Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014
BÓK VIKUNNAR Síðasta bréfið til Svíþjóðar eftir Vilhelm
Moberg er fjórði og síðasti hluti sögunnar um Karl Óskar og
Kristínu sem námu land í Ameríku á seinni hluta 19. aldar.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Verðlaun eru alltaf umdeild og eðli-legt er að um þau sé rifist. Þetta ávið um Íslensku bókmenntaverð-
launin eins og önnur verðlaun. Þetta ár
er þó engin þörf á að kvarta undan nið-
urstöðunni heldur er ástæða til að fagna.
Bækurnar sem hrepptu verðlaunin má
með sanni kalla bestu bækur ársins 2013.
Það var sannarlega kominn tími til að
Sjón fengi Íslensku bókmenntaverðlaun-
in, og raunar vekur nokkra undrun að
hann hafi ekki hlotið þau fyrr, jafngóðar
bækur og hann hefur fært þjóð sinni og
reyndar umheiminum öllum. Það er gam-
an að fylgjast með velgengni Sjóns og
frétta af þeirri aðdáun sem bækur hans
vekja, ekki bara hér á landi heldur einnig
erlendis.
Sjón er örugg-
lega í hópi frumleg-
ustu skáldsagna-
höfunda okkar,
ímyndunarafl hans
er svo auðugt að
það er eins og það
eigi sér engin tak-
mörk. Þegar stíl-
fimi höfundar bæt-
ist þar við þá getur
útkoman ekki ann-
að en vakið hrifningu. Þannig er með
Mánastein, sem er bók sem margir hafa
mikið dálæti á. Í meitluðum og mynd-
rænum stíl færir höfundur okkur Kötlu-
gos og spænsku veikina, sýnir okkur
lokkandi heim kvikmyndalistarinnar og
varpar ljósi á veröld samkynhneigðs ung-
lingsdrengs. Allt listavel gert. Örugglega
skáldsaga ársins.
Það var fyrirsjáanlegt að Andri Snær
fengi Íslensku barnabókaverðlaunin.
Engin barnabók síðasta árs var betri en
Tímakistan. Það er líka vel við hæfi að
Andri Snær skul verða fyrstur barna-
bókahöfunda til að fá Íslensku bók-
menntaverðlaunin í flokki barna- og ung-
lingabókmennta. Hann hefur margt að
segja og fram að færa í skáldskap fyrir
yngri kynslóðina.
Guðbjörg Kristjánsdóttir ber svo
ábyrgð á fallegustu bók síðasta árs, sem
er Íslenska teiknibókin. Guðbjörg lagði
greinilega mikla vinnu, alúð og ástríðu í
verkið og á Íslensku bókmenntaverðlaun-
in sannarlega skilið.
Það er svo rétt að óska þessum verð-
ugu verðlaunahöfum og mikla hæfi-
leikafólki innilega til hamingju með Ís-
lensku bókmenntaverðlaunin.
Orðanna hljóðan
BESTU
BÆK-
URNAR
Glæsileg bók Guðbjargar fær Íslensku
bókmenntaverðlaunin.
Sjón. Mánasteinn
vekur aðdáun.
M
arta Hlín Magnadóttir og
Birgitta Elín Hassell eru
stofnendur og eigendur
Bókabeitunnar sem sérhæf-
ir sig í útgáfu barna- og
unglingabóka. Nýlega sendi útgáfan frá sér
þrjár bækur sem ætlaðar eru börnum frá 0 til
tveggja ára. Bækurnar, sem eru bendibækur,
heita Allur matur á að fara, Hani krummi,
hundur, svín og Nú er úti norðanvindur og
eins og heiti þeirra gefa til kynna er umfjöll-
unarefnið matur, dýrin og veturinn.
