Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014 Ferðalög og flakk É g hlakka til að fá Gunnar Braga Sveinsson hingað til okkar, þá fáum við tækifæri til að sýna honum hvað við erum að gera í Úganda,“ segir Gísli Pálsson umdæmisstjóri Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands, en utanríkisráðherra Íslands mun koma til Úganda í febrúar til að kynna sér starfsemina. „Við ætlum meðal annars að fara með Gunnar Braga til Buikwe sem er nýjasta samstarfshéraðið okkar, og kynna honum hvað við ætlum að gera þar. Þetta er fiskimannasamfélag við Viktoríuvatn sem er flökkusamfélag og hefur orðið út- undan í þróun. Aðgangur að vatninu er mjög erfiður, en stefnan er að fækka löndunar- stöðum og bæta aðstöðuna, byggja upp þjón- ustukjarna og bæta þannig gæði aflans. Þarna munum við vinna með héraðs- yfirvöldum að því að byggja upp grunnþjón- ustu í menntun og heilsugæslu, en Hólm- fríður Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur gerði nýlega athugun á stöðunni og niðurstaðan var sú að í forgangi verður að bæta aðgang að hreinu vatni og bæta almenna hreinlætis- aðstöðu. Áherslan í heilbrigðismálum verður á mæður og ungbörn.“ Að gera fólk sjálfbjarga Gísli segir að nú vinni ÞSSÍ beint með hér- aðsyfirvöldum og hafi færri milliliði en áður, enda séu þá meiri líkur á varanlegum ár- angri. „Héraðið ber ábyrgð á framkvæmdinni en okkar aðstoð felst í því að styðja héraðið í því að framkvæma eigin stefnu. Hugsunin hefur breyst heilmikið frá því ég byrjaði í þessu fyrir nítján árum. Aðalmarkmið þróun- arsamvinnu er að búa þannig um hnútana að ekki verði þörf fyrir hana, að gera fólk sjálf- bjarga. Það verður að vera skýrt upphaf og skýr endir á verkefnunum. Þess vegna leggj- um við mikið upp úr því að vera með góðan og vandaðan undirbúning, þá getum við mælt árangur eftir því sem á líður, sem er mikil- vægt fyrir íbúana á svæðinu, fyrir okkur sem störfum að þessu og fyrir skattborgarana heima á Íslandi, því þá getum við sýnt árang- ur svart á hvítu.“ Gísli segir að ÞSSÍ leggi mikla áherslu á umhverfismál og jafnréttis- mál í öllu sem þau gera. „Við mælum áhrif verkefna á jafnréttisþætti í samfélaginu þar sem við störfum. Hjá langflestum samstarfs- aðilum okkar vantar ekki viljann í þessum málum. Við erum með góða tengingu við Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna heima á Íslandi og við byggjum upp þekkingu og getu í héruðunum til að bæta úr jafnréttismálum og umhverfismálu.“ Við erum stolt af árangrinum í menntamálum í Kalangala Undanfarin sjö ár hefur ÞSSÍ unnið að verk- efni í Kalangalahéraði sem er eyjasamfélag úti í Viktoríuvatni. „Árangurinn í Kalangala hefur verið mjög góður í grunnmenntun, miklu fleiri nemendur klára nú grunnskóla og ná betri einkunnum. Einnig hefur brotthvarf nemenda minnkað og fleiri komast inn í framhaldsskóla. Við erum afar stolt af þessu og héraðsyfirvöld í Kalangala monta sig líka af því hversu mikið þau hafa bætt sig í grunnmenntun, enda full ástæða til. Þetta er tíu ára verkefni og að því loknu finnum við hugsanlega nýtt hérað til að aðstoða, ef fjár- magn leyfir. Við munum halda áfram að að- stoða fiskimannasamfélög, því þar er þörfin mikil. Stjórnvöld hér í Úganda horfa til getu okkar og reynslu umfram aðra í samstarfi við fiskisamfélög.“ Þegar Gísli er spurður að því hvaða áhrif það muni hafa á verkefnin í Úg- anda, að draga eigi úr fjárhagsframlagi til Þróunarsamvinnustofnunar, segir hann að það muni vissulega hægja á nýja verkefninu í Buikwe. „En við ætlum að vera bjartsýn og vona að þetta verði tímabundið ástand og að við getum unnið þetta upp síðar meir.