læknar á Íslandi tekjur sínar með því að vinna samhliða í öðrum löndum. Skúli segir þriðja hópinn vera að skjóta upp kollinum. Sá hafði skotið rótum á Íslandi eftir nám, starfað þar í einhver ár en er að gefast upp. „Þeir eru núna að rífa sig upp með rót- um og taka fjölskylduna með. Það er meiri- háttar ákvörðun að flytja með alla fjölskyld- una til annars lands, hvað þá heimsálfu, en þetta fólk lætur sig hafa það. Þetta hefur aldrei gerst í stórum stíl áður. Ef þetta held- ur áfram þá fjarar undan íslenska heilbrigð- iskerfinu. Það er alveg ljóst.“ Enn eitt dæmið um atgervisflóttann, bara á síðustu vikum, er að einn af burðarásum í krabbameinslæknunum á Íslandi, kona á besta aldri, hefur ráðið sig til starfa vestur um haf. Að sögn ríkir hremmingarástand á krabbameinsdeildinni vegna skorts á læknum. Erum að tapa þessari samkeppni Þrátt fyrir að hafa búið í Bandaríkjunum í sautján ár er hugur Skúla ávallt á heimaslóð- um. Hann starfaði í fjögur ár sem aðstoðar- læknir á Landspítalanum, á hérna utan fjöl- skyldu fjölmarga vini og kunningja í læknastéttinni og lítur inn á sjúkrahúsinu í hverri heimsókn til landsins. Margt hefur breyst og hefur hann miklar áhyggjur af kennslu læknanema og unglækna. Hann minnist þess þegar hann útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands og hóf störf sem aðstoðarlæknir. „Þá lærði ég gífurlega mikið. Þarna voru frábærir kennarar, séstak- lega í lyf-, skurð- og gjörgæslulækningum. Það var geysilega gaman að vinna þarna og maður kom virkilega vel undirbúinn undir framhaldsnám. Þá voru teymi sérfræðilæknis, reynds aðstoðarlæknis og aðstoðarlæknis. Sumir af bestu kennurum sem ég hef unnið með störfuðu þarna. En nú er svo komið að þessi keðja er brostin. Það er orðið svo fálið- að, sérfræðilæknarnir standa nú í mörgum til- vikum einir eftir hlaupandi eins og útspýtt hundskinn að redda hinu og þessu, papp- írsvinnu og fleiri slíkum erindum þar sem þekking þeirra nýtist illa. Þarna ættu ung- læknarnir að vera, að læra af sér reynslumeiri læknum. Svo er ekki lengur og þetta er ein birtingarmynd hnignunar kerfisins.“ Skúli segir að flaggskip íslenskrar heil- brigðisþjónustu, Landspítalinn, sé í hættu. Hann minnist þess þegar það voru þrjú sjúkrahús í Reykjavík og þegar ákveðið var að sameina þau. „Það voru hérna þrír spít- alar; Landakot, Borgarspítalinn og Landspít- alinn sem voru sameinaðir. Hugmyndin var góð að mörgu leyti en framfylgd sameining- arinnar ekki að sama skapi. Þá var sagt af nokkrum þótta að ekki þyrfti samkeppni inn- anlands því að við værum í samkeppni við al- þjóðlega spítala. Það má með nokkrum rétti halda því fram að við séum að tapa þessari samkeppni og sumir segja að þjónustan hafi versnað.“ Beðinn um að skýra hvað hann eigi við með að hugmyndin hafi verið góð en henni ekki fylgt eftir segir Skúli: „Það liggur í augum uppi að bráðaspítalinn er enn á tveimur stöð- um. Þó svo að læknar geti verið á tveimur stöðum getur hjúkrunarfólk það ekki og það er galið að vera að flytja fárveika sjúklinga milli þessara staða og gífurlegt óhagræði. Það mistókst eða var látið undir höfuð leggjast að byggja upp einn meðferðarkjarna. Yfirstjórn- in var sameinuð en ekki meðferðarkjarninn. Þetta hef ég hvergi séð annars staðar og þetta er allt of kostnaðarsamt. Þetta módel virkar bara ekki. Síðan er heilsugæslunni að mestu miðstýrt af ríkinu og afköstin þar ekki til eftirbreytni. Þetta lagast ekki fyrr en læknarnir sjálfir fá að taka þátt í rekstri heilsugæslustöðvanna með samning við ríkið eða í samkeppni við það. Þetta er gert í ná- grannalöndunum. Þetta myndi auka afköstin, bæta þjónustana, létta á spítölunum og þegar upp er staðið spara fjármuni. Um leið þarf að auka áherslu á eftirlit landlæknis með þessu. Einkarekstur án einkavæðingar virkar mjög vel svo lengi sem eftirlitið er öflugt. Mér finnst umræðan um þessi mál heima oft vera út og suður og ekki til þess fallin að þetta ófremdarástand lagist á næstunni.“ Markaðslögmálin ekki látin gilda Fréttir af biluðum tækjum og óánægju starfs- fólks Landspítalans hafa vitaskuld ekki farið framhjá Skúla. Nú er endurnýjun hafin og var raun óumflýjanleg því að þessi tæki voru ónýt og spítalinn var þannig á leið fram af hengifluginu. „En þrátt fyrir að skipt verði um tæki á spítalanum þá eru það launamálin sem standa óleyst. Markaðslögmálin eru ekki látin gilda. Hvers vegna ætti læknir með eft- irsóknarverða, alþjóðlega sérþekkingu í ein- stakri grein að starfa á Landspítalanum þar sem hann fær margfalt lægri laun en hann fengi annars staðar? Vissulega eru margir sem leggja mikið á sig til að vera á heima- slóðum en hér ber einfaldlega allt of mikið í milli og mönnum fallast hendur og gefast upp. Ef það stendur til að halda í hæft fólk og halda uppi þjónustustigi á heimsmælikvarða þá verður að greiða því laun í samræmi við það. Landspítalinn er mjög illa í stakk búinn Hugurinn ávallt á heimaslóðum HJARTALÆKNIRINN SKÚLI GUNNLAUGSSON BÝR OG STARFAR Í BANDARÍKJUNUM. HANN ER EINN SEXTÍU SÉRFRÆÐILÆKNA SEM EIGA OG REKA SPÍTALA Í HUNTINGTON Í VESTUR-VIRGINÍU, SEM ER SANNKALLAÐ HÁTÆKNISJÚKRAHÚS. ENDA ÞÓTT HANN BÚI VESTANHAFS HEFUR SKÚLI STERK TENGSL VIÐ ÍSLAND, ER MIKILL ÁHUGAMAÐUR UM ÍSLENSKA LIST OG ÖTULL LISTAVERKASAFNARI EN HEFUR EINNIG STERKAR SKOÐANIR Á ÍSLENSKU HEILBRIGÐISKERFI. Andri Karl Elínars. Ásgeirsson andri@mbl.is * Ef þetta heldur áframþá fjarar undan ís-lenska heilbrigðiskerfinu. Það er alveg ljóst. Skúli Gunnlaugsson á heimili sínu í Garðabæ, þar sem hann geymir hluta af málverkasafninu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.