Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014
Heimurinn er lítill. Það hef-ur margsýnt sig. Þegarég fór til fundar við
bandaríska ljósmyndarann George
V. Tiedemann hér í Reykjavík
gerði ég ekki ráð fyrir að við ætt-
um margt sameiginlegt. Fyrir utan
það að vinna báðir við blaða-
mennsku. Ég hafði fengið ábend-
ingu um að maðurinn, sem hér var
staddur til að halda upp á sjötugs-
afmæli sitt, væri forvitnilegt við-
talsefni.
George V. Tiedemann barðist í
Víetnam og er margverðlaunaður
íþróttaljósmyndari sem myndaði
knattspyrnugoðsögnina Pelé eftir
hans hinsta leik og Evander Holy-
field eftir að Mike Tyson beit af
honum eyrað. Hann hafði þó
minnstan áhuga á að tala um það,
amma hans heitin var honum efst í
huga. Kristín Jóna Friðriksdóttir
sem dó aðeins 27 ára gömul úr
berklum frá þremur litlum börnum
árið 1933 í fásinninu á Látrum í
Aðalvík.
Þar kemur tengingin. Amma
mín var einnig frá Látrum í Að-
alvík. „Get out of town!“ Ekki nóg
með það, hún var aðeins einu ári
yngri en móðir George. Mjög lík-
lega hafa þær leikið sér saman í
bernsku á Látrum, Magnúsína
Brynjólfína Valdimarsdóttir, móðir
George, og Kristjana Bergmunds-
dóttir, amma mín. Þetta þótti við-
mælanda mínum merk tíðindi og
höfum við í kjölfarið skipst á alls-
kyns upplýsingum. Aðalvíkin á hug
George allan. Fólkið og staðurinn.
Báðar fluttu þessar konur ungar
frá Aðalvík og voru tregar að fara
aftur. Magnúsína gerði það á end-
anum að áeggjan sonar síns en
Kristjana aldrei.
George rekur sögu sína, ömmu
sinnar og móður í Sunnudags-
blaðinu í dag. Þar fylgjum við móð-
ur hans frá Aðalvík til Trípólí en
ólíkari staði er varla hægt að hugsa
sér. En eins og ég segi; heimurinn
er lítill.
RABBIÐ
Ömmustrákar úr Aðalvík
Orri Páll Ormarsson
Margir voru eflaust farnir að telja sér trú um að vorið lægi í loftinu, í það minnsta að þessi yfirþyrmandi klaki sem liggur yfir öllu færi nú hvað og hverju að
hypja sig. Sú von varð því miður að engu þegar tók að snjóa í lok vikunnar enda er það gjarnan eins með veðrið á Íslandi og lífið sjálft, það er hverfult. Það
er þó hægt að hugga sig við það að fannhvítur snjórinn er einstaklega fallegur þegar hann liggur nýfallinn á trjám og gróðri eins og sést bersýnilega á myndinni
hér að ofan. Á gangi í Gnoðarvogi hefur maðurinn á myndinni sennilega hert að sér yfirhöfn sína í kuldanum en þó notið dýrðarinnar á meðan.
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á HÁLUM ÍS
ÞAÐ VARÐ NOKKUÐ LJÓST Í LOK VIKU AÐ ÍSINGIN SEM NÚ LIGGUR YFIR LITLU EYJUNNI OKKAR FÆRI EKKI AÐ
BRÁÐNA Í BRÁÐ. Í ÞAÐ MINNSTA EKKI Á NÆSTU DÖGUM ÞAR SEM AÐ KÓLNA TEKUR.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Myrkir músíkdagar.
Hvar? Kaldalónssal og Norðurljósasal
Hörpu.
Hvenær? Bæði laugardag og sunnudag
kl. 11.
Nánar: Í boði er fjölbreytt dagskrá en
einnig er sérstök barnadagskrá.
Verð 500 kr.
Barnadagskrá
Hvað? Flóamarkaður.
Hvar? Eiðistorgi.
Hvenær? Laugardag
kl. 11.
Nánar: Líflegt verður
um að litast á Eiðis-
torgi um helgina. Þá fær almenningur
tækifæri til að kaupa og selja muni og ef-
laust fara fáir tómhentir heim.
Flóamarkaður
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Sýningin Hljómfall litar og línu.
Hvar? Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi
Hvenær? Laugardaginn 1. febrúar kl.
20
Nánar: Þrískipt sýning sem snýst um
myndlist í anda „sjónrænnar tónlistar“.
Sjónræn tónlist
Hvað? Superbowl.
Hvar? Spot, Kópavogi.
Hvenær? Sunnudag kl.
21.30.
Nánar: Hið ameríska
Superbowl verður sýnt
á Spot í Kópavogi. Frítt
inn.
Boltafjör á Spot
Hvað? Flóamarkaður.
Hvar? Eskihlíð 4.
Hvenær? Laugardag til föstudags milli kl.
12-17.
Nánar: Ýmis varningur til sölu. Ágóði
rennur til starfsemi næturathvarfs Rauða
krossins fyrir heimilislausar konur.
Styrkja Konukot
Hvað? Jónsi og Ridd-
arareglan.
Hvar? Egilshöll.
Hvenær? Laugardag
kl. 13.30.
Nánar: Nemendur í
meistaranámi viðskiptafræðideildar við
HÍ og Sambíóin standa fyrir söfnunar-
átaki til styrktar Barnaspítala Hringsins.
Miðar fást á sambio.is og er verðið
1.000 krónur.
Styrktarsýning
* Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson.