Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014 V ið heilsumst á ensku. George Valdimar Tiedemann við- urkennir að hann sé ekki sam- ræðufær á íslensku enda þótt hann skilji sumt og kunni orð og orð. „Komdu hérna, stelpa,“ er frasi sem hann hefur á hraðbergi. „Er það ekki nóg?“ spyr hann svo og skellihlær. Eflaust saga á bak við það. Daginn áður en við hittumst á hóteli í mið- borginni hélt George upp á sjötugsafmæli sitt í faðmi ættingja í Reykjavík. Með honum í för eru eiginkonan, Sharon, og bróðir, Bob. „Þetta var fullkominn dagur. Ég gat ekki far- ið fram á meira. Mér var haldin fjölmenn af- mælisveisla og boðið á tónleika í tónlistarhús- inu við höfnina. Þvílíkt hús. Þvílíkur söngur. Hápunkturinn var samt guðsþjónustan í kirkj- unni sem ég var skírður í fyrir öllum þessum árum og foreldrar mínir giftu sig í,“ segir George og á þar við Kristskirkju á Landakoti. Þetta gerðist hvort tveggja á stríðsárunum meðan faðir hans gegndi hér herþjónustu. Brúðurin var íslensk blómarós vestan af fjörð- um. George og Sharon eiga þrjú börn og tíu barnabörn heima í Bandaríkjunum og einhver stakk upp á því að hann héldi upp á sjötugs- afmælið þar en kæmi til Íslands þegar hann yrði 75 ára. Það tók hann ekki í mál. „Mest af öllu langaði mig að koma til Íslands og maður á aldrei að fresta því sem maður getur gert í dag þangað til á morgun. Allra síst þegar maður er kominn á þennan aldur. Ef til vill kemur morgundagurinn aldrei!“ Mikið til í því. Eftir að hafa heilsað dregur Sharon sig í hlé en Bob situr áfram okkur til samlætis. „Hann er blaðafulltrúi minn. Og betri sögu- maður. Bob er eins og pabbi, dregur bara upp buxnaskálmarnar þegar skíturinn dýpkar,“ segir George sposkur á svip. Bob lætur ekki sitt eftir liggja, áður en ég veit af er hann kominn með skálmarnar upp að hnjám. Missti foreldra sína ung Móðir George, Magnúsína Brynjólfína Valdi- marsdóttir, var fædd árið 1925 og uppalin á Látrum í Aðalvík. Dóttir hjónanna Valdimars Ásgeirssonar og Kristínar Jónu Friðriks- dóttur. Hvorugu þeirra varð langra lífdaga auðið. Valdimar, sem var vélstjóri á fiskibát, drukknaði aðeins 22 ára að aldri og Kristín Jóna dó 27 ára frá þremur ungum börnum. Banamein hennar var berklar. Magnúsínu, þá átta ára, og systkinum hennar, Valdimar og Sigríði var komið fyrir hjá ættingjum fyrir vestan, hverju á sínum staðnum. Sextán ára gömul flutti Magnúsína til Reykjavíkur til að freista gæfunnar. Ekki hafði hún búið þar lengi þegar hún kynntist bandarískum hermanni, Robert L. Tiedemann að nafni. Felldu þau hugi saman og gengu í heilagt hjónaband í mars 1943. „Gagnkvæm hrifning hlýtur að hafa verið mikil því pabbi talaði mjög takmarkaða íslensku á þessum tíma og mamma örugglega enga ensku,“ segir George. „Mamma ræddi sjaldan um þetta en eftir að pabbi dó spurði ég hana út í þeirra fyrstu kynni og hvers vegna þau hefðu gift sig svona snemma, mamma var ekki nema átján ára. Þá sagði hún: „Sjáðu til, ég elskaði föður þinn en á þessum tíma átti ég engan að.“ Auðvitað hefur það haft sitt að segja. Hún gat ekki hugsað sér að standa ein.