Spurðar um ástæðuna fyrir því að þær
ákváðu að gefa út bækur fyrir yngsta aldurs-
hópinn segja þær: „Bryndís Loftsdóttir, sem
þá var sölustjóri íslenskra bóka hjá Eymunds-
son, kallaði eftir íslenskum
smábarnabókum með ís-
lensku efni úr íslenskum
veruleika, og sagði að ekki
væri verra að hafa þær
einnig á öðrum tungu-
málum fyrir ferðamenn.
Við stukkum af stað og
byrjuðum að vinna
matarbókina og síðan
komu hinar tvær um dýrin og vet-
urinn. Þetta eru myndabækur og heiti mynd-
efnisins er á íslensku, ensku, dönsku og þýsku
og geta því bækurnar gengið jafnt fyrir ferða-
menn og fyrir nýja Íslendinga sem vilja læra
nöfnin á algengum hlutum með börnunum sín-
um. Titill hverrar bókar er upphafslína úr ís-
lenskri barnagælu sem birtist síðan í heilu
lagi á baksíðunni. Við höfum hugsað okkur að
til verði bókaflokkur með smábarnabókum
eins og þessum. Það er af nógu af taka, á
teikniborðinu eru fleiri bækur með öðrum
áherslum svo vonandi verða þetta átta til tíu
bækur í seríunni.“
Marta Hlín og Birgitta Elín stofnuðu Bóka-
beituna árið 2011 og hafa nú gefið út samtals
átján titla fyrir börn og unglinga. „Við vorum
samferða í kennaranámi, lukum mastersnámi
árið 2011 og langaði þá að halda áfram í ein-
hvers konar samvinnu. Niðurstöður Pisa-
rannsóknar um ólæsi meðal unglingsdrengja
birtist á þessum tíma og við veltum því fyrir
okkur hvað væri hægt að gera til að sporna
við þessari þróun. Okkur fannst að
hluti vandans kynni að vera sá að ekki
væri nægilega fjölbreytt úrval bóka fyr-
ir unglinga. Það koma út margar góðar barna-
og unglingabækur en samt ekki mjög margar.
Við ákváðum að framlag okkar til ólæsisins
skyldi vera að auka þessa fjölbreytni, stofn-
uðum Bókabeituna og byrjuðum á því að gefa
út unglingabækur eftir okkur sjálfar ásamt
eigin þýðingum. Við erum höfundar bókanna
um krakkana í Rökkurhæðum en fimmta
bókin í bókaflokknum kom út fyrir síðustu jól.
Þessi bókaflokkur hefur verið vinsæll, bæk-
urnar eru svolítið draugalegar og óhugnan-
legar og skrifaðar með unglinga á aldrinum
13-16 ára í huga. Þær virðast hins vegar einn-
ig höfða til breiðari lesendahóps, við eigum
aðdáendur allt niður í tíu ára og svo höfum
við líka heyrt í foreldrum sem laumast til að
lesa þær.“
Bókabeitan var semsagt stofnuð með það að
markmiði að gefa út bækur fyrir unglinga en
hvað kom til að þær Marta og Birgitta fóru að
víkka út sjóndeildarhringinn? „Við komumst
að því að það er ekki hægt að byggja fyr-
irtækið eingöngu upp á útgáfu unglingabóka
svo við ákváðum að breikka bilið,“ segja þær.
