Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 32
Þ að hefur verið hefð í fjölskyldunni, hjá mér og strákunum mínum, að bjóða fjölskyldu eða vinum okkar í mat annan hvern laug- ardag,“ segir Erla Björg Kristjánsdóttir, félagsráðgjafi og ráð- gjafi hjá Stígamótum, en hún og synir hennar þrír, þeir Össur Máni, Flóki Rafn og Bjarki Steinarr buðu fjölskyldunni í skemmtilegt og fjölbreytt pitsupartí. „Hugsunin var að hafa eitthvað létt og skemmtilegt. Allir eru búnir að vera að elda mikinn og þungan mat yfir jólin, þannig að okkur langaði að gera léttan og hollan mat sem okkur liði vel af. Þess vegna urðu þessar pitsur fyrir valinu,“ segir Erla og bætir við að það sé sérstaklega skemmtilegt að hafa pitsupartí þegar krakkarnir eru með því þá fá allir tækifæri til að gera sínar eigin pitsur. „Það voru gerðar 27 pitsur um kvöldið, fjórar tegundir sem ég bjó til en síðan gerðu krakk- arnir allir sínar eigin pitsur enda öll hráefnin í boði. Það var mjög skemmtilegt að sjá hvað krakkarnir gerðu, en það voru ýmist andlit eða munstur með litunum í hráefninu, á meðan unglingarnir gerðu meira djúsí pitsur með miklu áleggi. Þetta var mög gaman.“ Erla segir það skipta miklu máli að börnin fái að taka þátt í matargerð- inni. „Mér finnst skipta ótrúlega miklu máli að hafa börnin með og að þau fái að vera partur af þessu. Það er alltaf þannig hjá mér að strákarnir eru með og þá hef ég til dæmis aldrei haft áfengi með matnum. Ekki það að mér finnist rangt að hafa áfengi þegar börn eru nálægt, ekki þannig séð, en það hefur alltaf skipt mig máli að bjóða upp á barnvænt umhverfi.“ Erla segir það einnig skipta miklu máli að nota gott hráefni í mat- argerð og að maturinn líti vel út og hann sé settur fallega fram. „Ég elda mjög oft og á erfitt með að fara eftir uppskriftum, til dæmis bjó ég til uppskriftirnar að pitsunum sjálf. Ég hef oft hugsað að þetta sé mín leið til að búa eitthvað til. Þegar ég er búin að vera að vinna og kannski búin að vera í erfiðum viðtölum í vinnunni þá finnst mér oft gott að koma heim, kúpla mig pínu út og bardúsa í eldhúsinu og reyna að elda eitthvað gott. Það er mitt.“ MIKILVÆGT AÐ BÖRNIN FÁI AÐ VERA MEÐ Fjölskylduvænt Pitsupartí Erla segir það skipta máli að hafa börnin með og að þau fái að taka þátt í matargerðinni. ERLA BJÖRG OG SYNIR HENNAR HALDA MJÖG GJARNAN MATARBOÐ. AÐ ÞESSU SINNI BUÐU ÞAU FJÖLSKYLDUNNI Í FJÖLBREYTT OG SKEMMTILEGT PITSUPARTÍ ÞAR SEM ALLIR FENGU AÐ TAKA ÞÁTT Í MATARGERÐINNI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014 Matur og drykkir Erla Björg eldar mik- ið og býr oftast til uppskriftirnar sjálf. Pitsurnar eru sérlega léttar og girnilegar og Erla leggur upp úr því að maturinn sé fallega framsettur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.