Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 23
2.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Í þróttakempur leynast víða í samfélaginu og þær eru á ýmsum aldri. Þær eru af öllum stærðum og gerðum en eiga það sameig- inlegt að vera í góðu líkamlegu formi. Kempurnar eru sem betur fer til í að deila reynslu sinni með okkur og veita okkur góð ráð. Kempa dagsins er Guðmundur Þór- arinsson, leikmaður Sarpsborg í Noregi. Guð- mundur spilaði sinn fyrsta A-landsleik gegn Svíum fyrir skömmu og hefur vakið athygli stærri liða með frammistöðu sinni. Hann er einnig liðtækur söngvari, á stutt að sækja hæfileika sína á því sviði enda bróðir Ingólfs sem oftast er kenndur við Veðurguðina. Gælunafn: Oftast kallaður Gummi. Gvendur eða Gummi seðill ef þú vilt vera með leiðindi. Íþróttagrein: Knattspyrna. Hversu oft æfir þú á viku? Ætli það séu ekki um það bil 10 æfingar á viku. Hvernig æfir þú? Oftast vil ég vera með bolta í æfingunum, en oft eru þetta líka hlaup og styrktaræfingar. Þetta er sennilega allt jafn mikilvægt. Henta slíkar æfingar fyrir alla? Er til æfing sem hentar fyrir alla? Ég held ekki. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Þegar stórt er spurt … Að gera það sem manni þykir skemmtilegt kemur manni oftast á bragðið, þannig að ég held að það sé besta leiðin til að komast af stað. Hver er lykillinn að góðum árangri? Hafa alltaf trú á sjálfum sér og vorkenna þeim sem reyna að brjóta þig niður og segja þér að þú getir ekki eitthvað. Fólk segir það vegna þess að það hefur ekki trú á að það sjálft geti náð þangað. Úff, þetta er djúpt, en sam- kvæmt minni reynslu er það þannig. Hvað er það lengsta sem þú hefur hlaupið? Sennilega einhver fótboltaleikur, annars tek ég stundum 10 km á hlaupabretti. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Finna góða félaga til þess að vera með sér í hreyfingunni eða hlusta á tónlistina sem kemur þér í stuð þegar þú hreyfir þig, það munar mikið um það hjá mér. Líður þér illa ef þú færð ekki reglulega út- rás fyrir hreyfiþörfina? Líður kannski ekki illa en ég finn samt fyrir því að ég verð aðeins sveiflukenndari í skapinu þegar ég fæ ekki mína útrás. Hvernig væri líf án æfinga? Vigtin myndi sennilega sýna 20 kg meira. Mörgum af mínum bestu vinum hefði ég aldrei kynnst. Hef ferðast um allt Ísland og til ótal annarra landa, allt í tengslum við það að ég byrjaði að æfa þessa íþrótt. Lífið væri senni- lega töluvert öðruvísi ef ég hefði ekki skottast á fyrstu æfinguna fjögurra ára gamall með síðu ljósu krullurnar mínar. Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli æfinga hjá þér? Ekki með það á hreinu. Hvernig heldurðu þér í formi þeg- ar þú ferð í frí? Fer út að hlaupa og æfi mig líka með bolta. Nokkuð frjáls- legt hjá mér, en ég finn ágæt- lega á sjálfum mér hvað þarf til. Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Nei, ég verð að við- urkenna að ég væri til í að vita meira um það en það batnar með hverju árinu og batnandi mönnum er best að lifa. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Reyni að forðast bara sem mest skyndibita og syk- ur. Það að drekka lítið gos finnst mér hjálpa mikið. Hvaða óhollustu ertu veikur fyrir? Hvar á ég að byrja? Ég er algjör nautna- seggur. Ef ég yrði að nefna eitthvað þá yrði það Pylsuvagninn á Selfossi, algjör A-klassa matsölustaður þó það sé sennilega ekki það hollasta sem ég get fengið mér. