Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 12
Í allri Evrópu er tölvu- og netnotkun mest á Íslandi. 95% íbúa landsins teljast til reglulegra netnotenda, en meðaltalið í löndum Evrópu- sambandsins er 72% samkvæmt nýrri skýrslu Hagstofu Íslands um netnotkun. Þá er ljóst að ekki þarf lengur að hanga við tölvuna heldur er um helmingur landsmanna á netinu í gegnum símana sína. Spurningin er: Hvað aðhöfumst við í netheimum? Margt hefur gerst á þeim 25 ár- um sem Ísland hefur formlega ver- ið tengt internetinu. Fyrstu lénin voru hi.is, hafro.is og os.is; Háskóli Íslands, Hafrannsóknastofnun og Orkustofnun. 10 tölvur voru net- tengdar árið 1988. Upp úr 1993 fékk almenningur tækifæri til að kaupa slíka þjónustu en þeir voru fáir sem nýttu sér það í byrjun. Árið 1995 voru Íslendingar sem höfðu aðgang að netinu um 5.000 en þar af voru aðeins 3.000 virk- ir. Um svipað leyti fóru að birtast stöku greinar um þessa nýju tilveru í dag- blöðum og tímaritum. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 2. október ingar um hvaða vefsíður Íslend- ingar nota þótt aðferðafræðin sé ekki alveg gallalaus. Sömuleiðis mælir íslenska fyrirtækið Mod- ernus umferð um íslenskar vefsíður en þar er ekki heldur hægt að líta á listann sem tæmandi því ekki eru allar vefsíður þátttakendur í mæl- ingunum. Af þessum mælingum má þó ljóst vera að Íslendingar sækja í að lesa fréttir, íslenskar og erlendar á vefnum. Mbl.is hefur allt frá upp- hafi mælinga trónað í efsta sæti listans. Aðrir vinsælir fréttavefir hafa verið visir.is, dv.is, ruv.is og pressan.is. Auk þessa var vinsælt á síðasta ári að fylgjast með veðri næstu daga á vedur.is, fletta upp símanúmerum á ja.is, lesa um fót- bolta á fotbolta.net og spjalla við náungann um alla heima Flækt í neti ÁRIÐ 1988 VORU 10 TÖLVUR Á LANDINU MEÐ INTERNETTENGINGU. Í DAG NÝTA 95 PRÓSENT LANDSMANNA SÉR NETIÐ REGLULEGA. ÞAR VERSLUM VIÐ, SÝNUM BÖRNIN OKKAR, GEFUM UPPSKRIFTIR, LESUM FRÉTTIR, ÞRÖSUM, KJÖFT- UM, SPILUM CANDY CRUSH OG FYLGJUMST MEÐ VEÐURSPÁM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Vinsælustu leitarorðin á Blandi eru þau orð sem sjá má á myndinni hér til hægri. Bland er 7. vinsælasta íslenska vefsíðan samkvæmt nýjustu mælingum Modernus en notendur móta síðuna að miklu leyti sjálfir með eigin skrifum og þykir Bland því að nokkru geta endurspeglað það sem brennur á fólki hverju sinni. Úttekt 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014 Vefur Útgefandi Notendur 19. 02-25. 03 2001 1 mbl.is Árvakur hf. 76.853 2 leit.is Leit.is ehf. 59.328 3 ja.is Já Upplýsingaveitur ehf. 36.236 4 strik.is Viðskiptamiðst. Kaupex ehf. 25.986 5 hugi.is Já Upplýsingaveitur ehf. 17.911 6 torg.is Anza hf. 15.428 7 femin.is Femin ehf. 9.869 8 doktor.is Heilsuvernd 8.299 9 ruv.is Ríkisútvarpið ohf. 6.335 10 eidfaxi.is Eiðfaxi ehf. 4.777 19. 01-25. 01 2004 1 mbl.is Árvakur hf. 163.654 2 hugi.is Já Upplýsingaveitur ehf. 163.376 3 leit.is Leit.is ehf. 115.853 4 bi.is Kaupþing banki hf. 75.092 5 ja.is Já Upplýsingaveitur ehf. 68.766 6 visir.is 365 miðlar ehf. 49.470 7 eve-online.com CCP hef 39.925 8 ruv.is Ríkisútvarpið ohf. 29.314 9 femin.is Femin ehf. 26.273 10 tonlist.is D3 ehf. 14.466 19. 01-25. 01 2009 1 mbl.is Árvakur hf. 366.483 2 eve-online.com CCP hef 332.072 3 visir.is 365 miðlar ehf. 285.450 4 ja.is Já Upplýsingaveitur ehf. 155.659 5 ruv.is Ríkisútvarpið ohf. 112.697 6 dv.is DV ehf. 84.439 7 leikjanet.is Vefmiðlun ehf. 74.835 8 eyjan.is Eyjan Media ehf. 74.369 9 leit.is Leit.is ehf. 50.599 10 vedur.is Veðurstofa Íslands 46.053 20. 01-26. 1 2014 1 mbl.is Árvakur hf. 523.054 2 visir.is 365 miðlar ehf. 434.065 3 dv.is DV ehf. 343.753 4 pressan.is Vefpressan ehf 240.640 5 ja.is Já Upplýsingaveitur ehf. 221.980 6 ruv.is Ríkisútvarpið ohf. 220.811 7 bland.is Bland ehf. 138.068 8 hun.is Þúfa ehf. 103.193 9 fotbolti.net Fótbolti ehf. 99.307 10 vedur.is Veðurstofa Íslands 98.728 Vinsælustu íslensku vefsíðurnar frá upphafi samræmdra mælinga Modernus Heimild: Modernus.is Athugið: Ekki eru allar íslenskar vefsíður þáttakendur í samræmdri vefmælingu. 1994, var leitast við að svara spurningunni hvað fólk bæri úr býtum með því að nýta sér int- ernetið. „Ótalmargt. Til dæmis stöðuga streitu, meiri upplýsingar en maður getur nokkru sinni með- tekið, tilfinningaleg vandamál, að minnsta kosti 20 milljónir nýrra vina og nýjan orðaforða sem hvergi er að finna annars staðar en á Netinu.“ Ljóst er að þessi 20 ára gamli spádómur hefur ræst. Fréttir vinsælastar Þótt internetið sé ekki miðstýrð eining er ýmislegt sem hægt er að styðjast við til að átta sig á hvað landsmenn aðhafast þar. Alexia.- com er vefsíða sem veitir upplýs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.