Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 19
CRÉATIVE TECHNOLOGIE
Öflug en sparneytin dísilvél fyrir hagkvæman rekstur. Frábær vinnuaðstaða með 180° opnun á
afturhurðum, gíraffalúgu, rennihurð, lækkaðri hleðsluhæð, hárri sætisstöðu og fjölda geymsluhólfa.
Rúmar tvo farþega ásamt ökumanni.
KOMDU OG PRÓFAÐU CITROËN BERLINGO VAN
citroen.is
• 3,3 M - 4,1 M HLEÐSLURÝMI • 850 KG BURÐARGETA • 3JA MANNA • SPARNEYTINN •3 3
Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu
BETRI REKSTUR OG AUKIN ÞÆGINDI
CITROËN BERLINGO VAN 1,6 HDi
VERÐ: 2.541.832 KR. ÁN VSK
VERÐ: 3.190.000 KR. MEÐ VSK
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
Aðstæður fátæka fólksins í fiskimannasamfélögum í Úganda eru ólíkar því sem við þekkjum á Íslandi.
Ljósmynd/Gunnar Salvarsson
Fiskimenn lifa flökkulífi og samfélag þeirra hefur orðið útundan í þróun.
2.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Þróunarsamvinnustofnun Íslands –ÞSSÍ – hefur starfað frá árinu 1971 þegar fyrstu lög
um tvíhliða þróunarsamvinnu Íslendinga voru samþykkt á Alþingi. Þróunarsamvinnu-
stofnun Íslands starfar eingöngu í Afríku. Samstarfsþjóðirnar eru allar sunnan Sahara í
Afríku: Malaví, Mósambík og Úganda. Auk þess vinnur ÞSSÍ að svæðaverkefni um jarð-
hitaleit í austanverðri Afríku. Meginmarkmið í starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Ís-
lands er að styðja viðleitni stjórnvalda í samstarfslöndunum í baráttunni gegn fátækt.
Áhersla er lögð á að bæta lífskjör þeirra sem verst eru settir í fátækustu samfélögunum.
Stuðningur við almannaþjónustu er fyrirferðarmestur, við menntun, vatns- og
hreinlætismál, og lýðheilsu. Ennfremur er lögð áhersla á stuðning við nýtingu auðlinda,
einkum orkumál og fiskimál. Áhersla er lögð á samvinnu við héraðsstjórnir um umbætur
í grunnþjónustu við íbúana. Eignarhald viðtakenda á þróunarstarfinu er í öndvegi.
Allt starf ÞSSÍ í Afríku miðar að því að bæta lífskjör fólks. Með umbótum í heilsugæslu
og gerð vatnsbóla með hreinu vatni er mannslífum bjargað, með umbótum í menntun
barna eru yngstu kynslóðinni tryggð betri tækifæri í framtíðinni og fullorðinnafræðslan
gefur ólæsum áður óþekkta möguleika til þátttöku í samfélaginu. Almennt kostar ÞSSÍ
kapps um að styðja við bakið á efnahagslegri og félagslegri þróun, m.a. jafnrétti og vald-
eflingu kvenna. Árangur í starfi er metinn af samfélagsbreytingum á vettvangi og mörg
verkefni ÞSSÍ hafa tekist einkar vel.
MANNSLÍFUM BJARGAÐ
Morgunblaðið/Kristín Heiða