Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 13
og geima á bland.is. Þar er sömu- leiðis vinsælt að auglýsa og kaupa alls kyns notaða og nýja muni; allt frá ullarsokkum upp í hraðbáta. Ekki má gleyma að vefsíður hafa komið og farið og má þar nefna strik.is og torg.is. Leit.is var þá fyrir 13 árum vinsælasti leit- arvefurinn. Verslum minna en Danir og Bretar Bland, sem mörgum er tamt að kalla Barnaland, er forvitnilegt að skoða þar sem notendur móta vef- inn að svo miklu leyti sjálfir með eigin skrifum og auglýsingum og endurspeglar vefsíðan þannig í raun að miklu leyti íslenskan veru- leika. Sunnudagsblað Morgunblaðs- ins hafði samband við stjórnendur síðunnar og fékk upplýsingar um algengustu leitarorðin inn á um- ræðusíðurnar á Bland. Ljóst er að ástamál, uppskriftir, uppeldi, með- ganga og ýmislegt er viðkemur hinum og þessum tyllidögum eru vinsælustu orðin. Um 200.000 eru skráðir notendur, þar af 122.000 konur og 78.000 karlar. 50.000 hlutir eru seldir þar á mánuði. Samkvæmt skýrslu Hagstof- unnar nota 81,7% Íslendinga sam- félagsmiðla en það hugtak á í rann- sókninni við um vefsíður á borð við Facebook og Twitter. Við erum þó ekki best í öllu. Við til dæmis verslum hlutfallslega minna á int- ernetinu en margar aðrar Evr- ópuþjóðir. 56% Íslendinga nýta sér vefverslun, en til dæmis 77% Dana og Breta versla með tölvum og snjallsímum. Við erum hins vegar ágæt í þeirri list að taka sjálfs- myndir, mynda matinn okkar, börn og gæludýr og birta á netinu. Og þá má ekki gleyma að tíminn fer ekki bara til einskis því meira en helmingur netnotenda leitar svara við ýmsum spurningum lífsins á Wikipediu. Netnotendur 2013 Heimild: Hagstofa Íslands 96,5% eru netnotendur 47,5% fara á netið í farsíma eða snjallsíma 71,9% taka myndir á síma og hlaða á netið Notkun einstaklinga á netinu 2013 Notað samskiptasíður Atvinnutengd netsamfélög Skoðað fréttavefi Nýtt sér ferðaþjónustuvefi Notað heimabanka Leitað upplýsinga um vörur og þjónustu Selt vörur Tekið þátt í námskeiðum Leitað að vinnu eða sent inn atvinnuumsóknir Niðurhal á hugbúnaði Notað Wiki-síður 0% 20% 40% 60% 80% 100% 81,7% 12,6% 86,2% 54,8% 89,8% 89,1% 23,6% 12,1% 27,5% 41,5% 64,0% 2.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13  Fyrstu skrif um Facebook í íslenskum blöðum eru frá 2006 þegar DV fjallaði um brennuvarga í Bandaríkjunum. „Hinir ákærðu voru allir með svokallaðar Facebook-heimasíður, sem eru sérstaklega gerðar fyrir nema á framhaldsskólastigi í Bandaríkjunum.“  Nákvæmlega ári síðar voru 7.000 Íslendingar skráðir inn á vef- svæðið og birtist grein í Fréttablaðinu um fræga Íslendinga sem hefðu þarna skráð sig til leiks. Það voru m.a. Halla Vilhjálmsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ruth Reginalds, Einar Bárðarson, Garðar Thor Cortes, Sigríður Beinteinsdóttir, Svanhildur Hólm Valsdóttir og Klara Ósk Elíasdóttir – „sú eina af Nylon-stúlkunum sem er skráð,“ segir í greininni.  Samkvæmt Vísindavefnum átti hver notandi að meðaltali 229 Fa- cebook-vini árið 2012. Konur uppfærðu síður sínar 21 sinni í mánuði en karlar 6 sinnum.  Af þeim sem nýttu sér netið til að kaupa á vörum og þjónustu ári fram að rannsókn var stór hluti að kaupa sér aðgöngumiða á ýmsa viðburði samkvæmt skýrslu Hagstofunnar eða um 70%.  Rúmur helmingur hafði keypt fatnað, skó og íþróttavörur.  Svipaður fjöldi keypti bækur, tímarit og gistingu á ferðalögum.  Tæplega þriðjungur þessara neytenda á internetinu festu kaup á ýmsum hlutum til heimilisins.  Þær vefsíður sem Íslendingar nota mest til kaupa á internetinu eru samkvæmt lista Alexa.com; Booking.com, ebay.com og ama- zon.com og midi.is. AÐGÖNGUMIÐAR OG HÓTELGISTING Verslað á netinu 7.000 ÍSLENDINGAR ÁRIÐ 2007 Facebook smátt og smátt * 10 tölvur vorunettengdar árið1988. Upp úr 1993 fékk almenningur tækifæri til að kaupa slíka þjónustu en þeir voru fáir sem nýttu sér það í byrjun. Árið 1995 voru Ís- lendingar sem höfðu aðgang að internet- inu um 5.000 en þar af voru aðeins 3.000 virkir. Internetfyrirtækið Alexa mælir umferð á netinu í heiminum. Meðal annars má þar finna lista yfir 500 mest sóttu vefi hérlendis og þótt aðferðafræði Alexa sé ekki fullkomin gefur listinn góða vísbendingu um hvaða vefsíð- ur Íslendingar heimsækja oft- ast. Samkvæmt Alexa eru þetta 10 vinsælustu erlendu vefsíðurnar hérlendis á síð- asta ári: 1. facebook.com 2. google.com 3. google.is 4. youtube.com 5. wikipedia.org 6. linkedin.com 7. yahoo.com 8. live.com 9. imdb.com 10. wordpress.com LISTI ALEXA.COM Vinsælustu erlendu vefsíðurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.