Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 22
armyndinni er enn tekið undir þessar áhyggj- ur, enda hafi lítið þokast í átt að sjálfstæðari rannsóknum. Frekar hafi þróunin verið í hina áttina. Einn af þeim læknum sem rætt er við í myndinni er dr. Barbara Starfield, sem nú er látin. Hún naut mikillar virðingar sem rann- sakandi og barnalæknir og birti fjölda rann- sókna og gaf út bækur um heilbrigðismál meðan hún lifði. Hún greinir frá því í mynd- inni að sínar rannsóknir hafi leitt í ljós að í raun sé ofnotkun lyfseðilsskyldra lyfja fjórða algengasta orsök dauða í Bandaríkjunum. Heimildarmyndina American Addict er hægt að nálgast á kvikmynda- og sjónvarps- veitunni Netflix auk þess sem hægt er að kaupa eintak á netinu, til dæmis á Amazon- .com. F yrir marga eru lyf lífsnauðsynleg til að halda niðri sjúkdómum og lifa eðlilegu lífi. Mikil umræða hefur farið fram í Bandaríkjunum undanfarin ár, og reyndar hér á landi líka, um ofnotkun lyfja. Talið er að stór hluti þeirra lyfja sem ávísað er frá bandarískum læknum geti verið óþörf. Höfundar heimildarmyndarinnar American Addict köfuðu ofan í lyfjaávísanir í Bandaríkj- unum og mikla neyslu lyfja og ræddu við ýmsa fræðimenn, þingmenn og fleiri til að skoða málið. Lyfjaauglýsingar leyfðar Bandaríkin eru eitt af fáum löndum í heim- inum þar sem leyft er að auglýsa lyfseð- ilsskyld lyf með beinum hætti. Sú staðreynd er talin hafa ýtt undir það sem nefnt hefur verið sjúkdómavæðing. Lyfjafyrirtækin hafa mikinn hvata til að auglýsa ákveðið ástand, oftar en ekki eðlilegt ástand, gera úr því sjúk- dóm og kynna svo lyf sem lausn. Í American Addict er tekið dæmi af lyfjafyrirtæki sem auglýsti upp „lágt T“ sem sjúkdóm í karl- mönnum á efri árum og bauð lyf við því. Læknir sem rætt er við í myndinni segir að þarna sé vísað í lækkun á hormóninu te- stósteróni, en það sé eðlilegt eftir því sem karlar eldast og þurfi ekki endilega að vera vandamál. Lyfjafyrirtækið hafi einfaldlega haft hag af því að kynna þetta til sögunnar sem sjúkdóm, enda klárt með lyfið. Á undanförnum árum hefur fjöldi bóka komið fram þar sem sjúkdómavæðing, yfirráð lyfjafyrirtækjanna og slappt lyfjaeftirlit í Bandaríkjunum er gagnrýnt. Nefna má Bad Pharma eftir Ben Gol- dace, Overdozed America eftir Jon Abramson og Selling Sickness Ray Moynihand og Alan Cassels. Allar benda þær á hina miklu markaðsvæðingu lyfja sem á síðastliðnum áratugum hefur meðal annars leitt til al- mennrar notkunar á lyfjum sem áður voru sértæk fyrir tiltekna sjúkdóma, án þess að fylgt hafi bætt heilsufar eða betri líðan al- mennt meðal bandarísku þjóðarinnar. Fyrsta bókin af þessum toga til að vekja verulega athygli var líklega bók dr. Marciu Angell bókina „The Truth About the Drug Companies: How They Deceive Us and What to Do About It“ sem kom út fyrir tæpum áratug, en Angell hafði starfað í tvo áratugi fyrir The New England Journal of Medicine og þekkti því aðferðir rannsókna vel. Hún benti á mikilvægi þess að lyfjarannsóknir yrðu sjálfstæðar en ekki styrktar og/eða framkvæmdar af lyfjafyrirtækjum. Í heimild- OFNOTKUN LYFJA ÓGNAR HEILSU Lyfjaðir Banda- ríkjamenn Í heimildarmyndinni American Addict kemur fram að: * 50% lyfseðilsskyldra lyfjaí heiminum eru seld í Banda- ríkjunum þrátt fyrir að þjóðin sé einungis 5% heimsbyggð- arinnar * 80% lyfseðilsskyldra eitur-lyfja í heiminum eru seld í Bandaríkjunum * Heilsufar Bandaríkja-manna hefur ekki batnað með aukinni lyfjanotkun ÓVÍÐA ER AÐGENGI AÐ LYFJUM MEIRA EN Í BANDARÍKJUNUM. ÞAR Í LANDI ERU LEYFT AÐ AUGLÝSA LYFSEÐILSSKYLD LYF OG NOTKUN ÞEIRRA EYKST ÁR FRÁ ÁRI, EINKUM Í YNGSTU ALDURSHÓPUNUM. FRÆÐI- MENN HAFA ÁHYGGJUR AF ÞRÓUNINNI OG Í HEIMILDARMYNDINNI AMERICAN ADDICT KEMUR FRAM HÖRÐ GAGNRÝNI Á ÍTÖK STÓRRA LYFJAFYRIRTÆKJA OG BENT Á AÐ OFNOTKUN LYFSEÐILSSKYLDRA LYFJA ER ORÐIN AÐ STÓRU VANDAMÁLI Í BANDARÍKJUNUM OG LÍKLEGA FJÓRÐA ALGENGASTA ORSÖK DAUÐA Í LANDINU. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Heimildarmyndin American Addict varpar ljósi á mikla lyfjanotkun Bandaríkjamanna. Lyfjalög- gjöf í Bandaríkjunum er mun lauslegri en hér á landi og beinar auglýsingar lyfja eru leyfðar. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014 Heilsa og hreyfing „Þessi æfing er frábær kviðæfing, ásamt því að hún reynir á bakið eða vöðvana í kring- um herðablaðið,“ segir Silja Úlfarsdóttir einkaþjálfari. Silja segir að í þessari æfingu sé teygjan nauðsynleg. Hún er bundin í eitthvað í hné- hæð og það á að gera þessa æfingu hægt og rólega. „Eftir að viðkomandi er búinn að koma sér fyrir þá eru nokkrir hlutir sem þarf að muna. Það þarf að vera hægt að rétta úr hendinni, og æfingarteygjan þarf að vera strekkt þegar hún er dregin að líkamanum. Næst er teygjan toguð að líkamanum, oln- boginn á að fara eins mikið aftur og hægt er. Það má gera um 3 sett af þessari æfingu, með 8-12 endurtekningum hvorum megin. ÆFING VIKUNNAR Hliðarplanka- róður 1 Komdu þér fyrir í hliðarplanka, haltu í teygj-una þannig að það sé nokkuð góð teygja á henni, en þú vilt geta rétt alveg úr hendinni. 2 Næst togarðu hana að þér rólega, og held-ur hendinni nálægt líkamanum, þú vilt að olnboginn fari eins mikið aftur og þú getur. 3 Loks ferðu rólega aftur í byrjunarstöðuna,en heldur þér uppi allan tímann. Ekki gera þessa æfingu hratt. Morgunblaðið/Rósa Braga Á hverjum vetri gengur inflúensan yfir á tímabilinu október til mars. Flensan hefur ekki farið framhjá fólki síðustu daga með tilheyrandi veikindum. Veiran berst manna á milli með hósta, hnerra og einnig með höndum. Börn geta verið smitandi allt að viku eftir að einkenna verður vart. Veikum er ráðlagt að hvíla sig, halda kyrru fyrir heima við og drekka mikið. Flensufjandinn kominn enn á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.