“ Frumburður Magnúsínu og Roberts Tie- demanns kom í heiminn í Reykjavík 19. jan- úar 1944 og var skírður George Valdimar í höfuðið á öfum sínum. Í október sama ár lauk skyldum Roberts á Íslandi og flutti litla fjöl- skyldan þá til Neptune í New Jersey. George dregur upp úr pússi sínu grein úr staðarblaði frá þessum tíma, þar sem fjallað er um heim- komu föður hans undir fyrirsögninni: „Her- maður frá Neptune sendir lifandi minjagrip heim frá Íslandi – barn sitt.“ Í greininni kemur fram að bróður Roberts, Melvin, hafi verið saknað frá því í ágúst en hann barðist í Frakklandi. Eftirsjá að íslenskunni Þegar Magnúsína hélt vestur um haf var hún kona ekki einsömul, var þá þegar ófrísk af öðrum syni þeirra hjóna, Friðriki sem kall- aður er Fred. „Friðrik fæddist í Bandaríkj- unum en lítur á sig sem Íslending, þar sem hann var getinn hér,“ segir George hlæjandi. „Hann er bara öfundsjúkur,“ skýtur Bob inn í. Fjölskyldan sneri aftur til Íslands árið 1947 og dvaldist á Keflavíkurflugvelli næstu fjögur árin, þar sem Robert gegndi herskyldu. Þar fæddist þriðji sonurinn, Bob, árið 1948. „Á þessum árum var íslenska mitt fyrsta tungu- mál. Við töluðum íslensku heima og þótt við byggjum á Vellinum lékum við Fred okkur mikið við íslensk börn,“ segir George. Þegar hér er komið sögu var faðir hans farinn að tala ljómandi góða íslensku. „Pabba leið af- skaplega vel á Íslandi og þótti mjög vænt um landið,“ segir George. Árið 1951 lá leiðin aftur til New Jersey og fljótlega bættust tvö börn til viðbótar í systk- inahópinn, Eric og Kristín Jóna. „Þegar við komum til Bandaríkjanna 1951 þótti félögum okkar bræðranna tungumálið sem við töluðum heima fyrir skrýtið og þar sem við vorum á viðkvæmum aldri skiptum við yfir í ensku. Eftir það varð ekki aftur snúið, við töpuðum niður íslenskunni,“ útskýrir George. „Það er mín mesta eftirsjá í þessu lífi.“ Á þessum tíma var George ekki sleipari í enskunni en svo að hann þurfti að fara tvisvar í sama bekkinn. Bjuggu um tíma í Líbíu Líf hermannsins getur verið ófyrirsjáanlegt og þegar George var níu ára var föður hans úthlutað verkefni í Trípólí, höfuðborg Líbíu. Þar dvaldist fjölskyldan næstu sjö árin. George segir þeim hafa liðið vel í Líbíu og á þaðan góðar minningar. „Mamma talaði svo sem aldrei um það en það hljóta að hafa verið viðbrigði fyrir hana, stúlkuna úr Aðalvík, að vera allt í einu stödd í útjaðri Sahara, heitustu eyðimerkur í heimi,“ segir George. Þegar fjölskyldan sneri aftur til Bandaríkj- anna 1961, settist hún að í New Jersey og bjuggu Robert og Magnúsína þar til dauða- dags. George segir móður sína alla tíð hafa hugs- að heim yfir hafið. Foreldrar hans voru dug- legir að heimsækja Ísland og seinustu árin sem þau lifðu bæði komu þau hingað svo að segja á hverju ári. „Þegar pabbi dó 1998 tók ég við hans hlutverki, fór að koma hingað reglulega með mömmu,“ segir George. „Það var ofboðslega gaman – eiginlega eins og að fara aftur í tímann. Ég sá ekki lengur móður mína heldur unga og lífsglaða konu. Það geisl- aði af henni.