Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 45
Hræddust eigin hótanir Ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu var allt sitt kjör- tímabil uppi með hótanir um að láta rannsaka sér- staklega einkavæðingu bankanna (nema einkavæð- ingu Útvegsbankans gamla, sem endaði síðar í Íslandsbanka/Glitni, fyrsta bankanum sem féll, sem ríkisstjórn sem Jóhanna og Steingrímur höfðu setið í stóð fyrir). Slík rannsókn hafði þó þegar verið gerð fyrir alllöngu og liggur fyrir. Þetta blað tók margoft undir, að vildu þessi tvö láta framkvæma slíka rann- sókn ættu þau endilega að láta verða af því, sem allra fyrst, en sleppa innantómum hótunum sínum. Ekki náðu þau skötuhjú að fylgja hótunum sínum eftir, þótt hefðu heilt kjörtímabil til þess. Kannski vegna þess að eini óttinn sem þau náðu að vekja var þeirra sjálfra um afrakstur og niðurstöðu slíkrar rann- sóknar. Rannsókn á Íbúðalánasjóði var hins vegar fram- kvæmd, en því miður birtist hún eins og illa samin og enn verr flutt skrítla og var því tíma og miklum fjár- munum almennings kastað þar á glæ. Þurfa sporin að hræða? Af þessum ástæðum eru sumir orðnir lúnir og segja að nóg sé komið af rannsóknum. Þetta er skiljanleg afstaða en ekki endilega rétt. Um alllanga hríð hefur mjög margt bent til þess að stórkostleg afglöp hafi verið gerð eftir að bankaáfallið varð, þegar neyðar- lögunum sleppir. Það er brýn nauðsyn að fara ræki- lega yfir það til að tryggja framtíðarró og -stöðugleika í þjóðfélaginu. Ekki á að ganga fram í þeim tilgangi að koma höggi á gamla stjórnmálalega andstæðinga eins og var upphaf og endir alls hjá þeim Steingrími, Jó- hönnu og meðreiðarsveinunum. Markmiðið á að vera það eitt að upplýsa mál. Ef þær upplýsingar leiða til þess að framhaldsaðgerðir séu nauðsynlegar og jafn- vel óhjákvæmilegar, þá hljóta þar til hæfir menn að bregðast við því. Í þessu sambandi er eingöngu verið að hugsa til allra stærstu mála, sem verið hafa í um- ræðu en ekki upplýst, þeirra sem leika á tugum og hundruðum milljarða. Þar er ekki verið að sneiða að mönnum á Íslandi fyrir að hafa ekki séð eitthvað fyrir sem enginn eða fáir í veröldinni sáu og því síður að þeim sem sáu furðu margt, vöruðu við en fengu litla áheyrn. Hér eru á ferðinni mál, þar sem ekki verður betur séð en að um skjalfesta, sannanlega og einbeitta framkvæmd gegn hagsmunum lands og þjóðar hafi verið að ræða. Icesave-samningarnir makalausu eru auðvitað hluti af því. Þá er ekki minni ástæða til að kanna hvernig þau ósköp gátu orðið, sem skuldabréf- ið er, sem samið var um á milli gamla og nýja Lands- bankans. Þau mistök eru einn af ríkum þáttum í erf- iðleikum við afnám hafta. Vaskleiki Víglundar Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur og fyrrum öfl- ugur þátttakandi í samtökum iðnrekenda og at- vinnulífs hefur lengi reynt að fá upplýsingar um til- tekna þætti í framgöngu fjármálaráðuneytisins á síðasta kjörtímabili. Á meðan stjórnin sem sagðist ætla að standa fyrir gagnsærri stjórnsýslu sat við völd var þrjóskast við að veita nokkrar upplýsingar. Dregið var að svara, snúið út úr spurningum og þæfst fyrir með öllum tiltækum aðferðum, og því haldið áfram eftir að málið gekk til nefndar um upp- lýsingaskyldu. Og því miður var ekki var laust við að embættis- menn leituðust áfram við að þreyta spyrjandann til að gefast upp eftir að stjórnarskipti höfðu orðið. Það er hárrétt, sem segir í fróðlegri grein „Óðins“ í Við- skiptablaðinu 30. janúar um baráttuna um að fá af- hentar fundargerðir „stýrinefndar ríkisstjórnar Jó- hönnu Sigurðardóttur“ og viðbrögð við birtingu þeirra: „Fundargerðirnar sem eru frá 20. mars til 4. ágúst 2009 eru gríðarlega merkileg heimild um hvernig bankakerfið sem við sitjum uppi með á Ís- landi varð til og veitir innsýn í hvernig fjölmörg vandamál sem við eigum enn óleyst urðu til. Óðinn er satt best að segja gapandi af undrun yfir hversu litla eftirtekt þessar fundargerðir hafa vakið í fjöl- miðlum, því í þeim eru fjölmörg rannsóknarefni.“ Og í framhaldinu segir: „Í opinberri umræðu hefur gætt tilhneigingar til að gera lítið úr þessum fund- argerðum og jafnvel gripið til þeirrar lágkúru að gera Víglund Þorsteinsson, sem hefur sýnt ótrúlega þrautseigju og dugnað til að fá þessi merku gögn op- inberuð, tortryggilegan. Sannast þá hið fornkveðna, að þegar fingurinn bendir á tunglið horfir fíflið á fingurinn.“ Pistill „Óðins“, sem birtur er á ábyrgð Viðskipta- blaðsins sjálfs, er rækilegur og mjög fróðlegur. Er full ástæða fyrir alla að kynna sér pistilinn vilji þeir fá nasasjón af því hvernig staðið var að mikilvægustu málum þeirra síðustu árin. Í pistlinum segir, að þrjú atriði veki mesta athygli höfundarins: „Í fyrsta lagi að ríkið eða ráðgjafar þess skuli hafa verið í beinum viðræðum við kröfuhafa, í öðru lagi einbeittur vilji margra í stjórnsýslunni til að fara á svig við neyðar- lögin eða að minnsta kosti tilgang þeirra og í þriðja lagi að það svigrúm sem virðist hafa skapast til að lækka höfuðstól lána í samningaviðræðunum skuli ekki hafa verið nýtt og það sem verra er, að það virð- ist ekki hafa verið nýtt vegna andstöðu úr viðskipta- ráðuneytinu.“ Þótt vissulega séu þessi atriði mikil- væg æpa fleiri atriði í bréfi Víglundar á athugun. Prófraun Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur sent bréfið sem honum barst frá Víglundi til Stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar, sem er eðlilegt. Meðhöndl- un þeirrar nefndar á sjálfri stjórnarskrá landsins var á hinn bóginn ekki traustvekjandi svo varlega sé orðað. Vonandi ræður þessi nefnd betur við verkefni sín á þessu kjörtímabili en hún gerði á því síðasta. Vonandi fellur hún ekki á sínu fyrsta mikilvæga prófi. Forseti þingsins, sem fékk bréfið í hendur, hefur örugglega metnað til þess að það fái fullnægjandi meðferð. Hann hefur viðurkennt að þingið þurfi að vinna sig í álit hjá þjóðinni og byggja upp traust. Morgunblaðið/Árni Sæberg 2.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.