„Árið 2012 fengum við í hendur frábært hand-
rit að bókinni Kamillu vindmyllu eftir Hilmar
Örn Óskarsson sem við ákváðum að grípa, í
fyrra kom út framhaldsbókin um Kamillu og
vonandi kemur ný bók út í ár. Við þýddum
svo bækurnar um ævintýri Grimmsystra eftir
Michael Buckley. Þær eru afkomendur
Grimmsbræðra og taka við hlutverki þeirra
bræðra sem ævintýraspæjarar. Þær komast
að því að margar ævintýrapersónanna úr
Grimmsævintýrum eru á ferli í smábænum
sem þær búa í og ekki allar eins ljúfar og æv-
intýrin gefa til kynna. Þriðja bókin í flokknum
er væntanleg fyrir næstu jól. Við gáfum út í
fyrra fyrstu bókina í þríleik Veronicu Roth:
Divergent – eða Afbrigði eins og titillinn út-
leggst á íslensku. Þríleikurinn hefur notið
mikilla vinsælda víða um heim, og næsta bók
kemur út með vorinu og bók númer þrjú síðar
á árinu – og svo er kvikmyndin væntanleg í
lok mars. Ný bók um Rökkurhæðir er á leið-
inni og fleiri bækur eru væntanlegar. Það er
nóg að gera við að skipuleggja bókaárið 2014.“
NIÐURSTÖÐUR PISA-RANNSÓKNAR URÐU TIL ÞESS AÐ BÓKAFORLAG VAR STOFNAÐ
Viljum auka fjölbreytni
„Það er af nógu af taka, á teikniborðinu eru fleiri bækur með öðrum áherslum svo vonandi
verða þetta átta til tíu bækur í seríunni,“ segja Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BIRGITTA ELÍN HASSEL OG MARTA HLÍN MAGNADÓTTIR HAFA NÓG AÐ GERA VIÐ AÐ SKIPULEGGJA BÓKAÁRIÐ
2014. NÝLEGA GÁFU ÞÆR ÚT SKEMMTILEGAR BENDIBÆKUR SEM ÆTLAÐAR ERU YNGSTU BÖRNUNUM.
Af skáldsagnahöfundum hef ég sérstakt dálæti á portúgalska Nób-
elsverðlaunahafanum José Saramago sem hefur heillandi en óvenju-
legan frásagnarstíl. Blinda er meðal hans bestu bóka, um það hvað ger-
ist þegar (næstum) allir íbúar í ónefndri borg missa
sjónina. Sjálfstætt framhald bókarinnar er líka áhuga-
vert – í Seeing kemur upp sú óvænta staða í þing-
kosningum að allir íbúar landsins skila auðu. Á lokasíð-
unum fléttar Saramago sögur bókanna tveggja saman
með svo óvæntum hætti að ég sat stjarfur eftir lest-
urinn.
Halldór Laxness er líka í miklu uppáhaldi, ekki
síst Íslandsklukkan. Ævi og örlög Árna Magn-
ússonar hafa verið mér hugleikin enda hef ég meðal
annars unnið að rannsóknum á nótnahandritum úr safni hans. Þeir sem
vilja kynna sér betur arfleifð nafna míns ættu að líta í bókina 66 handrit
úr fórum Árna Magnússonar sem kom út fyrir síðustu jól í ritstjórn
Svanhildar Óskarsdóttur.
Ég les mikið um tónlist og hreifst mjög af nýlegri bók, Mozart at
the Gateway to His Fortune eftir Christoph Wolff. Hér bregður
hann áhugaverðu ljósi á síðustu æviár þessa mikla tónsnillings, hvernig
hann stóð á tímamótum í listsköpun sinni og var rétt í þann mund að
halda á nýjar og spennandi slóðir þegar dauðinn greip í taumana.
Undanfarnar vikur hef ég þó mest hrifist af þríleik Jonasar Gardell,
Þerraðu aldrei tár án hanska. Fyrstu tvær bækurnar eru komnar út
í íslenskri þýðingu. Sögusviðið er Stokkhólmur árið 1982, um það leyti
sem HIV lætur fyrst á sér kræla og enginn veit hvernig bregðast skal við
nýrri vá. Þetta er hjartnæm ástarsaga og aldarfarslýsing, en ekki síst
áfellisdómur yfir sænsku samfélagi sem þarna brást sínum veikustu
bræðrum á örlagastundu.
Í UPPÁHALDI
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
TÓNLISTARFRÆÐINGUR
Undanfarnar vikur hefur Árni Heimir verið að lesa rómaðan þríleik Jo-
nasar Gardell, Þerraðu aldrei tár án hanska.
Ljósmynd/Karólína Thorarensen
José Saramago