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mat- aræðið? Taka þetta bara í litlum skrefum. Byrja á að venja sig af einhverju einu óhollu og þá allt í einu byrjar maður að finna fyrir bætingu. Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig? Skemmtun og partur af vinnunni minni eins og er. Það er því ansi mikilvægt fyrir mig að vera í þokkalegu standi. Hver eru erfiðustu meiðsl- in sem þú hefur orðið fyr- ir? 7, 9, 13, hef verið frekar heppinn með meiðsli, en þegar ég var 14 ára var ég frá í að mig minnir 3 mánuði. Var á gelgjunni og loksins byrjaður að stækka og álagið fór illa með annað hnéð á mér. Hversu lengi varstu að ná þér aftur á strik? Það gekk nú bara nokkuð vel, tók sennilega 1 mánuð að verða alveg góður aftur. Hver eru heimskulegustu meiðslin sem þú hefur orðið fyrir? Ekki ennþá orðið fyrir heimskulegum meiðslum sem hafa haldið mér frá æfingum og vona að það muni ekki gerast. Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfing- ar? Sennilega að vera að keppa og metast við fé- lagann. Hvort sem hann er kominn lengra eða styttra en þú í æfingaferlinu þá held ég að það sé best að miða við sjálfan sig og sína líðan á æfingunni sem maður gerir hverju sinni. Hver er erfiðasti mótherjinn á ferlinum? Ferillinn of stuttur ennþá til að velja einn. Hver er besti samherjinn? Gerir maður nokkuð upp á milli barnanna sinna? Spilað með mörgum góðum svo að ég vil ekki taka einn sérstakan út. Að því sögðu ætla ég samt að fá að nefna Ingó bróður minn. Þeg- ar við spiluðum saman hafði hann alltaf vit á því að láta mig hafa boltann. Hver er fyrirmynd þín? Þarf að nefna nokkra aðila hér. Ingó bróður minn, Eið Smára, Jón Jónsson og Vigdísi Finn- bogadóttur. Ég og hún eigum sama afmæl- isdag þannig að það var alltaf flaggað á afmæl- isdaginn minn þegar ég var yngri. Svo er hún líka glæsileg kona sem kemur vel fyrir. Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Alltof erfið spurning! Skemmtileg saga/uppákoma frá ferlinum? Þegar ég var 7 ára fór ég í heimsókn til frænda míns í Noregi og keppti í fótboltaleik með liðinu sem hann æfði með. Það átti svo að skipta mér útaf og þjálfarinn spurði frænda minn hvert nafn mitt væri til að geta kallað mig af vellinum. Gummi, svaraði frændi minn og það endaði með því að ég var aldrei tekinn útaf. Seinna uppgötvaðist að Gummi getur ver- ið slangur yfir orðið „smokkur“ í Noregi. Það yrði sennilega illa séð ef þjálfari yngri flokka liðs kallaði inná völlinn: „Smokkur, komdu út- af!“ Það var sennilega ágætt að ég var ekki tekinn útaf enda brást ég alltaf illa við þegar það gerðist á mínum yngri árum! Ég er kall- aður Gudi af liðsfélögum mínum hérna úti svo það sé á hreinu. Skilaboð að lokum? Vona að þessi alvarlegu svör mín geti nýst einhverjum sem les þetta. Var að reyna að vanda mig, er nefnilega svo mikil kempa. ÍÞRÓTTAKEMPA VIKUNNAR GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON Ingó hafði vit á að láta mig alltaf fá boltann Morgunblaðið/Ómar Guðmundur Þórarinsson Volgt vatn með sítrónu getur gert kraftaverk sé það drukkið á fastandi maga á morgnana. Sítróna er sýru- jafnandi og örvar meltinguna til góðra verka þegar líð- ur á daginn. Sítrónukraftaverkið að morgni*Ef þig svo mikið sem dreymdi umað vinna mig þá var eins gott aðbiðjast afsökunar þegar þú vaknaðir Muhammed Ali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.