“ Gísli minnir á að þróunarsamvinnuáætlunin hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæð- um á þinginu heima á Íslandi, nema einu. „Það gefur ákveðna vísbendingu um vilja stjórnvalda. Okkur þykir auðvitað slæmt þeg- ar dregið er úr fjárframlögum til starfsem- innar, en við vinnum með þau spil sem okkur eru gefin og gerum okkar besta.“ Hið afstæða afríska tímaskyn Gísli hefur búið í Úganda undanfarin þrjúr ár en áður hafði hann starfað víða á vegum stofnunarinnar; á Grænhöfðaeyjum, í Mosam- bik, í Namibíu og í Nicaragua í mið Ameríku. „Afríkulöndin sem ég hef búið í eru mjög misjöfn enda er Afríka stór og margbrotin. Maður verður að aðlagast aðstæðum á hverj- um stað og það er undir manni sjálfum komið hvernig tekst til. Ef maður gerir það með opnum hug og er jákvæður, þá gengur það yfirleitt vel. Ég get ekki ætlast til að heilt þjóðfélag og fólkið sem í því býr, aðlagi sig að mér. Maður verður að gera sjálfum sér þann greiða að einbeita sér að því sem er já- kvætt. Ef maður fellur í þá gryfju að vera neikvæður, þá er allt ömurlegt. Að tileinka sér þolinmæði er til dæmis gífurlega mikil- vægt í Afríku. Það er mikill skóli að lifa í samfélagi þar sem hlutirnir gerast þegar þeir gerast ef þeir þá gerast yfir höfuð. Og það stoðar ekkert að hafa áhyggjur. Við Íslend- ingar erum vanir því að gera hlutina hratt og eins vel og við getum, en það fer ekki alltaf vel með hinu afstæða afríska tímaskyni.“ Sonurinn kunni vel við sig á Íslandi Gísli segist vera með tvo hatta í Úganda, því auk þess að vera umdæmisstjóri Þróunarsam- vinnustofnunar er hann forstöðumaður ís- lenska sendiráðsins í Úganda. „Það koma ótrúlega margir Íslendingar hér í gegnum sendiráðið, mikið af ungu fólki kemur í alls- konar sjálfboðaliðastarf. Við höfum líka að- stoðað Íslendinga í nágrannalöndunum Kenía og Kongó, með vegabréf og annað slíkt ef þeir lenda í hremmingum. Um tíu Íslendingar eru svo með fasta búsetu í Úganda.“ Gísli flutti heim til Íslands haustið 2008, beint í kreppuna, og bjó þar í tvö ár. „Þar sem ég hef búið í útlöndum stóran hluta æv- innar, þá var álíka erfitt að flytja til Íslands og að flytja á milli Afríkulanda. Sextán ára syni mínum fannst frábært að flytja til Ís- lands, hann kunni vel við frelsið og sjálfræðið. Hann er fæddur á Grænhöfðaeyjum og þekk- ir því ekkert annað en flökkulífið.“ Gísli Pálsson á skrifstofu ÞSSÍ í Kampala. AÐ TILEINKA SÉR ÞOLINMÆÐI ER MIKILVÆGT Í AFRÍKU Við vinnum með þau spil sem okkur eru gefin GÍSLI PÁLSSON SEM BÝR Í KAMPALA, HÖFUÐBORG ÚGANDA, ÆTLAST EKKI TIL AÐ HEILT ÞJÓÐFÉLAG OG FÓLKIÐ SEM Í ÞVÍ BÝR, AÐLAGI SIG AÐ HONUM. HANN HEFUR BÚIÐ Í FJÓRUM ÓLÍKUM AFRÍKULÖNDUM Á ÞEIM TÆPU NÍTJÁN ÁRUM SEM HANN HEFUR STARFAÐ HJÁ ÞRÓUNAR- SAMVINNUSTOFNUN ÍSLANDS (ÞSSÍ). HANN SEGIST ÞURFA AÐ AÐLAGAST AÐSTÆÐUM Á HVERJUM STAÐ OG ÞAÐ SÉ UNDIR HONUM SJÁLFUM KOMIÐ HVERNIG ÞAÐ TAKIST TIL. EF HANN GERI ÞAÐ MEÐ OPNUM HUG OG JÁKVÆÐNI, ÞÁ GANGI ÞAÐ VEL. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Vegagerð í þorpi við Kyoga-vatn tekur tímann sinn þegar verkfærin eru aðeins haki og hjólbörur. Í Kisaba fiskimiannaþorpinu á Bukasa eyju í Kalangalahéraði úti á Viktoríuvatni hefur ÞSSÍ m.a. lagt til flotbryggju og verkunaraðstöðu og einnig bætt alla aðstöðu til að auka fiskgæði. Ljósmynd/Gunnar Salvarsson Morgunblaðið/Sunna Ósk Logadóttir Ljósmynd/Gunnar Salvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.