Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 30
Morgunblaðið/Árni Sæberg 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014 Matur og drykkir É g hef lengi notað föstur, bæði með mínum viðskiptavinum og ég sjálf. Þá hefur það yfirleitt verið þannig að maður hefur þurft að taka frá viku eða tíu daga í sínu lífi sem getur oft reynst erfitt, en þegar ég sá þessa leið, 5:2, þá höfð- aði það strax til mín hvað hún er einföld í framkvæmd, sveigjanleg og praktísk,“ segir Unnur Guðrún eða Lukka, rekstrarstýra veitingastaðarins Happs og höfundur bók- arinnar 5:2 mataræðið. 5:2 mataræðið hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn. Mat- aræðið snýst um það að fasta tvo daga vik- unnar en þá er hitaeiningainnihald matarins eingöngu 500-600 hitaeiningar. Aðra daga á fólk hinsvegar að halda sig við hefðbundið mataræði. Lukka hefur lengi haft áhuga á föstum og segir að það sem heilli hana helst við föstur almennt og einnig þessa gerð af föstu sé fyrst og fremst rannsóknirnar sem búa að baki og sýna fram á aukið heilbrigði og forvarnargildi gagnvart langvinnum sjúkt- dómum. Partur af daglegu lífi „Mér finnst 5:2 mataræðið jafnvel betri leið til þess að fasta. Það er allt í lagi að taka viku og jafnvel 10 daga föstur eftir sem áður og gott að gera það í byrjun og fara svo inn í 5:2 en 5:2 er eitthvað sem maður getur haft sem lífsstíl og það finnst mér alltaf spenn- andi, þegar eitthvað getur orðið partur af manns daglega lífi og er ekki bara kúr sem dugir í stuttan tíma.“ Lukka segir 5:2 mataræðið bæði megrun og lífsstíl og ef fólk er of þungt þá sé þetta vissulega megrun en mataræðið snýst ekki um útlit eða holdafar heldur heilbrigði. „Ég er ekki sammála því að kúr sé skammaryrði, því þegar við erum langt leidd, þá þurfum við stundum kúr eða átak til þess að koma okkur inn á beinu brautina, síðan getum við haldið áfram á beinu brautinni. Þannig að það er allt í lagi að nýta sér kúra, hvaða nafni sem þeir nefnast, ef þeir eru ekki of ýktir eða öfgafullir,“ segir Lukka og bætir við að bókin sé ekki bara ætluð þeim sem séu á 5:2 mataræðinu heldur sé hún full af holl- um og næringarríkum uppskriftum sem fólk getur nýtt sér hvaða dag sem er. „Fyrir þá sem vilja fara þessa leið, 5:2, þá eru útreikn- ingar á hitaeiningainnihaldi matarins og það hjálpar þeim að velja og sjá hvað þeir mega boðra stóran skammt. Við eigum alltaf að hugsa um hollustu og að hafa það að leið- arljósi að velja hollan og næringarríkan mat og það er miklu auðveldara í framkvæmd ef reglurnar eru aðeins sveigjanlegri.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg MIKILVÆGT AÐ HUGA AÐ HEILBRIGÐI OG HOLLUSTU Frjálsari fasta UNNUR GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR, EÐA LUKKA, HEFUR LENGI HAFT ÁHUGA Á FÖSTUM SEM STUÐLA AÐ HEILBRIGÐI. LUKKA SEGIR MATARÆÐIÐ 5:2 VERA LÍFSSTÍLSKÚR OG AUÐVELDA OG SVEIGJANLEGA LEIÐ TIL ÞESS AÐ FASTA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Lukka segir 5:2 ákveðinn lífsstíl. fyrir 4 400 g rækjur 1 msk. kókosolía 3 geirar hvítlaukur 1 rautt chili 1 rauðlaukur 1 þumall fersk engiferrót 2 stilkar sellerí 2 gulrætur 1 rauð paprika 400 g hakkaðir tómatar safi af 1 límónu 4 dl soðið quinoa Saxið hvítlauk, chili, rauðlauk og engifer smátt og steikið á pönnu í 1 msk. kókosolíu. Skerið sellerí, gulrætur og papriku frekar smátt og bætið út á pönnuna. Bætið hökkuðum tómötum á pönnuna og látið malla í u.þ.b. 10 mínútur. Kryddið með chiliflögum, lím- ónusafa, salti og pipar. Bætið rækjunum síðast út í og slökkvið á hitanum. Sjóðið quinoa samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og berið fram með rækjuréttinum. Spænskar rækjur fyrir 4 216 kcal. skammturinn 3 dl lífrænt gróft haframjöl 6 dl hrísmjólk 6 stk. jarðarber 1 msk. þurrkuð trönuber 2 msk. hörfræ, ljós eða dökk sjávarsalt á hnífsoddi Setjið haframjölið í skál, hellið hrísmjólkinni yfir og saltið. Skerið jarðarberin í litla bita. Bætið jarðarberjunum og trönuberjunum í grautinn og látið standa í nokkrar mínútur eða þar til hafrarnir hafa mýkst og drukkið í sig nokkuð af vökvanum. Hafragrautur með jarðarberjum og trönuberjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.