Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 51
inni fylgdi reiði – út í Guð og alla. Hvers vegna var bróðirinn minn tekinn frá mér? Svo varð mamma aftur ólétt, að tvíburum. Mögulega hefur tengingin við þá orðið sterkari fyrir vikið. Þeir urðu strax svo dýr- mætir vegna þess að við vissum að það væri ekki sjálfsagt að þeir væru til. Hvort það er út af þessu eða einhverju öðru þá hefur mér alltaf fundist ég bera ábyrgð á Andra og Högna.“ Hugmyndir um dauðann Högni segir bróðurmissinn líka hafa fylgt sér alla tíð. „Meðan ég var barn sat alltaf í mér einhver hugmynd um þennan horfna bróður minn. Og gerir enn. Það voru mynd- ir af honum á heimilinu og um hann var talað. Svo ber ég nafn hans. Þetta fékk mig til að velta fyrir mér úr hverju ég væri gerður. Sögur eins og Bróðir minn ljóns- hjarta snertu mig djúpt og eflaust hef ég snemma þróað með mér hugmyndir um dauðann. Börn dreymir almennt mjög mikið og lifa innra lífi, það er að segja lífi sem ekki er í tengslum við veruleikann. Þetta var vatn á þá myllu. Ævintýrið innra með mér varð ljóslifandi og dró fram sköpunina sem mér þykir svo afskaplega vænt um. Og mín sköpun snýst um að tjá fegurðina í líf- inu.“ Fyrir rúmu ári steig Högni fram svo eftir var tekið og ræddi opinskátt um veikindi sín en hann hefur glímt við geðhvörf. Arndís segir bróður sinn hafa sýnt mikið hugrekki. „Þetta var glæsilegt hjá þér,“ seg- ir hún og ávarpar hann beint. „Það hefur verið tabú að ræða um geðsjúkdóma en sem betur fer er það að breytast. Þú átt þinn þátt í því. Þú ert áberandi persóna í sam- félaginu og fyrir vikið vekja orð þín mikla athygli. Geðsjúkdómar geta verið upp á líf og dauða og því meira sem við afdramat- íserum þá þeim mun betra. Umræðan hlýtur að vera af hinu góða. Við vissum að þér leið illa og vorum hrædd um þig. Einmitt þess vegna var mikilvægt að tala um það en ekki breiða yfir. Það er enginn sem lifir bara eft- ir beinni braut og stígur aldrei út af spor- inu. Ég er rosalega stolt af þér, Högni minn!“ Hann drúpir höfði. „Það var í sjálfu sér ekki erfitt að stíga þetta skref. Opna sig,“ segir hann eftir stutta þögn. „Mér hafa alltaf þótt leynd- armál leiðinleg. Skítug og leiðinleg. Það er ekkert í þessum heimi svo ómerkilegt að ekki megi tala um það. Þess vegna fannst mér þetta alls ekki óþægilegt. Þvert á móti hjálpaði það mér að tala um þetta. Koma mínum raunum í orð. Viðbrögðin létu heldur ekki á sér standa.“ Að hans dómi er mikilvægt að skapa sam- eiginlega vitund um geðsjúkdóma. „Allir sem eiga í átökum við eigin huga kannast við ýkta drauma, ofsjónir og vitranir. Allt er þetta nátengt sköpuninni og mörkin oft og tíðum óljós. Einmitt þess vegna er gott að skapa umræðu um þessa hluti. Kjarni máls- ins er sá að bati er til. Það er svo mik- ilvægt. Það er enginn dauðadómur að grein- ast með geðsjúkdóm.“ Skildi ekki áhyggjurnar Í því felst mikill lærdómur fyrir ungan mann að missa fótanna um stund og lenda inni á geðdeild. „Hugmyndir mínar voru há- leitar og um margt fallegar. Ég sveif. Í maníunni upplifði ég mig ekki sem veikan og skildi ekki hvers vegna mínir nánustu höfðu áhyggjur af mér. Ég skil það nú. Það var mikil lífsreynsla að vera inni á geðdeild. Þar var klárasta fólk sem ég hef hitt á æv- inni. Mennskt inn að kjarna.“ Hann þagnar. „Þarna má segja að Högni hafi verið kom- inn að endamörkum innsæisins. Við áttum mörg töfrandi samtöl á þessum tíma. Inni- haldsrík samtöl sem hjálpuðu mér ekki síður en honum,“ segir Arndís. Högni kinkar kolli. „Það er yndislegt að hafa fengið hann til baka. Með alla þessa reynslu.“ Uppgjör Högna við veikindin blasti ein- mitt við á plötu hljómsveitar hans, Hjaltalín, árið 2012, Enter 4. Það var nauðsynleg veg- ferð. „Sennilega er engin leið betri og heið- arlegri til að gera upp en listin. Hún leysir hnúta og verður manni heilun. Súmmerar upp á heildrænan hátt. Það getur auðvitað verið hættulegt að velta sér um of upp úr einhverri sjálfsdramatík en á þessum tíma í mínu lífi hafði ég geysilega gott af því. Það var mikilvægt skref á leið minni til heilsu. Þar með gat ég lagt þetta að baki og haldið áfram. Í stað þess að týnast í átt að sólinni.“ Og hvernig líður þér í dag? „Mér líður bara vel. Þakka þér fyrir að spyrja.“ * Sennilega er enginleið betri og heiðar-legri til að gera upp en listin. Hún leysir hnúta og verður manni heilun. Súmmerar upp á heildrænan hátt. Systkinin Arndís Hrönn Egilsdóttir og Högni Egilsson. 2.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.