“ Móðir hans talaði aldrei mikið um bernsku sína á Vestfjörðum en með árunum jókst áhugi George á sínu fólki þar, ekki síst ömmu sinni og afa sem yfirgáfu þennan heim svo ung. „Árið 2000 ámálgaði ég þetta við mömmu. Lýsti áhuga mínum á því að fara vestur í Aðalvík og skoða staðhætti. Ganga á jörðinni sem hún og foreldrar hennar höfðu gengið á forðum daga. Til að byrja með sýndi mamma þessu engan áhuga, var svo sem ekk- ert að letja mig til að fara en kvaðst ekki hafa neinn áhuga á því að koma með. Viðhorf af þessu tagi er dæmigert fyrir fullorðið fólk, því finnst svona lagað ekkert merkilegt. Þá út- skýrði ég fyrir henni að það yrði fengur í því að hafa hana með, hún þekkti hverja þúfu á Látrum og gæti miðlað sögu sinni og sinnar fjölskyldu til okkar, niðja sinna. Dag einn verður þú farin, ég farinn. Hver á þá að fræða afkomendur okkar um upprunann á Ís- landi? spurði ég hana. Þessar röksemdir skildi mamma og niðurstaðan varð sú að hún slóst í för með okkur,“ segir George. Sameinuð á Látrum Faðir hans hafði skilið eftir sig peninga og George hikaði ekki við að nota þá í verkefnið. Bauð sonum sínum þremur og fleiri ætt- ingjum með. Alls komu tólf afkomendur Magnúsínu frá Bandaríkjunum með til Að- alvíkur sumarið 2000 og 24 íslenskir ætt- ingjar, þeirra á meðal systkini hennar tvö, Valdimar Kristinn Valdimarsson og Sigríður Aðalsteinsdóttir. „Það mátti ekki seinna vera en árið eftir lést Valdimar,“ segir George. Magnúsína lést árið 2006 en Sigríður er enn á lífi. „Þetta var í fyrsta og eina skipti sem þau voru öll saman á Látrum frá því að mamma fór þaðan, sextán ára gömul. Það var stór stund.“ Strangt til tekið var þetta ekki í fyrsta skipti sem George kom í Aðalvík en hann fór þangað í heimsókn með móður sinni meðan hann var barn. „Ég man ekkert eftir þeirri heimsókn.“ George féll kylliflatur fyrir staðnum og hef- ur komið þangað nokkrum sinnum síðan. Áhugi hans á sögu fjölskyldunnar, einkum ömmu sinnar, óx líka með hverju árinu og að því kom að hann ákvað að segja söguna um leit sína að henni í máli og myndum í bókinni „Leitin að ömmu“ (Finding amma). Kom bak- grunnur hans þar í góðar þarfir en George starfaði um langt árabil sem ljósmyndari við dagblöð og tímarit í Bandaríkjunum. Í bókinni eru meðal annars myndir af því þegar George og nokkrir frændur hans lögðu stein á leiði ömmu hans í kirkjugarðinum á Látrum árið 2010 en það hafði aldrei verið gert. Höfðu þeir töluvert fyrir því að sækja steininn upp í hlíðar og draga hann síðasta spölinn, þar sem illa gekk að rúlla honum. George dró hvergi af sér við það verk enda þótt hann hefði gengist undir hjartaaðgerð fjórum og hálfum mánuði áður. „Eftir á að hyggja var það líklega ekki skynsamlegt,“ segir hann brosandi, „en svona getur kappið hlaupið með mann í gönur.“ Í þessari sömu ferð var George með lokk úr hári móður sinnar meðferðis og gróf hann við leiði ömmu sinnar. Þannig sameinuðust Linnir ekki Látrum GEORGE VALDIMAR TIEDEMANN VARÐ SJÖTUGUR 19. JANÚAR SÍÐASTLIÐINN. ALDREI KOM ANNAÐ TIL GREINA EN AÐ HALDA DAGINN HÁTÍÐLEGAN Í BORGINNI SEM HANN FÆDDIST Í, REYKJAVÍK, OG SÆKJA GUÐSÞJÓNUSTU Í KIRKJUNNI SEM HANN VAR SKÍRÐUR Í OG ÞAR SEM FORELDRAR HANS GENGU Í HEILAGT HJÓNABAND – KRISTSKIRKJU Á LANDAKOTI. MESTAR MÆTUR HEFUR ÞESSI ÍSLENSK/BANDARÍSKI LJÓSMYND- ARI ÞÓ Á LÁTRUM Í AÐALVÍK, ÞAR SEM AMMA HANS OG AFI BÁRU BEININ FYRIR ÞRÍTUGT. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is * Mamma talaðisvo sem aldrei umþað en það hljóta að hafa verið viðbrigði fyrir hana, stúlkuna úr Aðalvík, að vera allt í einu stödd í útjaðri Sa- hara, heitustu eyði- merkur í heimi. „Finding Amma“, fyrsta bók George.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.